Þjóðviljinn - 24.12.1961, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 24.12.1961, Blaðsíða 6
henda af mér dreifibréfunum. Mér var haldið á stöðinni nokkra klukkutíma, svo kom iögreglufulltrúinn, bölvaði goða stund og sleppti mér síðan. öðru sinni kærði okkur kona verkamanns nokkurs, sem við' hittumst hjá. Hún var afbrýðisöm út í mann sinn og ætl- aði að hefna sín á hoaum, en hún hefur líklega sagt lögregluþjóninum einhverja bölvaða vitleysu: hann skreið undir rúm, lyfti gólffjölum, þuklaði á vösum okkar, — leitaði sem sagt að vopnum, og fór síðan án þess að hafa fundið neitt, spurði ekki einu sinni hverjir við værum. Á því svæði, sem mér var falið, var veggfóðurgerð Sladkofs. Ég vingaðist við vélameistarann Tímofei Iljúsjín, a>hafnasaman og óvenju þrautseigan mann. Verkfall var gert á vinnustaðn- um; ég talaði á fundum og safnaði fé meðal stúdenta handa verkfallsneínd- inni. Mér þótti einnig vænt um trésmiðinn Vassílí Tsjadúskín. Hvorki hann né Iljúsjín líktust hið minnsta hinum þungbúnu verkamönnum bjórgerðar- innar í Khamovníki, sem ég kynntist ó bernskuárunum. Býltingarárið 1905 hafði haft sín áhrif, — framvarðar- sveit verkalýðsins var í mótun. Hinir nýju vinir mínir kenndu mér að vera léttur í lund. Þeir bjuggu við ill kjör, unnu erfiða vinnu, samt gátu þeir allt- af gert að gamni sínu. Byltingarstárfið var mér frelsun undan oki lyginnar, þeim var það að vísu flókið mál, en fullkomlega eðlilegt, — runnið í mere og blóð. ■ Ég man kosningu fulltrúa á • flokks- þingið í Stokkhólmi. Bolsjévikar áttu að bjóða einum mensjévika á kosninga- fundi, mensjévikar einum bolsjévika. Maður hatar alltaf fyrst og fremst þá sem standa næst manni siálfum. og líklega hefur mér þá verið sýnu hlýrra til kadetta en til ménsjévika. Ég fór á fund mensjévika úr prentarastétt, þar reyndist mælska mín einskis megnandi. Síðar var ég sendur á fund tíu eða fimmtán verkamanna múrsteinsverk- smiðju nokkurrar. þar sem starfandi var mensjévikadeild. Af hálfu mensjé- vika talaði ung og a'.vörugefin stúlka. sem feimin var við allt og alla, en ég var mjög ósvífinn, hæddi mensjévika eftir föngum og sigraði: verkamenn- irnir greiddu fulltrúa bolsjévíka at- kvæði. Stúlkan var að gráti komin. þegar við gengum út saman, ég kenndi í brjósti um hana, en gat samt ekki stillt mig um að glotta við: aliavega hafði ég unnið á tækifærissinnunum. KROSSGÁTA JÓLABLAÐSINS 589 króna verðlaun Tvenn verðlaun verða að þessu sinni veitt fyrir rétta ráðningu á krossgátu Jóla- blaðsins, 300 krónur og 200 krónur. Lausnir þurfa að hafa borizt til Þjóðviljans fyrir 15. janúar n.k. Tekið skal fram að ekki er gerð- ur greinarmunur á a og á,j u og ú o.s.frv. Kaupfélag Húsavík — Stofnað 1832 Þakkar öllum viðskiptavinum sínum og velunnurum fyrir liðinn tíma og óskar þeim gæfu og gengis í framtíðinni. Gleðileg jól Jóloskérnir á fjölskylduna Verð, gerðir og gceði við allra hœfi Aðalsfrœfi 8, sími 18514 Laugaveg 20, sími 18515 Snorrabrauf 38, sími 18517 16) — JÖLABLAÐ ÞJÖÐVILJANS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.