Þjóðviljinn - 24.12.1961, Síða 11

Þjóðviljinn - 24.12.1961, Síða 11
Svo bar það til hér um árið, um það leyti' sem bærinn var að tæmast að Sunnanfólki og farið að verða skuggsýnt um kvöldverðárleytið, en ör- fáar eftirlegukindur áttu ólokið að taka saman pjönkur sínar, að í þeim hópi var mannræfill einn hálfþrítugur sem á ýmsan hátt var ekki einsog fólk flest, og höfðu Broddeyringar þó mátt sjá sitt af hverju. Hann þótti með fádæmum ógæfulegur. Hann kom að áliðnu sumri, þekkti engan í bæn- um en umgekkst mest sitt eigið slekt, Sunnanfólkið, og það var nú sök sér, en hitt var öllu aumingjalegra að hann nennti varla að snerta á handtaki all- an timann sem hann var hér, heldur lá uppi á brjóstgóðum körlum og kon- um sem strituðu nótt og dag við að safna aurum undir veturinn, einkum- þó námsmönnum. Þá sjaldan hann tók til hendi, eyddi hann hýrunni í vín og tóbak, en oftast lét hann þó aðra sjá fyrir þessum nauðþurftum, og það fór ekki leynt. Á tímabili flaug því fyrir, að hann væri skáld eða eín- hverskonar listamaður, en sá orðróm- ur dagaði brátt uppi. Menn höfðu sætt sig við, að hann væri svosem ekki neitt-neitt og biðu þess eins, að hánn > hyrfi burt og léti helzt aldrei sjá sig aftur, þegar sá kvittur gaus upp, að hann væri annað og verra en bara skáid eða listamaður: hann væri fyrr- verandi letigarðsbóndi. Og var nú. ekki til sú tegund afbrota sem hann háfði ekki drýgt, allt frá smáþjófnaði eða ólöglegum barneignum upp í manns- morð. Hann hét Jónas. f framkomu var þetta hæglátur pilt- ur að öllum jafni, líka þegar hann var drukkinn, og í útliti tvennt í senn: sakleysislega drengjalegur og óhugnan- lega þungbúinn, því hann talaði yfir- leitt fátt. Broddeyringar sögðu líka: Ef til er maður sem er vís til alls, þá er það einmitt svona náungi. Það kann heldur ekki góðri lukku að stýra, hvað hann drekkuf. Hann hafðist að mestu við í skúr- geimi þeim nálægt bryggjunum, sem eftirlegukindurnar höfðu enn ekki rýmt, en sást þó alloft á flakki um bæinn, oftast einn sér; átti það jafnvel til að fara í göngur upp í fjall, auð- vitað drukkinn. Þótt engin vínverzlun væri í Broddeyrarkaupstað (að sjálf- sögðu) og senda þyrfti eftir hverjum éfengum dropa yfir mannskæðan fjall- garð eða með skipi yfir í annan lands- fjórðung, hafði ungmenni þetta jafnan einhver dularfull útispjót til að drekka sig fullan. Hann var nú einusinni einn af þeim. f Vertshúsið, elzta og virðulegasta matsölustað á Eyrinni, kom hann sára- sjaidán, en þá sjaldán hann lét sjá sig þar innandyra var hann lítið éða ekkert kenndúr; það máttí hann eiga. Og íþað hafði aldrei þurft að reka hann þaðan út. — Þess vegna var það, að kvöld eitt er hann rakst þangað inn að áliðnum matmálstíma, rennblautur utan úr slagviðri haustsins, og komið myrkur, var látið gott heita þótt hann settist útí horn og legði kollhúfur um stund. Aldrei íyyy þafði _hann ,fsawð,vþangað ínn þetta mikið drukkinn. Þeir fáu gestir sem eftir voru í matsalnum, veittu honum svosem enga athygli, en þjónustustúlkan sem gekk að horði hans tilkynnti honum með broddeyrskri ikurteisi að hann fengi ekki afgreiðslu því hann væri drukkinn. En hún rak hann ekki út, heldur lét hann eiga sig. og þarna sat hann ófram góða stund og hengdi haus. titii öðru horni salarins sat ungfrú Petrúnella Patreks yfir kaffibollanum, sem hún fékk sér jafnan eftir mat, og tautaði feiknin öll. Á milli þess sem hún tautaði herpti hún saman varir, það gat jafnvel líkzt því sem hún væri að hlusta á andsvar þesssem hún í'æddi við, og öðru hverju ein- blíndi hún þögul framfyrir sig. Svo rauk hún til, stakk uppí sig mola og saup örlítið á kaffinu, en gaf sér varla tíma til að renna niður sopanum áð- uren hún andmælti þögninni. Þannig gekk lengi, að ekkert hljóð heyrðist í salnum nema taut ungfrúarinnar, að undanskildu veiklulegu glamri í hnífa- pörum skjálfhents apótekara og af- dankaðs bókavarðar, sem lásu blöð á meðan þeir átu, hvor við sitt borð, og höfðu fyrir löngu vanizt tauti Petrún- ellu rétteinsog tilbreyting.arlausum matseðlinum. Jónas afturámóti, sem sat útií horni og hafði verið neitað um af- greiðslu, skynjaði þráttfyrir alla ölv- un þetta sérkennilega hvfsl sem barst frá ungfrúnni í hinu horninu. Honum varð litið upp, og hann hætti að leggja kollhúfur. Hann sá, að konan var í hörkusamræðum, ýmist við mannlaus- an stólinn fyrir framan sig, sykurkarið sem hún tíndi molana úr, eða ósýni- legan mann sem hélt sig í nánd við borðið þarsem hún sat. Þetta var meira en lítið sérkennilegt fyrirbæri. Hann minntist þess að hafa séð þess- ari konu bregða fyrir áður, jafnvel komið auga á hana hér inni, en ekki veitt tauti hennar athygli fyrr. — Var hún kannski full? Gat eftilvill hugs- azt, að hún ætti eitthvað? — Nei, hún var bara svona andskoti skrýtin, kerl- ingarálftin, hún hlaut að vera snar- bandvitlaus. Hann vissi ekki vel, hvað hann ætl- aðist fyrir, og honum hraus hugur við að fara aftur út í slagviðrið og ákvað að bíða þartil hann yrði rekinn út. Kannski fengi hann lfka afgreiðslu, ef hann gæti látið renna eitthvað af sér. Hvað um það, þarna sat hann áfram, var hættur að leggja kollhúfur, en einblíndi á fröken Petrúnellu. Það var óhugsandi, að hann gæti heyrt orð af því sem hún sagði, og í rauninni .hafði hann mjög takmarkað- an áhuga á því. Hitt fannst honum öllu leiðigjarnara til lengdar, hvað hún virtist "vera ill. Það fór ekki á milli mála, að konan var bál-fjúkandi- vond, af hverju sem það nú var. Hvers vegna var manneskjan svona ill? Af hverju gat hún ekki látið liggja vel á sér og verið þakklát fyrir að hafa fengið afgreiðslu og geta sötrað heitt kaffi á meðan hún beið eftir því að stytti upp? — Smám sarnan fór Petrún- ella ungfrú að fara svo í taugarnar á honum, að hann þoldi varla að vita af henni lengur; annaðhvort þeirra varð að fara út héðan. Hann hélt á- fram að fylgjast með henni og skotra til hennar augum, endaþótt hann reyndi að hugsa ekki um hana og horfa á eitthvað annað; hann komst ekki hjá því að heyra tautið. Svo hefur þetta einhverntíma verið ung stúlka, hugsaði hann með sér og var orðinn fílósófískur, já, jafnvel allra laglegasta stúlka. Furðuleg ósköp. Og hún var svosem ekkert ljót ennþá, mið- að við aldur, því hún hlaut að vera orðin hálfsextug eða meira. Nei, hún var bara alls ekki ljót. Það var að vísu komin ló utanum kjaftinn á henni, einsog verður á þessum kellingum þegar þær eldast, hvaðsem þær hafa verið fallegar ungar; en hún var líka sælleg og slétt í andliti og bara ansi þrifaleg og fín með sig, hreyfingarnar eins og hjá dömu, sveimér ef hún var ekki allra geðfelldasta kona þegar hún var ekki svona 01. — Hann þurfti ekki að láta neinn segja sér það, þessi pilt- ur, hvað fimmtugar konur gátu verið ágætar; því hafði hann kynnzt af eig- in raun fyrir mörgum árum, og það áðurhelduren hann kynntist að ráði neikvæðum hliðum þeirra kvenna, sem yngri voru. — — En nú þoidi hann þetta ekki leng- ur. Hún ætlaði sér auðsjáanlega að sitja von úr viti tautandi þarna inni, og hann varð að hafa sig á brott; bezt að fara niðureftir og sjá hvort skipið væri ekki komið, sem vænt- anlegt var í kvöld. Kannski ættu þeir leka um borð. Kannski tæki hann sér fari með því suður. Hann stóð upp. Um leið og hann stóð upp og dangl- aði fætinum óvart utan í stóla til hliðar við sig, litu þeir upp bóka- vörðurinn fyrrverandi og sá skjálf- henti, og frammistöðustúlkan stóð allt- íeinu í eldhúsgættinni, og þarna horfðu þau á hann öll þrjú og biðu þess sjálfsagf að hann hypiaði sig út í rigninguna, fulltrúar alira þeirra heiðarlegu Broddeyringa sem biðu þess með óþreyju að hann hypjaði sig á brott af staðnum. Nema hvað — sú skrafhreifa í horninu lét ekkert á sig fá. Hún var í óðaönn að skamma serviettuna sem hún hristi til áður- en hún þurrkaði sér um munninn, og henni kom ekkert við hvort ölvað Sunnanfólk kom eða fór. — Hvers vegna glápti hún ekki á hann líka? Hvers vegna gat hún ekki skammað hann, einsog hún skammaði dauða hlutina í krinsum sig? Eða hafði kannski allt hennar taut verið ófram- færin hneykslun yfir nærveru hans? Hann vissi það ekki, og það skipti haria litlu máli. En áðuren hann gengi í átt til dyra, einsog hann hafði ætlað sér, hugkvæmdist honum skyndi- iega að koma við hjá borði ungfrú Petrúnellu, án þess svosem að ætlast nokkuð fyrir með því Enginn reyndi að hefta för hans. En mennimir tveir hættu að tyggja og reistu hnífapörin í höndum sér á borðplötunni og fylgdust með því, hvar þessi margumtalaði og dauða- drukkni piltráífill slangraði að borði ungfrú Petrúnellu og tvísté þar með tómlátu glotti á fúlskeggjuðu smett- inu. Um stund stóð hann þannig kyrr, með hendur í vösum, og virti hana fyrir sér án þess að renna grun í, að kona þessi var á vissan hátt stolt allr- ar Broddeyrar, nákomin sjálfri þró- un staðarins og jafnvel nafnkunn í öðrum löndum, hreinleikinn i kven- mannsmynd ef nokkur var það. Ungfrú Petrúnella virtist alls ekki taka eftir honum. Hún var farin að telja peninga upp úr buddunni sinni sem hún hélt við kjöltu sér. Og taut- adi ákaft. ótrufluð af umhverfinu, svo sem hennar var venjan. Þá gerðist það, að sá aðkomni lýk- ur upp munni, lyftir brúnum, svip- laust þó, og segir með þungri á- herzlu en án allrar reiði: — Þú, helvítis djöfuls lýgur því! Og hananú! Þeir sem inni voru kipptust við, líka jómfrú Petrúnella Patreks. Hún var svo sannarlega óvön því að vera ávörpuð í slíkum tón og enginn hafði nokkru sinni hugleitt þann möguleika, að þessi stolta og menntaða kona þyrfti yfirhöfuð að bregðast við fyrir- varalausum dónaskap. Hver ósköpin voru eiginlega að ske? Ungfrú Petrúnella snöggþagnaði þegar í stað, léit upp og sá hver þarna stóð og hafði ávarpað hana Þjónustupían o.g mennirnir tveir héldu niðri í sér andanum og fylgdust dol- fallin með viðbrögðum ungfrúarinn- ar. Við hinu versta var að búast — að sjálfsögðu — en kannski ekki ná- kvæmlega þvi, sem raun varð á. Þegar Petrúnella þagnaði í þetta sinn, fór henni sem oftar, að hún beit saman vörunum og augun urðu sem snöggvast nístingsköld sem stál. En í stað þess að píra þau í fyrir- litningu á þennan aðkomna og ósvífna dóna sem hafði sýnt henni dæmafáa svívirðingu að ósekju, þá galopnaði hún þau og virti manninn fyrir sér í skyndingu, og svotil samstundis slaknaði á munnherkjunum, höndin missti af smáaurum sem hrukku i gólf- ið, og munnurinn laúkst sundur í aula- JÓLABLAÐ ÞJÓÐVILJANS — ]]

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.