Þjóðviljinn - 24.12.1961, Blaðsíða 25

Þjóðviljinn - 24.12.1961, Blaðsíða 25
•*? lt I inn í bergið, og var þar mikið rúip og víðara, er innar kom. I klettaskoru úti fyrir hellisdyr- um var tréstigi upp bjargvegginn. Hann var geysihár og brattur, en stöð- ugur og traustur. Samt fannst mér öruggara að horfa ekki mikið niður, þegar ofariega kom í stigann, Síðan tók við hver st'ginn af öðrum, en enginn eins hár og sá fyrsti. En milli þeirra voru tröppur höggnar í berg- ið. Víða mátti sjá gróp í klettunum eftir bjálka, sem þar höfðu verið festir. Þar sem ekki var e.'ns bnatt, voru plankar lagðir í stað stiga. Þannig komst ég hærra og hærra, og leiðin var miklu lengri og klett- arnir hærri en hæst var að ímynda sér fyrirfram. Því ofar sem kom því örðugri varð le ðin. Og loks, er .ég kom á efstu brún, gapti á móti mér víð giá, sem náði niður í gegnum alla kletta, og var sá barmur nokkru hærri, sem fjær var. Yfir gjána lágu plankar, og var nokkur halli á. Þetta var síðasti og ískyggilegasti áfanginn, en þegar yf.r gjána kom, var tindi fjallsins náð. Hér voru flatar klappir, gróðurlausar að mestu, og nokkur kræklótt og veðurbarin furutré. Allt fjallið var sundurskorið af gjám. Ennþá mátti sjá nokkrar leifar af hinum forna ræningjakastala. Bar þar mest á ferhyrndu húsi, og voru tvenn- ar dyr á. Stóðu þar enn allmiklir múrar. Skammt þaðan hefur staðið önnur bygging minni, og álengdar sá ég djúpa þró, höggna í klöppina, en þangað varð ekki komizt, því gjá var á milli og engir plankar yfir. Ég gekk inn í húsið með tvennum dyrunum og sá þar óvænta sjón. í einu horni hússins var ferhyrnt op í gólf'nu. dálítið aflangt, höggvið í fast berg. Þegar ég leit þangað niður, sá ég að holt var undir, og lagði þang- að inn nokkra birtu. Hlaut sú vist- arvera, sem undir var, því að hafa einhvern inngang annan. Eftir all- mikla leit kom ég á klettastall nokkru neðar og fann þar dyr, höggnar í berg:ð. Þangað gekk ég inn og kom nú í ,rúmgott hús, og var á einn gluggur, ferhyrndur. Úr þessum helli lá op það, sem fyrr var nefnt, upp í gegnum klettinn og líktist skorsteini, en þó nokkru víðara. Mátti þar sjá upp í heiðan himininn. Veggir á hí- býlum þessum voru sléttir, en loft flatt. Bekkir voru höggnir allt um- kringis, og mátti hvarvetna siá meit- ilför á veggjum og lofti. Öll þessi vistarvera var regluleg sem hlaðið hús, þótt hún væri úr föstu bergi. Þegar ég kom upp á klettinn aft- ur, var sól að ganga til v;ðar. Ég dvaldi nokkra stund í hinu mannlausa ræningjabæli til að virða fyrir mér umhverfið. Héðan sást víða um, en þó hvergi til mannaþyggða. Til suð- urs tóku við hærrj fjöll, og var að- eins þröngt skarð á milli, en í norðri og austri yoru óteljandi skógarásar og klettaborgir, sem blánuðu út í fjarska. Á sumum klettunum stóðu kastalar til forna, en ekki sjást leifar þeirra tilsýndar. Nú er þessi byggð algjörlega eydd og ^yfirgefin. Hér legg- ur aldrei reyk, til lofts frþ byggðu bóli, og hingað berst aldrei hljómur vígðra klukkna. , Ennþá var sólskin á hæstu klettum, en djúpur skuggi hafði lagzt yfir greniskóginn. Kvak fuglanna hljóðn- aðir og þögnin var alger. ■ . Svo hvarf ég aftur niður í skugg- ann. Það var byrjað að rökkva, er ég kom að hárri fjallshlíð. Var þar efst Kamrabelti, og ég ’ fann engan götu- troðning, er lá þangað upp. Lagði ég :því . á bráttartn ■ um vegléysur. Hlíðin varð þ.ví-hnattari, sem ofár kom, og það -var .'Skxeipt í :spori af þurru laufi. Mér tókst að finna klauf í hamrana. Voru þar hvarvetna bergsnas;r og trjá- rætur, svo fá mátti örugga handfestu og fótfestu, þótt gæta yrði mestu var- úðar vegna skóhálku. Loks komst ég upp heilu og höldnu og gekk um stund meðfram bjargbrúninni. Kom ég þá að stað, þar sem mjó bergsnös skagaði fram úr hömrunum, en fremst á henni stóð lítið hús, áttstrent. Stóð það jafnhátt brúninni, og var þangað greið leið, en hengiflug til beggja handa. Húskríli þetta var reist úr höggnum steinum og þak úr brenndum leirflög- um. Dyr voru á þeirri hlið, sem vissi >að fjallinu, og engin hurð í né dyra- karmur, en glusgagöt á öllum hl ðum öðrum. Yfir dyrum var steintafla, múruð í vegginn, með áletrun á látínumáli, sem skýrði frá því, að hús þetta hefði verið reist til minn- ingar um björgun úr lífsháska í þess- um hömrum árið 1558. — Það ár var keisarj kosinn í Frankfurt. Þá réði fyrir Saxlandi Ágústus kjörfursti, og fór hann til keisarakjörsins. Að lokn- um veizluhöldum reið hann heim á leið um Bæheim. En sem hann kom aftur inn yf.'r landamæri ríkis s;ns og í sína eigin veiðiskóga, bjóst hann á dýraveiðar. Sá hann þá hvítan hjört í skóginum og reið eftir honum. Elti hann dýrið lengi og varð viðsk.la við fylgdarlið sitt. Loks bar dýrið að klettahlíð og leitaði í björgin. Steig þá veiðimaðurinn af hestj sínum og elti hjörtinn fótgangandi, en hann rann á einstigi, sem ekki var breiðara en ein alin. Komst hann þannig á stall í hömrunum. en var nú í sjálfþeldu. Maður’nn hlióp á eftir út á einstigið, en nú snéri dýrið á móti honum og bjóst til árásar. Kjörfurstinn var öllum öðrum fremri að riddaralegum íþróttum. Tók hann nú byssu sína, miðaði á hjörtinn og ávarpaði and- stæðing sinn með þessum orðum: Annaðhvort h.'tti ég þig, eða þú drep- ur mig. Síðan skaut hann á dýrið. Hjörturinn hljóp upp, en missti jafn- vægið og féll ofan fyrir hamrana. Til minningar um þennan atburð Hópur riddara þeysir framhjá og skógurinn kveður við af hundgá og hljóm veiðih orna. var húskofinn reistur á fjallsbrún- inn', og voru horn hjartarins fest yf- ir dyrum. En við rætur bjargsins, þar sem dýrið fannst, var skjaldar- merki kjörfurstans höggvið í klettinn, og stendur það enn í dag. Ég gekk inn í húsið og leit út um opin gluggagötin. Þaðan var víð út- Loks bar dýrið að klettahlíð og leitaði i björgin. sýn yf.'r rökkvaða skóga, og sást hvergi ljósglæta svo langt sem augað eygði. Ég hafði skímu á leiðinni ofan fjall- ið, en nú skreið ég fremur ven gekk. En niðri í skóginum var náttmyrkur og enginn götuslóði að styðjast við. Ósjaldan kemur það fyrir, að þeir sem eru á ferð í svartnætti í þessum héruðum, heyra jódyn og glym í reið- tygjum. Hópur riddara þeysir fram- bjá, og skógurinn kveður við af hund- gá og hljóm veiðihorna. Þegar slíkt birtist, vita allir, hver er á feijð. Það er Þiðrekur konungur af Bern, sem enn í dag ríður á veiðar með köppum sínum um skóga Saxlands, þegar myrkt er af nótt. Loksins kom ég á glöggan stíg. Gata í skógi er eins og þröng gjár skógurinn kolsvartur til beggja handa. en e.f létt er loft, má jafnan sjá mjóa rönd af næturhimni yfir götunni. Og þessi ljósrák á himni vísar veginn ör- ugglega eins og þráður Ariadne út úr völundarhúsinu. Það er einmanalegt, jafnvel dálítið- óhugnanlegt, að vera einn á ferð í myrkri í eyð;skógi. En það er fremur ótti við lifendur en hina dauðu, sem * hvíslar veikri rödd úti í myrkrinu, svo lágt, að varla heyrist, nema hlust- að sé eftir. % Það dimmir meir og meir. Ljós- þráðurinn á himni óskýrist, og allt er svart og hljótt. Ekkert heyrist til- villidýra, og hvergi skrjáfar í grein- um. Úglan þegir, og Þ.ðrekur konung- ur fer ekki á veiðar í nótt. En skóg- urinn þrumir yfir sínum leyndardóm- um og geymir minningar um hvitan hjört, sem féll 'með þeim atburðum. að menjar þess sjást enn í dag, um 60 ræningja, sem hengdir voru i ein- um hóp, og hellaborg á ókleifu fjalli. sem staðið hefur auð í fimm hundruð ár. — Og vegfarandinn, sem reikar ,um hinn auða skóg, finnur ennþá ilm þeirra tíma, þegar ævmtýrið var véruleiki og veruleíkinn ævintýr. JÓLABLÁÐ ÞJÓÐVILJANS — - (25

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.