Þjóðviljinn - 24.12.1961, Blaðsíða 36

Þjóðviljinn - 24.12.1961, Blaðsíða 36
bréf Ragnars yrðu stutt og strjál og snauð að ástarorðum, en hún gleymdi því þó ekki, að hann hafði sýnt henni atlot og sagt að hún væri unnustan hans. Réttast mundi að bíða heimkomu hans. Áður en vorsólin hafði þurrkað upp blárnar í Ástúninu barst Ingiríði bréf frá Ragnari, er hafði frá miklum tíð- indum að segja. Hann kvaðst vera lof- aður kaupmannsdóttur í Reykjavík og ætlaði að vinna við verzlun föður hennar um sumarið, óráðið væri hvort hann héldi áfram námi. Ingiríður skrifaði honum um hæl og sagði, að hvað, sem öðru liði skyldi hann ljúka við skólann. „Það er skip- un“, skrifaði hún. Ragnar svaraði ó- feilinn: „Skipað gæti ég væri mér hlýtt.“ Una fór einförum og grét, hún gerði sér ofurlítinn harmleik úr þessu, hún var á róm'antízkum aldri. Nú var sem ekkert ræki á eftir með að koma þeim Sölva saman, Ingiríður ýjaði ekki að því orði, en Una var ásthneigð og atlot og ástarorð Ragn- ars, þó að líkst hefðu meira leik en alvöru, höfðu undirbúið jarðveginn, hún átti ekki minnstan þátt í því að saman gekk með þeim Sölva. Þau settu upp hringana á jólum með <góðri veizlu fyrir heimilisfóLk og vini. Festarmærin var í tinnugljáandi klæð- ispeysufötum með brúsandi silkisvuntu, er sló á margbreytilegum og síkvik- um litbrigðum, þess konar silki var kallað „sansérað". Slifsið hennar var úr hvítu silki með flosrósum, hvort tveggja svuntan og' slifsið var frá mannsefninu, en frá fóstru sinni hafði hún þegið að gjöf, í tilefni dagsins, undurfagra brjóstnál úr skíru gulli. Henni varð tíðlitið ofan á barm sér og á græðifingur hægri handar, þar sem gildur einbaugur glóði. Það var henni svo ungri mikill vegsauki að bera þetta tákn ástar og auðnu. Unnustinn átti hug hennar óskiptan, hún hafði þegar teigað nautnabikar ástarlífsins í botn með honum. — — — Sautján ára ól Una son. Hjónavígslu þei.rra Sölva hafði verið hraðað vegna væntanlegs ei’fingja. Þau urðu sammála um það' hjónin að Ingi- ríður skyldi velja sveininum nafn. „Ef til vill ætti ég að rétta sáttar- hendi yfir móðuna miklu með því að leggja það til að Ásbóndinn væntan- legi beri nafn Jóhannesar afa síns. En það nafn verður að bíða næsta sonar. örnólfur skal sveinninn heita, svo að verði það. nafn um aldur og ævi Ási tengt.“ Nr. 1. 3 lauf 10 stig 3 hjörtu 9 stig 2 hjörtu B stig 2 tíglar 3 stig Nr. 2 5 tíglar 10 stig 4 tíglar 8 stig 6 tíglar 6 stig Nr. 3. 3 grönd 10 stig 2 hjörtu 8 stig Nr. 4. 3 spaðar 10 stig pass 6 stig 2 grönd 4 stig Ef þú hefur fengið 35—40 stig, þá ertu sérfræðingur í spilum. Ef þú hefur fengið 25—35 ertu ágæt- ur spilamaður. Ef þú hefur fengið 10—25 þarftu að æfa þig töluvert. Ef iþú hefur fengið minna, þá liggur bersýnilega eitthvað betur fyrir þér s.s. tennis, fótbolti eða körfuknattleik- ur. tíáttfwiéttiVttMt 'Ocml£Gaís afáugat/s Jatoa/'ðer/'a/s / pofeÆurh SKREYTTAR ÍSTERTUR úr.vanilluís og súkkulaðiís þrjár stærðir: B manna 9 manna 12 manna ístertur þarf að panta með 2ja daga fyrirvara í útsölu- stöðum á Emmess ís. MJÓLKURSAMSALAN jjgj — JÖLABLAÐ ÞJÓÐVILJANS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.