Þjóðviljinn - 24.12.1965, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 24.12.1965, Blaðsíða 21
EFTIR ISAK BABEL Isak Babcl varð heimsfrægur fyrir smásagnasafnið „Riddara- liðið“, en í því lýsir hann tim- um borgarastyrjaldarinnar eft- ir rússnesku byltinguna — Babcl barðist þá með hinu rauða riddaraliði Búdjonnis og var um lcið blaðamaður við vigstöðvablað. Babel var Gyð- ingur og oft víkur hann í þessu safni að því hvernig hinn forn- cskilegi og einangraði heimur gyðingahverfanna í Hvítarúss- Iandi og Póllandi hrynur í þessum stórátökum sem ciga scr stað. Allt deyr. Aðeins móðirin er ódauðleg. Og þegar móðir er ekki lengur í lifenda tölu, þá lifa um hana endurminningar sem enginn dirfist að sverta. Minningin um móðurina fyllir okkur af samúð, eins og árn- ar, sem skera sundur heiminn, fylla hafið, óendanlegt hafið ... Það var Gedali sem sagði þessi orð. Hann bar þau fram með hátíðleik. Kvöldbjarminn umlék hann rósrauðum reyk síns dapurleika. Gamli maður- inn sagði: — Dyr og gluggar eru brotnir í húsi hasídismans, en það er ódauðlegt eins og sál móðurinnar. Hasídisminn stendur enn með tómar augna- tóftir á veðramótum sögunnar. Svo mælti Gedalí, og þegar hann hafði beðizt fyrir í sam- kunduhúsinu, fór hann með mig til Motale rabbís, til síð- asta rabbísins af göfugri ætt í Tsjernobilsk. Við Gedali gengum upp að- algötuna. í fjarska glampaði á hvítar kirkjur. Fallbyssuhjól stundi handan við húshorn. Tvær óléttar úkraínskar kerl- ingar gengu út fyrir hlið, hringjandi hálsfestum sínum, og settust á bekk. Hæversk stjarna kviknaði í rauðgulri orustu sólarlagsins, og frið- sæld, friðsæld laugardagsins, settist á skökk þök gyðinga- hverfisins í Zjitomír. — Hér er það, hvíslaði Gedali og benti mér á langt hús með brotnum gafli. Við komum inn í herbergi, tómt og kalt eins og líkhús. Motale rabbí sat við borð, um- kringdur óðum mönnum og lygurum. Hann var með húfu úr safalaskinni og í hvítum slopp, sem hann reyrði að sér með snæri. Rabbíinn sat með lokuð augu og gróf mjóum fingrum í gulan dún skeggs síns. — Hvaðan er Gyðingurinn kominn? spurði hann og lyfti augnalokum sínum. — Frá Odessu svaraði ég. — Guðhrædd borg, sagði rabbíinn. — stjarna útlegðar okkar, óviljandi brunnur þján- inga okkar. Hvað starfar Gyð- ingurinn? — Ég yrki ljóð um ævin- týri Gersj frá Ostropol. — Mikið starf, hvíslaði rabb- íinn og lokaði augunum. Sjak- alinn stynur þegar hann er hungraður, sérhver heimskingi er nógu heimskur til að vera dapur, og aðeins vitringurinn rífur fortjald tilverunnar sund- ur með hlátri . . . Hvað hefur Gyðingurinn lært? — Biblíuna. — Hvers leitar Gyðingurinn? — Kæti. — Reb Mordekai, sagði tsad- ikinn og hristi skegg sitt, látum þennan unga mann taka sæti við borðið, látum hann snæða með öðrum Gyðingum á þessu laugardagskvöldi, látum hann gleðjast yfir því, að hann er lifandi en ekki dauður, lát- um hann klappa saman lófum þegar nágrannarnir dansa, lát- um hann drekka vín, ef honum er gefið vín. Reb Mordekai stökk til mín, þessi gamli trúður með öfug- um augnalokum. krepptur öld- ungur, ekki stærri en tíu ára drengur. — Ó minn kæri ungi maður, sagði reb Mordekai og deplaði til mín augunum. Hve marga ríka heimskingja þekkti ég ekki í Odessu, hve marga snauða vitringa þekkti ég ekki í Od- essu. Setjist við borðið. ungi maður, og drekkið það vín, sem yður er ekki gefið . . . Við settumst allir hlið við hlið, óðir menn, lygarar og slæpingjar. Úti í horni stundu yfir bænabókum herðabreiðir Gyðingar, líkir fiskimönnum og postulum. Gedali í grænum kufli dottaði upp við vegg eins og marglitur fugl. Og allt í einu sá ég bak við Gedali ung- ling, ungling með andlit Spin- oza, með voldugu enni Spinoza, með tærðu andliti nunnu. Hann reykti og titraði eins og flóttamaður, sem náðst hefur og er aftur í fangelsi. Morde- kai, rifinn og tættur, læddist aftan að honum, reif sígarett- una úr munni hans og hljóp aftur til mín. Þetta er sonur rabbisins, II ja, sagði Mordekai hásri röddu, bölvaður sonur, síðasti sonur hans, óhlýðinn sonur. Og Mordekai ógnaði ung- lingnum með krepptum hnefa og hrækti framan i hann. — Lofaður sé drottinn, mælti þá rabbi Motale Bratslavskí, og braut brauðið með mjóum munksfingrum sínum, — lof- aður sé drottinn ísraels, sem hefur kjörið okkur meðal allra þjóða heimsins.. . Rabbíinn blessaði fæðuna, og við settumst að snæðingi. Hest- ar hneggjuðu fyrir utan glugg- ann og kósakkar æptu. Tóm- leiki stríðsins geispaði fyrir utan gluggann. Sonur rabbísins reykti hverja sígarettuna af annarri innan um þá sem þögðu eða báðust fyrir. Ég stóð fyrstur á fætur þegar máltíð var lokið. — Kæri ungi maður, muldr- aði Mordekai fyrir aftan mig og greip í belti mitt, — ef heiminn byggðu aðeins illir auðmenn og snauðir förumenn, hvernig gætu heilagir menn bá lifað? Eg lét gamla manninn hafa peninga og gekk út á götu. Við Gedali kvöddumst og ég fór til aðseturs okkar á járnbraut- arstöðinni. Þar, í áróðurslest Fyrsta Riddarahersins. beið mín birta hundrað liósa. töfra- ljómi talstöðvanna. brautseig- ur kliður prentvélanna oa ó- skrifuð grein í biaðið „Rauði riddaraliðinn" J ÓLABLAÐ - 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.