Þjóðviljinn - 24.12.1965, Blaðsíða 78

Þjóðviljinn - 24.12.1965, Blaðsíða 78
jfpurdi sá sem ekki vissi. Hann sá þetta allt í him- nesku ljó&i núna. Hann ætlaði sér ekki að láta að vilja „þeirra'’. Þeir gátu, virðulega talað, et- ið það sem úti fraus. Fullur hugrekkis gekk hann heim á leið. Hávaxinn, her- mannlegur maður skauzt úr ripsberjarunnunum. — Nú? spurði Carteret höf- uðsmaður. — Nú? spurði James. — Má ég óska þér til ham- ingju? Þótt skömm sé frá að segja, fór James allur hjá sér. Þetta var ekki eins auðvelt og hann hafði haldið. — Nú — það er að segja ... 1 augum höfuðsmannsins birtist það sem Skandínavar voru vanir að kalla sænska stálið, kalt og miskunnarlaust augnatillit, sem vafalaust hafði valdið hermönnum hennar há- tignar ólýsanlegri skelfingu. — Þú hefur ekki enn beðið Rósu? — Eh — það er að segja — nei. Og enn varð sænska stálið biturra: — Rodman, sagði höfuðs- maðurinn, — ég hef þekkt þessa stúlku frá því hún var svona lítil. Árum ^aman hefur hún verið mér allt. Faðir henn- ar dó í örmum mínum og 1 andaslitrunum bað hann mig að sjá til þess, að litlu elsk- unni hans væri borgið. Ég hef hjúkra bessari litlu stúlku f mislingum, kvefi og jafnvel rauðu hundunum — og ég á mér það takmark eitt í lífinu, að hún verði hamingjusöm. Hér gerði delinn kúnstpásu, og hár- in risu á höfðu Rodmans. — Rodman, sagði hann svo, — veiztu hvað ég mundi gera við mann sem væri að leika sér að tilfinningum litlu stúlk- unnar minnar? — Nei, hvernig á ég að vita það? — Ég mundi skjóta hann eins og hund. — Eins og hund? sagði Jam- es, veikum rómi. — Eins og hund, endurtók höfuðsmaðurinn. Hann greip í hönd Rodmans og beindi hon- um að húsinu. — Þarna er hún! Og um leið dró hann upp skammbyssu, viðurstyggilega skammbyssu, sem hefði getað verið sölluð niður í hvaða glæpareifara, sem var. — En ég geri þér rangt til, drengur minn, sagði höfuðs- maðurinn. Ég veit það. — Hvernig veiztu það? spurði James. — Þú hefur hjartað á rétt- um stað, sagði dóninn. — Mikil ósköp, sagði James. — ~akk þú á hennar fund, drengur minn. Síðar munt þú hafa frá tíðindum að segja! Þú finnur mig út í garði. Það var hlýlegt og milt í veðri. Hægur andvarinn þaut í runnunum og gældi við rós- irnar í umræddum garði. Ein- hversstaðar f fjarlægð ómuðu silfurtærar kúabjöllur og f rósarunnanum var fugl að æfa lögin sín undir konsert morgundagsins. Rósa Maynard sat við te- borðið fyrir utan húsið og horfði með kveniegri athygli á James sem hann nú nálg- aðist. — Teið tilbúið, hrópaði hún glaðlega. — Hvar er Henry f rændi' Áhyggju brá fyrir skyndi- lega á litlu, fallegu andlitinu. — Honum gleymdi ég alveg. — Hann er úti í garði, sagði James, lágum rómi. Hún kinkaði kolli, ólukkuleg. — Auðvitað, auðvitað. Ó, hversvegna er lífið þessu líkt? heyrði James hana hvísla. Hann settist niður. Hann horfði á stúlkuna. Hún hallaði sér aftur í sætinu og honum fannst hann aldrei hafa séð aðra eins viðurstyggð á ævi sinni. Sú hugsun að vakna hjá þessu afstyrmi það sem eftir var ævinnar vakti hjá honum viðbjóð og hrylling. Hann var — svona almennt — á móti giftingum, en færi nú svo, eins og kemur fyrir beztu menn, að hann þyrfti að ánetjast hnapp- eldunni, þá vildi hann heizt, að viðkomandi væii allt öði-u- vísi. Golfskvísa, svo talað sé dægurmálið. Með öðrum orð- um: viðmælandi kvenmaður, ef slfkir fyndust. En að eyða ævidögunum með stúlku, sem las bækumar hennar frænku, stúlku sem þoldi f návistsinni kykvendi ó borð við Tótó, stúlku, sem greip andann . á lofti í hvert sinn, sem hún sá falleg blóm — sjálf hugsunin var ólýsanleg. Eigi að síður tók hann í hönd henni og hóf máls: — Ungfrú Maynard — ég meina Rósa. Mún leit upp, og roða sló á andlit henni. Hundkykvendið Tótó reis upp á afturfæturnar við hlið hennar og bað um köku. Enginn tók mark á því. — Má ég segja þér sögu? Einu sinnj var einmana maðurf sem bjó út í sveit, aleinn . . . Hann hætti sögunni. Var þetta hann sjálfur, James Rod- manð sem framleiddi þetta yf- irspennta volæðisrugl? Ber- sýnilega! —Já, — hún hvíslaði þessu orði. — . . . en einn góðan veður- dag rakst hann á prinsessu, Hún . . . Hann hætti aftur, en í þetta skipti ekki af því að hann skammaðist sín fyrir að hlusta á sitt eigið óráðshjal. Það sem greip fram i rás viðburð- anna, var sú staðreynd, að margnefnt teborð hófst á loftf og brennheitt tevatnið helltist yfir buxurnar hans. í fyrsta skipti á ævinni skildi James merkingu þess forna orðatil- tækis, — að finna til tevatns- ins, — Djöfullinn sjálfur, sagði James. Borðið hélt áfram að rísa og HRAÐFRYSTUM ALLAR FISKAFURÐIR SALTFISKVERKUN SKREIÐARVERKUN FISKIMJÖLSVERKS MIÐJA Hra&frystihús Patreksfjar&ar h.f. PATREKSFIRÐI 78 — JÓLABLAÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.