Þjóðviljinn - 24.12.1965, Blaðsíða 95
GATAN
Framhald af 94. síðu.
sig fokvondar og skammast og
vinda sér burt, en koma samt
aftur áður en varir og æsa
piltana upp í að byrja á nýj-
an leik. Og þegar mæður
þeirra kalla á þær, svara þær
engu, en fela sig steinþegjandi
í myrkrinu eins og lítil dýr
með glóandi augu.
Undir miðnætti sleppa spila-
mennirnir í litlu veitingastöð-
unum hljóðfærum sínum og
leggja þau frá sér. Og sem
snöggvast kviknar aftur líf og
hávaði í götunni af ópum og
óhljóðum drukkinna manna,
öskrum, drykkjuhlátrum, og
drykkjulátum, síðan hjóðnar
aftur, og nú hljóðnar allt til
fulls. Myrkrið umlykur göt-
una þar sem tíu þúsundir eiga
heima. Ljós skín úr glugga.
Einhver vakir þar. Eða þá að
vera kann að hann hafi sofn-
að frá ljósinu, en rafmagns-
mælirinn tifar og tifar í þögn-
inni. Og rotturnar keppast við
að naga í kjöllurum húsanna,
og þær grafa sig gegnum þessa
lausu steinsteypu í húsagörð-
unum.
Og svo sem eins og klukku-
tíma eða tveimur síðar fara
gamalmennin að vakna. Svo
liggja þau kyrr í rúminu og
eru að bíða eftir að birti. En
það líða margar klukkustundir
og hver þeirra er umlukt úr-
ræðaleysi, áhyggjum og kulda,
einveru og hálfu hungri, sem
komið er upp í vana. Myrkrið
lýsist ofurhægt, breytist, í
skímu, síðan í Ijó's' hins nýja
dags. Og gamaimennin geta
ekki skilið hversvegna þau
voru að hlakka til dagsins, því
af honum vænta þau sér einsk-
is.
Það leynir sér ekki.........
hann er í TERELLA skyrtu, hann hefur valið
rétta flihbastærð og rétta ermalengd.
TERELLA fæst í 3 ermalengdum innan hvers
númers, sem eru 11 alls. VÍR.
tenella
MARS TRADING COHF
KLAPPARSTÍG 20 SÍMI 17373
JÓLABLAÐ — 95