Þjóðviljinn - 24.12.1965, Blaðsíða 77
að borða ekki með þeimj og
Carljret höfuðsmaður var þög-
ulll og hugsandi. James lék
gestgjafa sem bezt hann gatj
og spurði höfuðsmanninn um
Indland, stjórninaj almennar
neyzluvörur, fótbolta og nútíma-
dans — að viðbættum þeim
morðingjumj sem hann hefði
kynnzt á starfsferli sínum, en
ekkert dugði: Hinn bjó um sig
þögn líkt og Kormákr forðum.
Það var ekki fyrr en viðmál-
tíðarlok, sem þessi j.einmani
hópsins“j tók ofurlítið við sér.
— Rodman, sagði delinn —
mig langar til að tala við yð-
ur.
— Þó það nú væri, sagði
James, og hugsaði sem svo, að
það væri tími til kominn.
— Rodman, sagði ' höfuðs-
maðurinn með áherzlu, — eða
George, má ég ekki kalla yðuf
George, eigum við ekki að vera
dús?, bætti hann við meðþeirri
óskhyggju, sem hermönnum
einum er lagin.
— Vitaskuld, sagði James,
— vitaskuld. Sem yður þókn-
ast. Reyndar heiti ég nú Jam-
es.
— James? Nú, það kemur
út á eitt. Nú, sem sagt, —
James, það er soldið sem mig
langar til að segja við þig.
Sagði ungfrú Maynard, sagði
Rósa eitthvað við þig um sam-
band okkar tveggja?
— Ég er nú hræddur um
það! Hún sagði að þið væruð
trúlofuð.
Það brá fyrir skjálfta í and-
litsdráttum höfuðsmannsins.
— Búið spil, sagði hann svo.
— Hvað?
— Því miður John, búið spil.
— James,
— Sem sagt, James, búið
spil! Meðan þú varst að skipta
um föt uppi á háalofti, sagði
hún mér — og brast í grát,
vesabngs barnið, — að bún
vildi slíta trúlofun okkar.
James bókstaflega flaug upp
úr stólnum. — Þetta getur ekki
verið satt, sagði hann, og blóð-
ið steig honum til höfuðs.
Höfuðsmaðurinn kinkaði
kolli. Hann horfði út um glugg-
ann, og tiginmannlegt andlit
hans sveipaðist kvaladráttum.
— Slúður og röfl, hrópaði
James. — Þetta er hlægilegt,
hún — hún, getur ekki fengið
að leika sér svona að tilfinn-
ingum yðar! Nei, fjandinn hafi
það . . .
— Hugsaðu ekki um mig,
drengur minn.
— Ég á við — gaf hún ein-
hveria skýringu?
— Augun sögðu allt.
— Hvaða augu?
— Hennar — þegar hún
horfði á þig þar sem þú komst.
hetjan unga, eftir að hafa
bjargað hundinum hennar frá
drukknun. Það ert þí sem hef-
ur sigrað þetta unga hjarta.
— Nei. bað eru grensur.
sagði Tames og sle+ti dönsku
f hugarœsingi sínum, — þú
ætlar þó ekki að segja mér, að
stúlka verði hrifin af manni
fyrir það eitt að bjarga hund-
inum hennar frá drukknun?
— T’issulega, sagði höfuðs-
maðurinn með ábyrgðarþunga,
— hvað annað? Hann stundi
við fót. — Það er gamla sagan.
Ungt og gamalt á ekki saman.
Þetta hefði ég átt að vita —
já ungt og gamalt á ekki sam-
an.
— En þú ert á bezta aldri!
— Fjarri þvi.
— Ég held nú bara.
— Þvættingur.
— Þvættingur?
— Já, þvættingur.
— Hættu að þrástagast á
þessum þvættingi, sagði James,
og nú var farið að síga í hann.
— Hreint burtséð frá því að
hún þarf kjölfestu, já, kjöl-
festu, góðan, miðaldra mann til
þess að líta eftir sér.
Carteret höfuðsmaður hristi
höfuðið og brosti vingjarnlega.
— Þetta er orðhengilsháttur.
Það er fallega gert af þér,
drengur minn, að segja þeita,
en svarið er nei.
— Jú, jú!
— Nei, nei! Hann hristi
höndina á James, alsaklausa,
og stóð svo á fætur. — Þetta
var allt sem ég viídi segja við
þig, Tom.
— James.
— James. Mér fannst bara
að þú ættir að vita, hvernig
málin standa. Gakk óhræddur
á hennar fund og láttu ekki
draumóra gamals manns halda
fyrir þér vöku. Ég er gámall
hermaður, drengur minn, gam-
alí hermaður. Ég hef lært það
á þyrnum stráðum vegi her-
mennskunnar áð taka ósigrun-
um með jafnaðargeði. En ég
held - - ég held, að ég yfirgefi
þig á þessari örlágastund. Ég
yildi gjarnan — já gjarnan —
vera einn um hríð. Ef þú þarft
á mér að halda, þá finnurðu
mig i ripsberjarunnunum.
james tók hatt sinn og staf
og gekk blindandi út úr her-
bei ginu. Vegir líggja sem kunn-
ugt er til allra átta, en kom
fyrir lítið nú. Hann gekk f
draumi. Hann sagði við sjálfan
sig, að þetta mætti hann hafa
vitað. Leila J. Pinckney, megi
hún aldrei þrifast fremur en
Guðrún frá Lundi, hafði notið
þess að lýsa slíkum aðstæðum:
Aldraður fjárhaldsmaður lætur
stúlkuna eftir ungum manni.
Það var svo sem engin furða,
að stúlkukindin skyldi slíta
trúlofuninni. Miðaldra fjár-
haldsmaður. sem leyfði sér
þann munað að .koma í grennd
við Unaðslundinn, vissi að
hverju hann gekk. Og sem
hann gekk nú þarna greip
þr józkan sem lágvöxnum manni
er í blóð borin, enda þótt Jam-
es væri meir en einn og átta-
tíu Hversvpsna. spurði hann
siálfa s.g hversvegna þurfti
það ad koma honum við, ef
stúlka sveik kærastann sinn?
Öskum öllum félagsmönnum og
öðrum viðskiptavinum gleðilegra
jóla og nýárs. — Þökkum fyrir gott
samstarf á líðandi ári.
Kaupfélag Hrútfírðinga
Borðeyri.
Kaupfélag
Stykkishólms
Stykkishólmi
óskar öllum viðskiptavinum sínum
gleðilegra jófa
" X. *“ ••I--/-5' •. :' r.} .;
og farsaels kpmandi árs og þakkar
viðskiptin á liðna árinu.
JÓLIN NÁLGAST
Við viljum minna félagsmenn og aðra á, að hjá
okkur fáið þið flest það, sem þarf til jólanna.
Gagnlegar vörur til gjafa. Állt í jólabaksfúr-
íhn — Jólaávextina — Nýlenduvörur allskonar
— Hreinlætisvörur — Tilbúinn fatnað — Ve'fn-
aðarvöru — Skófatnað og aðrar fáanlegar nauð-
Sðmjar. — Gleðileg jól! Farsælt komandi ár!
Þökkum viðskiptin!
Eflið ykkar eigið verzlunarfélag með því að
skipta fyrst og fremst við það.
■ 4 / . , _
Kaupfélag Isfirðinga
í ÓL A B L A Ð - 77