Þjóðviljinn - 24.12.1965, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 24.12.1965, Blaðsíða 15
lega á vegg að húsabaki: Og að vitum hans lagði lykt hússins. — sem honum fannst raunar fremur bragð en lykt, — raka- 6ælt hráslagalegt útstreymi eins og frá hvelfingum neðan- jarðar, blandað þef af gólfdúk og mylgu og fúnum viði. Allt í einu fann hann leggja að sér sterkan ilm, svo gagn- takandi og umvefjandi stroku, að engu var líkara en þetta væri lifandi sál að hitta hann. Hann kallaði upp yfir sig: .,Ertu þarna?“ eins og yrt hefði verið á hann, og hann þaut á fætur, og leit í kringum sig. Ilmurinn dvínaði ekki. hann var allt umhverfis, jafn sterk- ur og fyrr. Maðurinn rétti út báðar hendur, eins og ætlaði hann að þrýsta þessu að sér. því við sjálft lá að hann ringl- aðist. Hvernig mátti það verða. að ilmur mælti til manns? Hafði þetta ekki fremur verið einhver hljómur — manns- rödd? Var það ekki hún sem hafði snert hann, gælt við hann? „Hér hefur hún einhvern tíma átt heima“, hrópaði hann, og þaut jafnskjótt á fætur til að íinna, ef verða mætti, eitt- hvað til sannindamerkis um það, því hann vissi að hún hafði engan hlut átt, sem hann treysti sér ekki til að þekkja. Það var ilmurinn hennar sem sagði til um það, ilmur af res- edu, ilmurinn sem hún hafði kosið sér og gert að hluta af persónuleik sínum, — hvernig gat staðið á því að hann kom núna? Herbergið hafði verið heldur flausturslega ræstað. Ofan á dúkræl'linum á búningsboðinu lágu nokkrar hárnálar, þessir fylgifiskar kvenþjóðarinnar, kvenkyns að nafni, hlutlausir að geði, óskiljanlegir að aldri. Hann sinnti þeim ekki frekar bví hann þóttist óðar sjá að af þeim yrði ekkert ráðið. Næst tók hann sér fyi'ir hendur að rannsaka skúffum- ar í búningsborðinu og fann þar ræfil af vasaklút, sem ein- hver hafði fleygt. Hann þef- aði að klútnum, en hann ilm- aði svo sterkt af helíótróp, svo blygðunarlaust, ef svo mætti segja. að hann þeytti honum frá sér. J annarri skúffu fann hann einhverja sérkennilega hnappa, leikskrá, nafnspjald veðlánara, og bók um drauma- ráðningar. 1 hinni síðustu var svört silkislaufa til að hafa í kvenhári, og hann horfði á hana milli vonar og ótta, en hún reyndist að vera jafn hlut- laus og þagmælsk sem allt hitt, af henni varð ekkert ráð- ið. Síðan leitaði hann um allt herbergið eins og sporhundur, þreifaði um veggina, fór á fjóra fætur til að skoða undir molturnar, þar sem einhver ó- jafna sýndist vera, rótaði í hverri hirzlu og skoðaði upp á hilluna, ef verða mætti að leyst fengizt úr þessari gátu: hvað þetta væri sem hann fann koma að sér, staidra við, vera undir og yfir og allt um kring, læsa sig að, höfða til hans af ákefð, svo að þetta var ekki aðeins óljós grunur, ekki neitt sem kalla mátti hugar- burð eða óra, heldur greinileg skynjun skynfæranna. Aftur kallaði hann fullum rómi: ,,Já- elskan mín!“ og sneri sér við um leið, en augu hans og hendur gripu í tómt, reseduilmurinn hafði ekki enn tekið á sig sýnilega manns- mynd. Aldrei hafði hann vitað neitt þessu líkt. Gat það ver- ið að þessi ilmur hefði fengið mál. var það ekki óhugsandi? Hann héit áfram að leita. Hann gáði í hvern krók ög kima, og á einum stað fann hann korktappa og sigarettur. Þessu leit hann ekki við. Svo famn hann hálfreyktan vindil í fellingu í einnig mottunni. þá blótaði hann og tróð þetta undir hæl. Hann leitaði eins og óður maður. Hann fann margt af einskisverðu rusli Canonat Junior Takið myndir án fyrirhafnar * CANONET JUNIOR hugsar fyrir yður " Algjörlega sjálfvirk • Ábyrgð. Viðgerðarþjónusta. BJÖRN & INGVAR — Laugavegi 25 — Sími: 14606. Munið að vér erum ætíð þjónar viðskiptavinarins. Þökkurr- viðskiptin. — Gleðileg jól! Gott og farsælt komandi á. Kaupfélag Austfiröinga SEYÐISFIRÐI JÓLABLAB - 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.