Þjóðviljinn - 24.12.1965, Blaðsíða 57
Ba-al og drekinn
Stuttur þáttur
úr fornu austurlenzku riti
'Astygos konungur hafði safn-
azft til feðra sinna. og Cyrus
P^rsakonungur erft ríki hans.
Og Danfel átti viðræður ' ð
konunginn og var mest metinn
af þeim öllum vinum tians.
Bábyloníumenn áttu sér skurð-
€<>ð. sem kallaðist Ba-al, og
Vqru því daglega færðir tólf
stþrir mælar mjöls. fjörutíu
sauðir, og sex ámur af víni.
Og konungur tilbað skurðgoð
bðtta, og gekk fram fyrir bað
á hverjum degi, en Daníel til-
kað guð sinn.
Og konungurinn sagði við hann:
"Hvers vegna tilbiður þú ekki
Ba-al?“ En hann svaraði og
sa^ði: „Vegna þess að ég vil
e^ki tilbiðja líkneski gerð af
ftiannahöndum. heldur hinn lif-
atfdi Guð. sem skapað hefur
kimin og jörð, og ræður vfir
öllu sem lífsanda dregur. ,,Þá
svaraði konungurinn: ..ímynilar
t>ú þér að Ba-al sé ekki Iifandi
Stlð? Sérðu ekki hve mikið
hann étur og drekkur á hverj-
hm degi?“ Þá brosti Danfel og
sagði: ,,Ó, konungur, láttu ekki
Slepjast af þessu, guð þinn or
Sei-ður úr leiri að innan en úr
eir að utan. og vissulega getur
h^hn hvorki étið né drukkiV
Nú reiddist konungur, og lét
senda eftir prestunum, og 'agði
við þá: — ,.Ef þið segið mér
ekki hver það er, sem étur
drekkur fórnarg.iafirnar, læl
ág, drepa ykkur alla. Ef þið
hinsjvegar getið sannað- að það
sé,Ba-al þá læt ég drepa Daní-
ekj því þá hefur hann lastað
SUflinn Ba-al“. Og Daníel svar-
aði: ,,Verði svo sem þú hefur
íyHr mælt.‘‘
En prestar Ba-als voru 70, auk
kvjenna þeirra og barna. Og
konungurinn fór með Daníel
lnn í musteri Ba-als. Söeðu þá
Pféstamir: — .Sjá, vér fömm
Pt héðan, en þú. ó konungur
■'át. setja fram kjötréttina. og
framreiða vfnið- og loka sfðan
hurðinni og innsigla hana. og
á morgun skaltu árdegis vitja
nm betta. og hafi svo farið &ð
®a,-al hafði ekki snert á neinu,
skulum vér ganga fúslega f
^aþðann annars skal það vera
h>anfel. sem dauðarefsingu ikal
Pola“ Og voru þeir raunar al’s
éhræddir, þvf þeir höfðu kom-
|ð fyrir leynihlemm undir borð-
inu. og ætluðu að koma þar
Upp þegar enginn sæi til og ota
það ^pm g borðum var Gerði
«U konungur ninr np hnír höfðu
fyrir lagt og lét setja kjötrétti
fyrir Ba-al. En Daníel bað þjóna
sína að sækja ösku, og strá
henni um ailt gólfið og á stétt-
ina fyrir utan, svo að enginn
sæi tii nema konungur, fóru
þeir síðan út og konungur
einnig, en innsigli sitt setti
hann fyrir dyrnar. Þegar nótt
var komin, komu prestarnir á-
samt konum sínum og bömum,
eins og þeir voru vanir. og sett-
ust að matnum og vínföngun-
um, - unz allt var upp etið og
dmkkið. Konungur vaknaði
snemma, og Daníel einnig. Og
konungur sagði við Daníel: —
„Daníel, er innsiglið órofið“.
Og hann svaraði: — ..Já. ó,
konungur, það er órofið.“ Og
er dyrnar opnuðust og konung-
ur sá að allt var horfið af
borðinu. hrópaði hann hárri
röddu: — „Mikill ert þú, Ba-al,
engin svik verða fundin hjá
þér“. Þá hló Daníel og aftraði
konungi frá því að fara inn og
sagði: — ,,Líttu á stéttina, og
taktu vel eftir fótaförunum í
öskunni. Og konungur svaraði:
— ,,Ég sé fótaför karlmanoa,
kvenna og barna“. Nú reiddist
konungur, og lét prestana m-;ð-
ganga að hafa farið upp um
hlemminn í gólfinu og neytt
þess sem á borðinu var. Síðan
drap hann þá alla, og gaf Daní-
el vald yfir musteri Ba-als, en
hann lét tortíma líkneskinu og
jafna musterið við jörðu.
Og í þessari sömu borg var
dreki einn mikill, sem tilbeð-
inn var af borgarbúum. Og
konungurinn sagði við Daníel:
— ,,Þorir þú að segja að bessi
sé úr leir og eir, étur hann
ekki og drekkur, og er hann þvi
ekki lifandi guð, fall þú nú
fram og tilbið hann." Þá sagði
Daníel: — „Ég kýs að tilbiðja
guð minn því hann er linn
lifandi guð. Gef mér heldur
leyfi til að ráðast að drekan-
um, og mun ég fella hann
vopniaus.“ Konungurinn sagði:
— ,,Ég leyfi þér það“. Þá tók
Daníel tjöru. og feiti, og hár
og snéri ívöndul, og stakk f gin
drekanum en hann sprakk. og
sagði þá Daníel: — .,Svona er
þá farið þeim goðum sem þér
tilbiðjið.“ En þá er Babylons-
menn fréttu þetta, reiddust
þeir, og hófu samblástur mnt.i
konungi, og sögðu: — ..Koo-
ungur þessi hefur tekið trú
gyðinga og tortímt Ba-al. og
drepið presta hans og drekann
einnig“. Gengu þeir þá fyrir
konung og sögðu: — ..Framsel
þú Daníel, annars skulum v*r
tortíma þér og öllu þínu Hði“
En er konungur sá hve æstir
þeir voru, þorði hann ekki ,nn-
að en að láta undan. og frarn-
seldi þeim Danfel. en þeir s^ttu
hann í ljónagryfju. og var
hann þar í sex daga. Og í
gryfjunni voru sjö ljón, sem
höfðu fengið tvö hræ á hverj-
um degi og tvo sauði. en nú
fengu þau ekkert, svo þau
skyldu því fremur fást tii að
éta Daníel.
En meðal gyðinga var maður
að nafni Habakúk. og hafði
hann eldað kjötsúpu og brotíð
brauð f skál. og ætlaði að fæi'o
þetta uppskerufólkinu á akrin-
um En engill Drottins sa-sði
við Fíabakúk: — ..Farðu r>“ð
þennan málsverð til Babvlnn og
færðu hann Daníel sem -r í
ljónagryfjunni- Og Habatik
svaraði: — . Herra ég hef aldrei
komið til Babylon. og veit e-rki
hvar þessi gryfja er.‘‘ Þá tók
engill Drottins í lurginn á hnn-
um og bar hann á hárinu og
með ákefð og ofsa landa «‘ns
setti hann niður við gryfjina.
Og Habakúk kailaði og mselfi
svo: — „Daníel, Daníel. taktu
við málsverði þeim sem Herr-
ann hefur sent bér“ Og Danfel
svaraði: ,,Þú hefur minnzt mín,
ó Guð, aldrei yfirgefur þú bá
sem til þín leita og þig elska."
Reis þá Daníel upp. og át- en
engili Drottins bar Habakúk
burt og heim til hans og setti
hann þar niður.
Á sjöunda degi kom konuna-
ur að vitja um Daníel. og bá
er hann kom að grvfjunni, 'e't
hann inn og sá Danfel s'tia
þar, heilan á húfi Þá kaibiði
konungur hárri röddu og
mælti svo: — .-Mikill ert bú.
ó herra- guð Daníels, enginn er
sem þú.‘‘ Og hann leiddi hann
út, og kastaði þeim sem "ægt
höfðu hann, tafarlaust í gryfj-
una- en ljónin átu þá þegar f
stað að hnnum ásiáandi.
KAUPFÉLAG
BORGFmiNGA
Borgarnesi
óskar öllum viðskintavinum
smum
gleðilegra jéh
og þakkar viðskiptin á liðna
arinu.
JÓLABLAÐ - 57