Þjóðviljinn - 24.12.1965, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 24.12.1965, Blaðsíða 10
^ g yar 11 ára, er þetta gerðist. Það var daginn sem skólinn byrjaði aftur eftir jólaleyfiö, sem ég fékk heimboðið. öll- um bekknum var boðið heim tii Hinriks í afmælið hans, og um þetta vorum við allir að tala á leiðinni heim frá skólanum. Hinrik átti heima í stærsta einbýlishúsi í borginni, og vinnukonurnar voru þrjár. Við áttum að fá heitan mat, og faðir Hinriks hafði ráðið töframeistara til að skemmta okkur. Þessi galdramaður gat dregið lifandi kaninur og hvítar mýs út úr nösum manns. Við hlökkuðum óstjórnlega til. Fólkið var setzt að borðum þegar ég kom heim. Faðir minn var að setja saman með- öiin, sem hann átti að taka og Pontus missti skeiðina sína niður á diskinn, af því að hurðin skelltist í lás. Jörgen hélt áfram að borða, eins og ekkert hefði í skorizt. og mamma horfði á mig ásak- andi. Okkur hafði ekki komið saman um kanínurnar á leið- inni, svo okkur hafði seinkað. ,,Þú kemur nokkuð seint. Seztu niður og farðu að borða“. Faðir minn drakk með- alaglundrið sitt og flýtti sér að láta upp í sig fulla skeið af súpunni á eftir. Þetta kældi dálítið tilhlökkun mína. Faðir minn var veikur og hafði verið frá vinnu í þrjá mánuði. Hann hafði breytzt á þessu tímabili. Það var engu líkara en hann sæi okkur ekki. Eins og hann hefði gleymt að við værum til Hann ætlaðist til að við hefðum hægt um okkur til að hlífa honum. Móð- ir okkar var alltaf að áminna okkur um að hafa ekki hátt, en það kom oftast fyrir ekki. Hversvegna mátti ég ekki vera kátur, úr því ég var það? Þess vegna gat ég ekki held- ur þagað. Ég fór að tala um afmælið og þetta mikla heim- boð. Ég stamaði af ákefð. Orð- in komu öll öfug út úr mér, og ég velti glasinu mínu um koll. Móðir mín hafði staðið upp til að ausa súpunni á disk- ana. og aftur leit hún á mig ásakandi. en nú var bað of seint Hún setti fyrir mig súpudisk- inn: ..Nú ætlarðu í afmæli?‘‘ Ekkert annað. Hún tók engan þátt f tilhlökkun minni, hafði ekkert gaman af þessu. Móðir mín var líka orðin breytt. Veikindi föður míns höfðu haft áhrif á hana, einhvemveginn. Hún var að vísu ekki sjúk sjálf .... en mér fannst hún ekki heldur vera heil heilsu. ..Ætlið þið að dansa kring um jóla- tréð?“ spurði Pontus. Hann var ekki farinn að ganga f skóla og enginn bauð honum heim. Jörgen lagði hlustirnar við. Hann var kominn f fyrsta bekk og hafði tvisvar þegið heimboð. en homim bótti ekk- 10 - JÓLABLAÐ ert gaman að vera innan um fólk. Honum leiddist í sam- kvæmum. Ef hann gat ekki verið að lesa, leiddist honum. ,,Auðvitað dönsum við kring um jólatréð. Jólatréð hans Hinriks er svo stórt að það nær upp undir Ioft.“ Ég ýkti viljandi svo að Pontusi fynd- ist meira um, en samt sveið mig undan orðunum, óðar en ég hafði sleppt þeim. Pontus leit á jólatré móður okkar, sem stóð á saumaborðinu og var varla einn metri á hæð, og þetta var í fyrsta sinn sem við höfðum jólatré í jurtapotti. Áður fyrr höfðum við haft jólatré sem náði upp undir loft. en faðir minn sagði að stóru trén hefðu öll verið seld áður en hann kom, svo að hann varð að lá'a sér lynda að kaupa litla tréð í jurtapottin- um. ,,Það er ekki hægt að draga kanínur út úr nefi á barni“ Jörgen var dálítið efablandinn eins og hann átti vanda til, og hann hélt áfram að borða með semingi. Hann las svo mikið að hann vissi skil á flestum hlutum, og mér datt aldrei í hug að hreyfa mótmælum við hann. Ég var samt ekki viss um að þessi staðhæfing væri rétt. ,,Nú skulum við sjá hvort hann faðir þinn leyfir þér að fara‘‘ Móðir mín lagði þetta til málanna, og ég leit skelfdur á föður minn. Ég hafði játað heimboðinu hugsunarlaust, við Hinrik. Æ, því mætti ég ekki fá að fara? Það var svo sjald- an. sem mér var boðið heim. ,,Við tölum um það seinna. Farðu nú að borða". Faðir minn skar þannig úr um málið án þess að skera úr um það og ég reyndi að koma niður matnum. Pontus leit til mín hryggur í bragði. eins og hann vildi votta mér samúð, en ég var ekki í skapi til að þýðast nokkra samúð Mér fannst for- eldrar mínir hafa gert mér rangt til, og ég skildi ekki hvað þetta átti að þýða. Ég þagði og bar harm minn í hljóði. Allir bekkjarbræðurnir voru boðnir, en ég fékk ekki að vera með. Hvernig gat stað- ið á því að faðir minn gerði mér þetta. Ég skildi það ekki. Við lukum máltíðinni f kyrr- þey, og síðan fór faðir minn inn f svefnherbergi til að leggja sig. Ég var að vona að hann segði eitthvað áður en hann lokaði dyrunum. en hann sagði ekki neitt. Lfklega var hann búinn að gleyma þessu. Seinna um daginn kom móð- ir mín upp í herbergið okkar bræðranna og lét Jörgen og Pontus fara út, og af þvf sá ég að hún ætlaði að tala við mig svo enginn annar heyrði. Pontus og ég höfðum verið að leika okkur að tindátunum sem okkur höfðu verið gefnir á jólunum, en mér þótti ekkert SMÁSAGA EFTIR LECK FISCHER 1 ÞÝÐINGU MÁLFRÍÐAR EINARSDÓTTUR afmœlis boðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.