Þjóðviljinn - 24.12.1965, Blaðsíða 19
Smásaga eftir Liam O'Flaherty
FÁTÆKT
FÓLK
Sjórinn heyrðist gnauða við
ströndina meðan dimma næt-
urinnar var að breytast í dög-
un, þetta gnöldur nauðaði á
hvítum skeljasandi, og hryll-
ingskuldi febrúarmorgunsins
næddi í lofti, en á sandöld-
unni hjá veginum upp af
ströndinni var mergð af svört-
um draugum, jörðin svaf
myrkri hulin. Það spratt mikið
af þangi og þara fyrir utan,
upp af botninum, rautt, slím-
ugt og hált, vaggaðist með sér-
hverri öldu sem bar að landi
með gjálfri í grárri morgun-
skímunni.
Patrick Derrane kom hlaup-
andi eftir veginum með kvísl
reidda um öxl, og það bullaði
í agablautum leðurskónum á
blautum veginum.
Hann skalf allur af kulda.
Þegar hann kom út að sand-
ströndinni sá hann greinilega
þangið, hvernig það sogaðist
aftur og fram við hin stöðugu
og jöfnu átök hafsins. Hann
rak upp lágt, snöggt fagnaðar-
óp, og stökk út í flæðarmálið,
fæturnir sukku í mjúkan sand-
inn upp að öklum.
„Lofaður sé guð!“
Febrúar var hálfnaður og
honum hafði ekki unnizt að
sækja þang og þara til að bera
í kartöflugarðinn. Ástæðan var
sú að hann hafði legið í inflú-
ensu í sex vikur, konan hans
var orðin veik af vosbúð og
harðrétti, sonur hans fjögra
ára lá fyrir dauðanum, enginn
eldiviður eftir, hvorki mjöl né
mjólk, og hefði það ekki verið
fyrir miskunnsemi nágrann-
anna, væru þau ugglaust öll
dauð .... en samt .... samt
varð að gera verkin ....
Það varð að safna þangi og
þara, og sá kartöflum, vegna
þess að vetur fylgir ætíð
hausti og haust sumri, og vetr-
inum kuldi, sjúkleiki og vos-
búð. Svipa fátæktarinnar sveið
honum á baki, og rak hann á-
fram niður að sjónum gegnum
hinn gljúpa sand. Hann
gleymdi konu sinni, syni og
sultinum, en kepptist við að
taka þang og þara á forkinn
og bera upp á sandölduna.
Hann varð ákafari og ákafari,
og hann nísti tönnum af kulda.
Hið eina sem hann hafði í
huga var ávöxtur jarðarinnar,
sem sá skyldi, og hin skelfi-
lega svipa hungursins, ógn og
skelfing fátækra, sem ætíð
bíður þeirra á næsta leiti,
minnir á harðræðin sem í
vændum eru, og knýr þá til að
brjótast gegnum hvert erfiði
og hverja þraut.
Fleiri komu frá þorpinu, og
allir voru að flýta sér, og allir
komu þeir niður í flæðarmál.
Þeir heilsuðu Derrane og
spurðu hvernig syni hans liði.
„Og ekki líður honum vel,“
svaraði hann. „Hræddur er ég
um að hann sjái ekki gras
gróa frarnar."
„Ó, miskunni honum María
mey,“ sögðu þeir dapurlega.
Því fátækir finna til með fá-
tækum.
Sólin kom upp. Dagsljósið
skein um landið, á ströndina
og sjóinn. Fuglarnir vöknuðu
og fóru að kvaka unaðslega
um allt heiðloftið. Rauður þar-
inn, breiddist til þerris á
sandölduna, glóði eins og blóð
sem nýrunnið er úr und og
sól skín á, en í baksýn var
dökkblár sjórinn, dauðakaldur.
Derrane hafði nú náð saman
talsverðu magni af áburði í
garðinn sinn, tíu hestburðum.
Hann sneri heim. En af því
að hann var hvergi nærri bú-
inn að jafna sig eftir veikind-
in. var honum óhægt um gang
á veginum. Saltur sjórinn
hafði rifið af lærunum á hon-
um. Og nú sá hann fyrir sér
hve ömurleg heimkoman yrði,
sorg og sútir og opin gröf . . .
Húsið hans var efst í þorp-
inu, það var lágt hús langt,
með hvítþvegnum veggjum,
stráþakið var snyrtilegt, og eins
var um að litast í garðinum,
litlir grænir runnar spruttu
upp við húsveggina. Það var
þrifnaðarfólk, sem þarna átti
heima, bæði bóndinn og hús-
freyjan. En fátæktin hlífir
engu ... í eldhúsinu var eng-
inn nema nágrannakona sem
sat á stóli fyrir framan móeld,
og var að reyna að láta sjóða
á katlinum. Hún heilsaði hon-
um hvíslandi.
„Hvar er Birgitta?" sagði
hann.
„Hún fór út til að sækja
mjólkurleka út í teið. Það er
búið að bera á borð í stóru
stofunni. Farðu innfyrir. Nú
sýður á katlinum. Hún er al-
veg að koma.“
En hún leit ekki á hann.
Hann stóð kyrr, kom ekki
upp orðunum, en horfði á
hurðina að herberginu þar sem
sonur hans lá.
„Er .. . er nokkur breyting?"
sagði hann dauflega.
Hún hristi höfuðið.
„Farðu ekki innfyrir," sagði
hún aftur og benti á dyrnar að
stóru sofunni.
„Ég ætla að fara og sjá
hvort . . .“, sagði hann.
„Nei, gerðu það ekki,“ sagði
hún, og þaut upp af stólnum.
„Hann sefur og bú hefur ekk-
ert gott af að sjá hann. Farðu
og setztu við borðið."
Konan kom inn með litla
fötu undir svuntunni. Þetta var
smávaxin kona kringluleit,
með stór blá augu galopin og
starandi, eins og hún væri að
skoða eitthvað skelfilegt, sem
hún skildi ekki. Þau horfðu
hvor^ á annað, maðurinn og
konan, en hvorugt sagði orð.
Þau þurftu þess ekki. Það
nægði þeim að horfast í augu,
þá vissi hvort um sig hvað
hinu bjó í hug, svona einlægt
var samlyndi þessara hjóna.
Hann gekk inn í stóru stof-
una með beygðu höfði. S’ðan
fór hann úr hverri spiör. Ekki
var á þeim burr bráður. Hún
fékk honum þurr föt. Hann fór
í þau og settist við borðið. Hún
settist ekki, því það var ekki
til brauð nema rétt handa hon-
um og þó varla. En samt skipti
hann brauðinu í jafna hluta
og bauð henni annan helming-
inn.
„Ég vil það ekki,“_sagði hún.
„Borðaðu það allt. Ég er ekki
svöng.“
Hann horfði á hana feimnis-
lega. Hún stóð við borðið og
var að drekka te úr bolla, og
horfði út um gluggann. Og
þegar hann sá hve tekin hún
var í andliti, og hve rauðar
hendurnar, sem voru svo fall-
egar fyrir tveimur árum, kom
upp í honum gremja til slíkr-
ar veraldar. Guð hjálpi okk-
ur! Sá sem brotizt gæti út og
brotið af sér hlekkina, brotið
allar hindranir, í stað þess að
vera harðfjötraður af fátækt,
magnþrota, yfirunninn, varn-
arlaus, bundinn, bundinn með
þessum hræðilegu hungurs-
hlekkjum.
í stað þess fvlltust augu
hans af tárum. Hann reis upp
og tók utan um hana.
„Borðaðu betta, Birgitta,"
sagði hann þýðlega. „Á meðan
guð leyfir okkur að vera sam-
an kemur allt í hendi.“
Hún sneri sér að honum,
hjúfraði sig að brjósti hans og
fór að gráta.
„Hætt.u að gráta, elskan
mín,“ sagði hann. „Það er ekki
til neins.“
„Fyrirgefðu mér,“ sagði hún
og þurrkaði af sér tárin. ,,En
ég er orðin alveg uppgefin, og
nú á ég að missa hann, litla
barnið mitt, hvers vegna á ég
að missa liann?"
„Hættu, elskan mín. Hættu.
Guð er miskunnsamur.“
Hann fór að borða brauðið.
Svo fór hann og náði i hestinn
sinn og reið út að ströndinni.
Hesturinn var viljugur. hann
frísaði og bar hátt makkann.
en bó skalf hann allur af
kulda, en fjörið var vfirsWk-
ara, því á vorin færist fiör
í hvert dýr, og kæti. Og Pat-
rick sat aftur á lend hestsins,
þungt hugsandi, hjartað í
brióstinu kalt og hart af sorg.
að korpa öllu banginu og bar-
FrambnM á B5 síðu.
JÓLABLAÐ - 19