Þjóðviljinn - 24.12.1965, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 24.12.1965, Blaðsíða 24
ILLKYNJAÐUR DRAUGUR þann sið að koma og spangóla undir glugganum hjá James. þegar sá síðarnefndi þurfti að vinna. James var vanur að sinna hvuta ekki eins lengi og hann taldi sér fært, en þegar ýlfrið keyrði úr hófi fram, þaut hann vanalega út í glugga og sá þá kvikindið standa á afturfótunum fullt eftirvænt- ipgar með stein í munni. Snati var að viðbættum öðrum greindarskorti haldinn þeirri á- stHðu að sækja steina, og á fyrsta degi hafði James af misskilinni . góðvild hent ein- um fyrir hann. James hafði ekki hent fleiri steinum upp írá því, heldur öllu því, sem hendi var næst í vinnustofunni, og garðurinn var þakinn furðu- legustu hlutum, allt frá eld- spýtnastokkum upp í gipsmynd af Jósef hinum unga á flótta undan konu Pótifars. Og enn ýlfraði Snati — bjartsýnis- hundur fram í rauðan dauð- ann. James var önugur og snúinn, og ýlfrið í Snata hafði svipuð áhrif á hann og krafsið á hurðina hlýtur að hafa haft á Lester Gage. Hljóðlaust. líkt og hlébarði, leið hann að skrif- borðinu, tók úr skúffunni gamla postulínsdollu og lædd- ist að glugganum. Sem hann nú Iæddist að glugganum, heyrðist rödd segja fyrir utan: — Farðu, hvuti, farðu hvuti! og á eftir fór hundgá. sem ber- sýnilega átti upptök sfn í bark- anum á Snata. Snati var af blönduðum kynþætti, en átti kolabít einhversstaðar í ætt- inni. I þá ættina sór hann sig nú. James gægðist út. Á hlaðinu stóð bláklædd stúlka. Hún hélt í örmum sér litlu hundkríli og reyndi að ver'jast árásum þorp- arans Snata. Snati hafði numið þar staðar í greindarþróuninni, þegar hann hélt, að sköpunar- verkið allt væri gert til þess að hann gæti étið. Kjötbiti, bein eða stígvél .— allt var þetta éitt og hið sama fyrir Snata. Þarna var það og því átti að éta það. Hann hafði meira að segja gert til þess vasklega tilraun að éta Jósef á flótta undan frú Pótífar, og það var bersýnilegt, að hann taldi hundkrílið í örmum stúlkunnar ekkert annað en góðan aukabita fram að mat. — Snati! þrumaði James. Snati leit kurteislega um öxl með augum, sem Ijómuðu af húsbóndahollustu, dinglaði róf- unni og hélt áfram að hrella hinn hundinn eins og ekkert hefði í skorizt. — Ó, hjálpið mér, hrópaði stúlkan. Þessi stóri, grimmi hundur er að hræða aumingj- ans litla Tótó minn. Það fer ekki alltaf saman, að bókmenntamenn séu fram- kvæmdamenn, en reynslan hafði þrautþjálfað James í að umgangast Snata. Augnabliki síðar var Snati horfinn fýrir horn, eftir að hafa fengið gips- myndina af Jósef í rifbeinið, James var þotinn út um glugg- ann og stóð nú augliti til aug- litis við stúlkuna. Hún var alveg óvenjulega fögur og yndisleg þar sem hún stóð undir róstrunnanum og blærinn lék um gullinn lokk, sem hafði villzt undan litla, sæta hattinum hennar. Augun voru djúp og blá, og roða sló á andlitið. Reyndar var óþarfi að spandera þessu öllu á Jam- es. Hann var á móti kvenfólki, sérstaklega ungum, tágrönnum og yndislegum stúlkum. t— , Vilduð þér hitta ein- hvern? spurði hann stífur. — Mig langaði bara að sjá húsið, svaraði stúlkan, ef það er ekki of mikið fyrir því haft. Mig langar SVO að sjá her- bergið þar sem ungfrú Pinck- ney skrifaði bækurnar sínar. Það er hérna sem Leila J. Pinckney bjó, er það ekki? — Jú, ég er frændi hennar. Ég heiti James Rodman. — Ég heiti Rósa Maynard. James vísaði veginn inn 1 húsið og hún hrópaði upp yf- ir sig af fögnuði, þegar inn i herbergið kom. — Ó, hvað þetta er yndislegt, sagði hún. Svo þetta var vinnuherbergið hennar? — Já. — Það hlyti að vera dásam- legt fyrir yður að hugsa í svona herbergi, ef þér væruð rithöfundur líka. James hafði að vísu ekki mikið álit á bókmenntasmekk kvenfólksins, en eigi að síður brá honum illilega, — Ég er rithöfundur, sagði hann kuldalega, ég skrifa leynilögreglusögur. — Vafalaust viljið þér álíka bókmenntir og hún frænka mín framleiddi. — Ó, ég ELSKA sögurnar hennar hrópaði stúlkan og spennti greipar í hrifningu. Gerið þér það ekki líka? — Nei, ekki get ég nú sagt það. — Hvað þá? — Þær eru eins og epla- mauk, sagði James þungur, bara væmið og yfirspennt vol- æðisþrugl, sem ekkert á skylt við raunverulegt líf. Stúlkan starði á hann. — Nú, það er einmitt það, sem er svo dásamlegt við þær, þær eru svo sannar! Þér finnst að þetta gæti allt saman skeð! Ég skil ekki hvað þér eigið við. Þau gengu nú eftir garðin- um. James opnaði fyrir henni hliðið og hún gekk út á göt- una. — Svo eitthvað sé nefnt, sagði James, neita ég að trúa því, að á undan giftingu ungs fólks fari óhjákvæmilega ein- hver stóratburður, sem bæði eigi hlut að. — Eruð þér að hugsa um SJÓMENN, Styðjið samvinnuhreyfinguna í baráttu hennar fyrir bættum lífskjörum almennings. B VERKAMENN, LAUNÞEGAR! Verzlið við samvinnufélögin. Gangið í samvinnufélögin. Di Gleðileg jól og farsælt nýtt ár, Þökkum viðskiptin á liðna árinu. Kaupfélag Suöurnesja Keflavík. 24 - JÓLABLAÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.