Þjóðviljinn - 24.12.1965, Blaðsíða 87

Þjóðviljinn - 24.12.1965, Blaðsíða 87
þegar foreldíar okkar fóru með okkur heim til skógar- varðarins lengst inni í skógi? Þar geng ég oft núna. Allt er með sömu ummerkjum. Þarna er víðirinn grannur og beinn eins og hann var, og jafnvel burknarnir eru ennþá eins stórir eins og þeir voru þegar við földum okkur í þeim. Og þegar foreldrar okk- ar fundu okkur, urðu þau svo fegin að þau gleymdu að skamma okkur, heldur tóku okkur í fangið og báru okkur út úr skóginum af því þau héldu að við værum svo þreytt. Manstu eftir þessu, Vladya? Ætli þú munir eftir þytinum í skóginum, sem við gátum hlustað á tímum saman þegar við vorum að ráfa um skóginn? Og fyrst ég er farin að tala um tré, viltu segja mér hvort þú manst eftir gömlu villtu espitrjánum, sem við sátum undir meðan við átum nestið okkar á morgnana og þetta brauð með hunangi á kvöldin, sem þú fékkst aldrei nóg af. Ég var svo nízk, að ég skipti á hunanginu og hnet- unum sem þú sóttir upp í hesliviðinn. Manstu eftir þessu? Nú eru þessar aspir orðnar miklu eldri og greinótt- ari, en hunangið er eins og það var, og hneturnar sjást úr rjóðrunum, en þú Vladya, kemur hingað ekki, nei, aldrei kemurðu framar. —“ Hann las ekki það sem á eftir kom, fyrr en seinna, held- ur fór hann aftur yfir upphaf- ið á bréfinu, og meðan hann las það, flökti bros um andlit- ið og gerði ýmist að dofna eða skýrast. Síðan tók hann aftur til þar sem frá var horfið, og las framhaldið á þessu góða bréfi frá þessari góðu konu. „Þú hlýtur að muna eftir her- berginu okkar systkinanna? Það var fremur lítið og vegg- irnir voru hvítir og glugginn sneri út að garðinum, þar sem mamma ræktaði lækningagrös sem ilmuðu svo vel? Manstu hvað mamma var þolinmóð að tala við nágrannakonurnar um veikindin og vandræðin hjá þeim, og hve vel henni tókst að lækna fölu og mögru börn- in þeirra með grasaseyðinu sínu? Börnin mín, Stach og Júlka, hafa sofið í þessu sama herbergi, og nú sefur Júlka þar. Veggirnir eru hvitir enn- þá, og glugginn snýr út að garðinum og í honum rækta ég lækningagrös. Fyrir skömmu fann ég uppi á lofti lofti tréhestinn þinn, sem þú fékkst í jólgjöf, og ég setti hann út í horn í herberginu. Ég gerði það til minningar um þig, því þó þú sért á lífi, ertu samt horfinn okkur —“ Höndin seig með opnu bréf- inu, augun leituðu út í blá- inn og hann hristi höfuðið. Svo hélt hann áfram: „Og manstu eftir gömlu fóstru okk- ar, henni Kachenka Holubova? — Manstu hvað mikið hún kenndi okkur af spakmælum og málsháttum, og þó að hend- urnar á henni væru dökkar og hrjúfar, gat hún tekið svo notalega á okkur, þegar hún var að klæða okkur og greiða. Hún var svo góð í sér og henni þótti svo vænt um okkur, blessaðri gömlu konunni. Hún fóstraði Stach og Júlka, fyrir mig, og var hjá okkur meðan hún lifði, og svaf í kompunni, manstu, þar sem vant var að geyma eplin til vetrarins, — glugginn sneri út að bjarkar- lundinum. Ég þori að ábyrgj- ast að þú hefur ekki frétt látið hennar. Hún dó í fyrra og hún var að tala um þig í banaleg- unni. Rétt áður en hún dó, sagði hún: Hefur Vladya nokk- uð skrifað? Æ, hann fór burtu. Guð blessi hann! Við jörðuð- um hana í okkar garði rétt undir furulundinum. En aldrei kemur þú að sjá gröfiná m- ar! — — “ Aftur seig höndin sem hélt á bréfinu niður á hnén, og hann sat hugsi og vissi evki af sér. Og hver, sem hefði séð hann, af þeim sem þek’:tu hann frá skrifstofunni, klúbbn- um eða leikhúsinu, hefði orðið hissa. Hann sat álútur, og hak- an nam við brjóstið, augun voru dimm og starandi, ennið REYNIÐ ÞESSAR FRÁBÆRU JURTA- BOLLUR 175 gr Jurta-smjörlíki 1/2 I mjólk 175 9r hveiti (sigtað) V< tsk salt 2 tsk sykur 4-5 egg (eftir stærð) Hitið mjólkina og Jurta-smjörlíkið að suðu- marki, setjið hveitið, sykurinn og saltið í og hrærið mjög vel. Deigið kælt, látið í skál og eggin látin í, eitt og eitt, hrært vel á milli, Setjið deigið með skeið á vel smurða plötuna. Bakist í 45 mín. við góðan hita (375° F eða 190° C). Varizt að opna ofninn fýrstu 35 min. Sem fyllingu í bollurnar má nota t.d. rjóma og sultu, rækju jafning eða. salat og ís. í JURTA-smjörlíki eru notuð þessi hráefni: Fljótandi baðmullarfræsolía, hert jarðhnetuolía, hert kókosfeiti, kókosfeiti, soyabauna-lecithin, jurta-bindiefni, jurtalitur, undanrennuduft, salt, vatn, kartöflumjöl, sítrónusýra, bragðefni og A- og Dj-vítamín. í hverju grammi JURTA- smjörlíkis eru 30 einingar af A- og 3 einingar af Dyvítamíni. ______ jurta Allur bakstur betri með Jurta • • • þufið að • urta-smjörlíki • ,ð sannfærast * n gæði þess. J ÓLAbLAÐ - 87
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.