Þjóðviljinn - 24.12.1965, Blaðsíða 44
Jíhann Brager hefur fundið keltneska þjóðvísu:
Einn bóndi átti garð, og hann gróðursetti þar
greinarkorn af eplatré, sem fögur laufin bar.
Siðan komu þurrkar og sumur löng og heit.
Þó sótti hann vatn um langan veg til fjalla.
— Þolinmasðin þrautir vinnur allar.
En trylltur norðanstormnrinn tréð með rótum sleit.
Segðu mér það stúlkan mín, hvort viltu heldur vera
iðjusami bóndinn, sem entist til að bera
eplatrénu vatnið um sumardægrin heit,
eða stormurinn, sem eplatréð upp með rótum sleitP
Þá svaraði mœrin: Ég vildi ekki vera
vindurinn ólmi, sem tréð með rótum sleit,
og ekki heldur bóndinn, sem entist til að bera
eplatrénu vatnið um sumardcegrin heit.
En, 6, að ég vceri eplatréð í allri fegurð sinni
og angan, þar til stormurinn lýkur cevi minni.
Jóhann Brager er glaður.
Stoss forstjóri er líka glaður,
þegar hann fær óviðbúinn
pöntun um 500.000 þrílita
vörumiða. Þessi keltneska
þjóðvísa minnir Jóhann á mið-
aldakvæði frá Estramadura og
tvær slavneskar vísur nokkru
yngri.
Eitt kvöld gengur Jóhann.
eins og hann er vanur, eftir
Vilhelmsstræti á leið til Elsu.
Hann ætlar að segja henni frá
þessum happafundi. Hann taut
ar við sjálfan sig: „— grein-
arkorn af eplatré. sem fögur
laufin bar —“.
Hann rekst á fólk, sem hann
mætir. Það er að flýta sér
heim frá vinnu sinni. Það hefur
verið önnum kafið við prent-
vélamar eða búðarborðin, við að
selja illa þefjandi loðkápur.
Sumir hafa bólgna fætur og
hlakka til að setja á sig inni-
jskó og hlusta á nýjustu Char-
lestonlögin í útvarpinu. Allir
ganga auðvitað hægra megin á
gangstéttinni, nema Jóhann
Bráger. Bjáni er maðurinn, að
geta ekki verið réttu megin.
Jóhann gengur yfir torgið
„— En trylltur norðanstorm-
urinn tréð með rótum sleit —“.
Þetta er fallegt kvæði. Elsa
hefur sjálfsagt gaman af því.
Jóhanni skrikar fótur á mis-
gengnum skóhælunum. Hann
heyrir ekki þjóta í bílhorninu,
sér ekki eldrautt stefnuljósið,
sér ekki gráðugar risaglyrnur
bílsins. Hann tautar: „Ó, að
ég væri eplatréð í allri fegurð
sinni —“. Og svo varð um-
ferðarslys, eins og það er kall-
að.
Lík Jóhanns Bragers er flutt
á lögreglustöðina. Stoss for-
stjóri er æstur. Vissulega er
Mercedesbíllinn hans óskaddað-
ur. En hann hefur tafizt um
stundarfjórðung. Hann varð að
sýna skilríki sín. Rétt eins og
það hefði ekki nægt, að hann
segði nafn sitt hérna í Leip-
zig! Tvisvar varð hann að
undirrita einhverjar skýrslur.
Hann hafði unnið svo kappsam-
lega í dag, að hann átti skilið
að fá að hvíla sig. Og hann-
sem var á leiðinni til Hótei
Astóría. Ef maðurinn var heym-
arlaus, átti hann að líta vel i
kringum sig. Hafi hann verið
biindur, átti hann að hafa
fylgdarhund í bandi, eins og
blindingja er siður. Hann hlýt-
ur að hafa verið geggjaður. Á
nafnspjaldinu stendur líka
j,Filosofie doktor". Ojá, sannur
heimspekingur! Með hugann
uppi í skýjunum. Og ekki er
að spyrja að lögreglunni í
Leipzig.
Bók Jóhanns Bragers, sem
aprílblað Fomfræðingsins sagði.
að kæmi út innan skamms
verður aldrei lokið. I hennar
stað koma aðrar bækur, Ekki
vantar prentsmiðjur í Leipzig.
Elsa fær aldrei að heyra kelt-
neska þjóðkvæðið um eplatréð.
Satt að segja var hún líka
ofurlítið farin að þreytast á
ljóðalestri Jóhanns. Villi í
Bankanum kann miklu sniðugri
vísur, til dæmis: ,,í lyftunni sá
ég Frissa í fyrsta sinn.“ Það
er nú vísa í Iagi og gott að
dansa eftir henni.
Mercedesbíllinn urrar á-
nægjulega. Eigandinn hefur
þvegið gljáandi aurhlffarnar.
Glóðaraugu bílsins höggva
geislafleygum inn í myrkrið.
Jóhann Brager er ekki lengur
til. Karlar og Villar spjara sig
í umferðinni. í gluggum nætur-
sala glitra litríkar líkörflösk-
ur. Ljósaauglýsing hátt í göt-
unni kynnir nýtt ilmvatn. Stoss
forstjóri hefur fengið pöntun
um 300.000 miða. Á þeim verð-
ur japönsk kona f gullbrydd-
um kímonó. Sú Ijóshærða bíð-
ur hans á Hótel Astóría. í
kvöld verður hún hans. Honum
finnst sem renni saman högg
bílvélarinnar og hjartsláttur
hans sjálfs, Sami þrótturinn.
Sami glæsileikinn. Við hverja
beygju verða þeir samrýmdari,
bíllinn og hann.
Klukkustund síðar situr Stoss
forst. yfir tæmdri champagni-
flösku. Hann rekur upp snöggt
hljóð, líkast bílöskri. Stúlkan
náfölnar. En f brjósti Stoss
forstjóra slær fjörutíu hestafla
mótor. Augu hans verða hvöss
og köld. Þau eru eins og kast-
Ijós — þessi voðasýn, sem birt-
ist Jóhanni Bráger á bana-
stundinni.
Tómasarkirkjan í Leipzig, þar
sem Jóhann Sebastían Bach
starfaði um árabil sem organ-
isti og kantor.
Á VEGUM ÚTI