Þjóðviljinn - 24.12.1965, Blaðsíða 37
asta, fólkið naut þess, að .hirð-
in í Napólí hafði á sér ninn
mesia glæsibrag, svo að þang-
að sóttu auðugir aðalsmenn
hvaðanæva úr Evrópu. Allt
fylltist af Englendingum. svo
að jafnvel mátti ná saman
völdum cricketliðum til keppni.
Þegar herir Napóleons lögðu
undir sig norðanverða ftal-
íu, þá afréð Ferdinand að halda
liði sínu gegn honum, en hon-
um vai'ð hált á því. Hann beið
ósigur í orustu í desember 1798
og varð að flýja til Sikileyjar.
En Frakkar lögðu undir sig
Napólí og stofnuðu Parþenópu-
lýðveldið. sem reyndar átti
hvorki langa né merkilega ævi.
Sex vikum síðar stefndi Ruffo
kardínáli hinum illræmda ,.san-
fedisti" sínum frá Kalabríu og
brytjaði niður hina lýðveldis-
sinnuðu sem fagnað höfðu komu
Frakka. Ruffo kardínáli hafði
stuðning Nelsons flotafoi'ingja,
en hann var um þetta
leyti mjög vikaliðugur Bour-
bonahirðinni, því að Emma
Hamilton var f miklu vinfengi
við drottninguna.
Frakkar tóku Napólí að nýju.
og þegar Ferdínand loksins
náði ríki sínu aftur árið i815,
var hugsunarháttur almennings
orðinn mjög breyttur, og kunni
Ferdínand ekki önnur ráð við
kröfum manna en að halda öi!u
niðri með skefjalausri harð-
ýðgi. Stjórnarskrá fékkst ekki
og hverjum sem mótmælum
hreyfði var umsvifalaust varp-
að í fangelsi. Eftirmenn tians
á konungsstóli. Franz og Ferd-
inand annar, voru engu betri,
og Bretum og Frökkum blöskr-
uðu svo aðfarirnar, um miðja
nítjándu öld, að þeir kölluðu
sendiherra sína heim og Glad*
stone fór hinum hörðustu
orðum um stjórnarfyrirkomu-
lagið. Þó varð Ferdínand annar
til þess að gera fyrstu járn-
braut á Italíu og fyrstu stál-
smiðju. en óánægjan fór vax-
andi og þegar hann gaf að 'ok-
um stjórnarskrá árið 1859 þá
var það of seint. Garíbaldi var
kominn á kreik. Hann hélt s'g-
urgöngu sína inn í Napólí 7.
september 1860 og steypti Bour-
bonum endanlega af stóli og
sameinaði Italíu
Þannig hvarf þetta konungs-
ríki út' sögunni, og mikil
höfuðborg varð nú ekki annað
en aðalborg eins skika lands-
ins. Napólí mátti lækka seg'in
og græddi lítið á sameiningu
landsins. Iðnaðurinn sem Bour-
bonar höfðu efnt til þreifst ekki
en Norður-Italía tók forustuna
í þeim efnum. Höfnin, sem tð-
ur var miðstöð viðskipta við
heilt konungsríki, varð nú eft-
Irbátur Genúa. Napólf stóð í
stað, afskipt og gleymd, en N-
Italía tók stórstígum framfór-
um.
Avíð og dreif um þessa fornu
borg má sjá hin og þessi
minningarmerki sögunnar. —
Hérna er rómverskur múrvegg-
ur, þarna klaustur frá tímum
Normanna, gotnesk bogagöng,
hlið í barokkstíl. Niðurskip-
an og byggingarstíll er án sam-
ræmis og um samhengi í þróun-
inni eða eðlilegt framhald lef-
ur ekki verið að ræða, heldur
hefur hver öld elt þá tízku sem
þá var.
Napólíbúar nútímans skeyta
lítið um forna sögufrægð.
Tími Grikkja, Rómverja,
Frakka, Bourbona og jafnvel
síðari heimsstyrjöld er fallin
í gleymsku. Þeir hafa tamið sér
að meta fortíðina lítils og
vænta sér lítils af framtíðinni
og hugsa mest um líðandi
stund. Landið hefur oft verið
hersetið og kúgað, fólkið er
hviklynt og óáreiðanlegt í við-
skiptum. Ekki eru Napólíbúar
niðurbeygðir heldur glaðlyndir,
þeir bera mátulega virðingu fyr-
ir stjórnsemi og ríkisvaldi.
Þegar borgarstjórinn var rekinn
árið 1958 fyrir sjóðþurrð, sem
nam einum þúsund miljónum
króna, höfðu borgarbúar helzt
gaman af því hve vel honum
hefði tekizt að fara í kringum
yfirvöldin í Róm. Þetta var í
fimmtánda sinn á fimmtíu ár-
um sem stjórnin hafði orðið að
afsetja borgarstjórnina í Nap-
ólí.
Ahugasamur ferðamaður finn-
ur í Napólí ýmislegt annað
en hina vanabundnu ferða-
áætlun um Caprí, Pósítano,
Pompeii og mandólínspilið. Hjá
almenningi má kynnast hjátrú
og ævintýrum, sögum og sögn-
um. I hringiðu borgarinnar er
margra kosta völ, þar er flóa-
markaður, þar er svartimark-
aður og dýrimarkaður. Þarna
eru andstyggilegustu fátækra-
hverfi í allri Evi'ópu. Padro
Borelli hirðir munaðarleysingj-
ana upp af götunni og kemur
þeim fyrir í Urchinahöllinni.
Camorra, gamli leynifélagsskap-
urinn hefur tök sín á helm-
ingnum af allri verzlun í borg-
inni. Þarna eru óviðjafnanlegir
fjársjóðir af, listaverkum, en
einnig mesta glæpabæli á allri
Italíu. Utsýnið er dásamlegt, en
tugir þúsunda ganga atvinnu-
lausir. Sagnfræðingur frá Nap-
ólí hefur sagt að óvíst sé hvort
fleira sé þar af kirkjum eða
hóruhúsum, en víst er margt af
hvorutveggja. Fornar grískar
venjur móta líf og siði, spænsk
og frönsk orð eru enn í mál-
inu.
(Þýtt og endursagt).
BISKUPASÖGUR
Sænski erkibiskupinn Nath-
an Söderblom, sem dó árið
1931, var með afbrigðum vin-
sæll maður. Margar sögur voru
sagðar um kímni hans, en eink-
um vakti það athygli, að hann
brást oft öðruvísi við en aðrir
menn mundu hafa gert, þegar
eitthvað óvænt bar að hönd-
um. Hann var á yngri árum
sínum sjómannaprestur í Dun-
kirke. Gamall, sænskur sjó-
maðui' sagði einu sinni fr’á
því, að hann hefði komið til
Dunkirke á þeim árum, sem
Söderblom var þar, og verið af
sérstökum ástæðum dapur í
huga. Datt honum þá í hug að
ganga í sænsku sjómannakirkj-
una, því að þetta var á sunnu-
degi.
Enginn maður var í kirkj-
unni, þegar hann kom inn. og
fleiri komu ekki. En eftir all-
langa bið kom presturinn
messuklæddur. Sjómanninum
þótti ekki ólíklegt, að prestur-
inn mundi yrða á hann, úr
því að hann var einn, ræða við
hann litla stund, og fara síðan.
En presturinn virtist ekki
skeyta því neinu, hvort kirkjan.
var þéttskipuð eða tóm. Hann
þjónaði fyrir altari og blessaði
,,söfnuðinn“, las bænina, sté í
stólinn flutti langa ræðu, og
gekk fyrir altarið á ný. Hann
sleppti engu atriði úr guðsþjón-
ustunni, og að henni lokinni
gekk hann út, án þess að yrða
á manninn.
önnur eins virðing sagði sjþ-
maðurinn að sér hefði aldrei á
ævinni verið sýnd.
Einhverju sinni kom lítil
dóttir biskupsins til hans og
sagði.
, Fólk segir. að ég sé falleg.
Er það satt. pabbi?“
Biskupinn svaraði: ,,Já, það
er satt. En það gerir ekkert
til, ef þú ert góð.“
JÓLABLAÐ - 37