Þjóðviljinn - 24.12.1965, Blaðsíða 49
Tófustefna
(Margai' slikar særingar voru
hafðar í fyrri daga gegn skæð
um dýrbítum).
,,Stefni ég þér melrakki
lambaþiófur eða sauðaþjófur
að þú gerir mér engan skaða
á lömbum mínum eða sauð-
um eða nokkrum mínum kind-
um. Særi ég þig fyrir kraft
Þórs og Óðins. Og hvar þú
kemur nærri kindum mínum,
að það sem Satan gamli rifi
þig utan og innan ær og óð-
ur, öllum mætti. risti þig og
meiði, gorrefur hinn leiði
Bölvuð sért og sit, sauðbítur.
vertu bölvaður utan og innan
og f innstu æðar hiartans, og
bannfærður sértu af öllum
logandi vindum, og liði þig
sundur. Þú skalt refui rifna
sundur og rotna, og allur
máttur brotna, formælum þeir
er flestir spá. festist þér bölv-
uð á
Haf þú hvergi ró fyrr en eytt
hefur öllum kindum og fén-
aði þess, er þig af stað sendi,
ef af mannavöldum er heim
til mín rekin- mér og mínum
kindum tii skaða. En sértu
sjálfkrafa. þá kom ei nær
mínum kindum en sjötíu
faðma, þá næst kemur.—“
*
KÁUPFÉLAG HAFNFLWINGA
Starfrækir 5 matvöru-kjörbúðir í Hafnarfirði.
Sfrandgötu 28 Hringbraut 4
Hellisgötu 16 Sel^ogsgötu 7
Smárahvammi 2
Auk þess er matvara seld í
þremur kjörbúðarvögnum
sem aka um Hafnarfjörð, Garðahrepp og Álftanes.
KAUPFÉLAGIÐ REKUR EINNIG:
Vefnaðarvöru- og fataverzlun, Linnetsstíg 3
Byggingarvöru- og veiðarfæraverzlun, Vesturgötu 2
Raftækjaverzlun, Strandgötu 28.
Um 1000 fjölskyldufeður eru félagsmenn í
Kaupfélagi Hafnfirðinga.
HAFNFIRÐINGAR:
EFLIÐ SAMTÖK NEYTENDA. — VERZLIÐ VIÐ
KAUPFÉLAGIÐ. — GERIZT FÉLAGSMENN í
KAUPFÉLAGINU.
KAUPFÉLAG HAFNFIRÐIM6A
JÓI.AB L Aí» — 49