Þjóðviljinn - 24.12.1965, Blaðsíða 94
Gata
í
Gatan krýpur í höm, nöktu
gráu baki við morgunkælunni.
Hún er gauðslitin af óteljandi
fótaförum og hulin ló af ryki.
í húsin eru óteljandi brestir
og rifur, fullar af fitugu sóti
úr reykháfum verksmiðjanna.
Rúðurnar eru rykugar og
svartar af sóti, sem regnvatnið
hefur gert sér geilar í til að
renna um. Það leggur þef af
húsveggjunum, þef af benzíni
og gömlum óhreinindum, og
að innan eru húsin gegnsýrð
af matarþef og mannaþef.
Eymd og neyð seytla út um
rifurnar í rúðunum og brestina
í veggjunum. Og að húsabaki
frýs sorpið í sorptunnunum
á veturna og gerjast með mikl-
um þef á sumrin, en rotturnar
éta sér til óbóta af þessum úr-
gangi.
í götu þessari, sem er tæp-
lega sjö hundruð metrar á
lengd, eiga tíu þúsxindir
manna heima. Stigarnir í hús-
um þessum eru háir og mjóir,
og á hverjum palli eru dyr
94 — JÓLABLAÐ
með mörgum nöfnum. Hverju
húsi fylgir einn, tveir eða þrír
eða jafnvel fjórir húsagarðar,
og hver háaloftskompa og hver
kjallarasmuga virðist álitin
vera hæfilegur dvalarstaður
og híbýli fyrir mennska menn,
því ekkert af þessu stendur
autt. I sérhverjum niðdjúpum
húsagarðinum eru sorpgeymsl-
ur, salerni og þvottasnúrur
handa öllum þeim múg manns,
sem í húsinu býr. Allan dag-
inn kveða við gól og læti í
börnunum, en þegar náttar er
djúp þögnin rofin af tisti
rottuunganna og vart heyran-
legu þruski, er þeir taka undir
sig_ stökk.
Á morgnana eiga fátækling-
arnir götuna. Fyrstar koma
konurnar. Þetta eru lúnar kon-
ur, sem hafa elzt fyrir tímann.
Æðarnar á fótum þeirra hafa
bilað af áreynslu og sprungið,
hnyklast í hnúta. Fætur þeirra
eru skemmdir og bæklaðir af
of miklum stöðum og gangi í
vondum skóm. Hendurnar
rauðar og hrjúfar af kulda,
vatni og sápu. Bökin bogin og
skæld við árangurslaua leit að
hinni hægustu stöðu við erfið-
isvinnuna. Brjóstin slöpp og
sigin, kviðurinn framsettur af
of tíðum barneignum ög erf-
iði.
Síðan koma börnin, og eru
að flýta sér í embætti sín,
sendisveinaverkið, og það er
sama sagan: óharðnaður lík-
aminn beygist og afskræmist
af því að rogast með þungar
byrðar fyrir annað fólk, og af
því að vera stöðugt að reyna
að hjúfra öxlunum að brjóst-
inu til varnar gegn kuldanum.
Síðan glymur í vekjaraklukk-
unum hjá verksmiðjufólkinu,
körlum og konum. Karlmenn-
irnir eru lengi að vakna. þeir
hnipra sig í rúminu, ýta sér
fram úr og stíga fótunum
þunglamalega niður á gólfið,
sitja hálfbognir á rúmstokkn-
um. beriact við nð nudda stýr-
urr.Tr ú- ng aka úr
sér leifunum af hinum arg-
vítuga vinnulúa gærdagsins.
Konurnar eru fljótari til,
þær eru röskari í hreyfingum,
fara fyrr að heiman en karl-
mennirnir, því þær eiga eftir
að koma börnunum fyrir, ann-
aðhvort á dagheimili, barna-
garði, skóla eða þá á götunni
eða í húsagarðinum.
Og þá er dagur er um allt
loft, eru margir af íbúum tíu-
þúsund manna götunnar á bak
og burt. Samt ekki nærri all-
ir. Ekki gamalmennin, sem
vita ekki hvernig þau eiga að
stytta sér stundirnar, svo bæri-
legt sé, hálfsvöng og hálfkalt
og kvíðin fyrir nóttinni, því
þau mega búast við stuttum
svefni en langri vöku, með
þeirri spurningu að eilífu ó-
svarað, hvað orðið hafi af lífi
þeirra og erfiði um dægrin
löng. En ofar öllum vandamál-
um er hið óframúrráðanlega:
get ég látið jarða mig á sóma-
samlegan hátt? Sumir eru á
sveitinni eða almannatrygging-
unum, og hjá þeim snýst öll
umhugsun um hið sama: nú
á ég að láta skoða mig. Að
öðru leyti molnar tíminn og
grotnar og fólkið molnar og
grotnar. Fyrst eftir hádegi
standa jafnan nokkrir atvinnu-
leysingjar saman í hnapp í
porti nokkru. Þarna híma þeir
í klukkutíma, reykja og stúta
sig á sömu flöskunni. Þeir tala
saman hóglátlega og geta fram
úr engu ráðið, og samheldni
þeirra er heldur óeiginleg og
ekki laus við aðgát, ef ekki
tortryggni. Við og við heyrist
stakur hlátur. Og stundum
ljótt orðbragð. Yfir öllum
grúfir orðlaus örvænting yfir
því að vera ofaukið.
Þegar líður á daginn koma
ný andlit í ljós. Gráhvít nag-
dýraandlit með rottukjálka og
músaenni. Mórauðar eða grá-
svartar íkornatennur og ein-
staka með skarð í vör. Ennin
lág og breið og lúta eins og
viðbúið sé að þau stangi, en
augu undarlega árvökul. Þess-
ir menn spila biljarð eða flæki-
ast á knæpum og drekka öl
og vín, Sumir eru á eintaii og
eru að hvíslast á um heitt
silfur og þunga teninga, eða
hvað sem það nú kann að
vera. Sumir standa upp og
fara út, snúa sér að stúlkukind
sem þar er, með illyrmislegar
fyrirskipanir, en hún heldur
áfram eftir götunni, hægt og
seint eins og áður. Börnin leika
sér á götúnni á daginn óíg
fram á kvöld, en óðar en bau
stálpast fer svipuririn af barna-
leikjum, og í stáðirin : korna
laumuleikir í skúmaskotum og
gættum. Piltarnir sjá teikning-
ar á veggjum og inni á salern-
um, og þeir taka traustataki
á telpunum, fetta þær aftur-
ábak og fulhnúa um brjóstin
á þeim, stélast með hendurnar
fljótt og harkalega undir kjól-
faldinn, en bær æna upn yfir
Framhald á 95. síðu.