Þjóðviljinn - 24.12.1965, Blaðsíða 39
Leiðin, sem hjörgunarsveitin þurftí að íara aö og frá strandstaðn-
um, var ekki allstaðar sem greiöfærust.
sporin mín, skömmin þín“. E»á
steig nin fram af líka. Þær
fói-ust þar báöar. En hver gat
sagt söguna? Það veit ég ekki.
En svona er hún.
Þar næst er komið f djúpt
dalverpi, sem heitir Keflavík.
Þar var einu sinni bær. Nú er
þar slysavarnaskýli.
Svo tekur Látraheiði við. Þar
er Gvendarbrunnur og marg-
ar vörður. Þeir, sem fara heið-
ina í fyrstu, eiga að drekka
úr brunninum og hlaða vörðu
Annars villast þeir í næsta
skipti, segja munnmælin. Ég
drakk ekki úr brunninum og
hlóð enga vörðu. Við hröðuð-
um okkur. Veðurútlit var ljótt
Guðmundur góði fór víða
Sama sagan er sögð um Látra-
bjarg, Hornbjarg og Drangev,
sagan um það, þegar hann vígði
bjargið, og ljót loppa kom út
og hélt á saxi. Og dimm rödd
sagði: „Hættu að v'gja, Gvend-
ur biskup. Einhversstaðar verða
vondir að vera“. Óvígða svæð-
ið í Látrabjargi heitir Heiðna-
kinn.
Á Látrum voru um þetta
leyti átta býli. Nú hefur þeim
fækkað. Brattir hálsar girða
byggðina á þrjá vegu. Bjargið
sjálft er nokkru vestar og sést
ekki frá Látrum. En oft berst
það í tal. Hugurinn er bund-
inn við það. Þangað var frá
ómunatíð sótt björg í bú. Það
gaf og það tók. Og það tók
stundum helzt til mikið. Munn-
mæli segja, að þar hafi alls
hrapað nítján manns.
— — Það var 12. desember,
sem fregnin kom, að brezkur
togari væri strandaður undir
Látrabjargi. Þá fóru Látra-
menn, og aðrir þar úr Víkun-
um, út á Bjarg. Þar á meðal
voru tveir drengir, fjórtán og
fimmtán ára.
Björgunarmennirnir lögðu af
stað klukkan sex að morgni
með björgunartækin á hesti.
Síðan fréttist ekkert, þar tii
fjórtán ára drengurinn var
sendur heim til að sækja fatn-
að og mat. Þá hafði skipshöfn
togarans verið bjargað, hálfri
upp í fjöru og hálfri upp á
syllu, sem kallast Flaugarnef.
Vistirnar, sem björgunarmenn-
irnir höfðu haft með sér, voru
skildar éftir handa skipbroís-
mönnunum í fjörunni. En þeir,
sem á Flaugarnefninu voru,
áttu að fá mat að heiman.
Við vorum að koma úr skól-
anum, þegar konurnar voru í
óða önn að búa út nestið. Ekki
þótti ráðlegt að fara með hesi-
inn. Nú var kominn hláka,
aurar og bleytusnjór. Þoka var
dimm, og rökkrið nálgaðist. Ein
af húsfreyjunum, Sigríður Er-
lendsdóttir, ferðbjó sig í
skyndi, og tók með sér dóttur
sína, Ölöfu, fimmtán ára. Ég
slóst í förina. Með okkur var
piltur frá Kollsvík og Árni
drengurinn. sem sendur var
heim. Við bárum sinn pink-
ilinn hvert, Sigríður réð ferð-
inni. Hún sagðist mundi rata,
þessa leið hefði hún farið dag-
lega á hverju vori, þegar hún
var ung.
Ekki kom til mála að fara
bjargbrúnina. Þar ganga inn
víkur og skorur hér og þar,
og auðvelt er að ganga fram
af í þoku og myrkri. Við fór-
um beint á strandstaðinn, tíu
kílómetra leið.
Við gengum urð og krapa-
snjó. Þokan var dimm, og mér
fannst hver steinninn öðrum
líkur. Allt í einu þóttist ég
sjá mikla, samfellda fönn
framundan og undraðist það,
því að víða var nú orðið autt,
„Þetta er mikil fannbreiða“,
sagði ég.
Sigríður sneri sér að mér:
Það er „hvinið'*, sagði hún.
Ég hafði aldrei heyrt þetta
orð, en skildi, að það var
bjargbrúnin. Sigríður var kom-
in þráðbeint á strandstaðinn.
Menn komu í ljós á brún-
inni og nálguðust okkur f
hvítri þokunni.
Það var Halldór, fimmtán
ára drengurinn, sem óðar
bauðst til að síga niður á syll-
una. Pinklunum okkar var
hlaðið utan á hann. Hann fór
í vaðinn og hvarf fram a£
brúninni. Þetta var ekki loft-
sig. Hæðin er 120 metrar nið-
ur á sylluna. Auðvelt var það
ekki. Klukkutíma tók förin. Þá
kom hann í ljós við brúnina,
en talaði lítið um ferð sína.
Þokan féll eins og veggúr upp
að bjarginu. og ekkert sást
niður
Við fórum öll heim, sem á
Björgunarmenn lyfta einum
skipbrotsmanna á hestbak.
JÓLABLAÐ — 39