Þjóðviljinn - 24.12.1965, Blaðsíða 27
ILLKYNJAÐUR DRAUGUR
ið býst ég við. Nú, það er allra
fallegasta veður. Ég get eins
vel skroppið úteftir og látið
hann gefa mér að éta.
*
Þegar McKinnon kom á bif-
reið sinni að krossgötunum um
það bil mílu vegar frá Unaðs-
lundi, tók hann eftir manni,
sem stóð við veginn og veifaði
í ákafa. Hann stöðvaði bílinn.
— Gúda, Rodman.
— Guði sé lof að þú komst,
sagði James. McKinnon fannst
ungi maðurinn líta illa út, föl-
ur og gugginn. Væri þér sama
þótt við gengjum það sem eftir
er leiðarinnar? Ég þarf að tala
við þig.
McKinnon steig út úr vagn-
inum og James hresstist allur
við það eitt að horfa á mann-
inn. Þetta var ákveðinn, harð-
soðinn maður, og viðskiptavin-
ir hans voru vanir að snúa sér
undan, þegar þeir sömdu við
hann, svo þeir héldu þó að
minnsta kosti flibbanum. Til-
finning var engin til í þessum
manni. Kvennasíðuritstjórar
höfðu árangurslaust reynt að
beita gegn honum kvenlegri
fegurð sinni og komið fyrir
ekki. Margur útgefandinn hafði
vaknað æpandi í rúmi sínu,
eftir að hafa dreymt það að
hafa undirritað samning við
McKinnon.
— Jæja, Rodman, sagði hann,
Prodder & Wiggs hafa fallizt
á skilmálana. Ég ætlaði ein-
mitt að fara að skrifa þér, þeg-
ar ég fékk skeytið. Ég þvarg-
aði lengi við þá en nú er þetta
klappað og klárt: 20 prósent.
sem hækkar í 25, og 200 punda
fyrirframgreiðsla á höfundar-
launum á útgáfudegi.
— Gott, sagði James annars
hugar, gott! McKinnon, manstu
eftir frænku minni, Leilu J.
Pinckney?
— Hvort ég man. Ég var
umboðsmaður hennar allt
hennar líf.
— Auðvitað. Þú manstu
hverskonar vellu hún var vön
að skrifa.
— Enginn rithöfundur. sagði
McKinnon ströngum róm, sem
þénar 20 þús. sterlingspund á
ári. skrifar vellu.
— Nú. en þú þekkir að
minnsta kosti efnið.
— Enginn betur.
— Þegar hún dó arfleiddi
hún mig að fimm þúsund
pundum og húsinu sínu, sem
heitir Unaðslundur. Ég bý þar
nú. McKinnon. trúir þú á
draugahús?
— Nei.
-t Samt fullyrði ég það. að
það er draugagangur í Unaðs-
lundit
— Gengur frænka þín aftur?
spurði McKinnon undrandi.
— Það er andi hennar, sem
svífur yfir vötnunum. Húsið
er útbíað af illum áhrifum;
það liggja rómantísk eiturefni
í loftinu.
— Svona, svona! Enga vit-
leysu nú.
— Þetta er engin vitleysa.
— Þú ætlar þó ekki i alvöru
að segja mér . . .
— Nú, hvernig skýrir þú
annars þetta? Bókin, sem þú
minntist á, þessi sem Prodder
& Wiggs ætla að gefa út,
Leyndardómarnir níu. 1 hvert
einasta skipti, sem ég sezt nið-
ur við skriftimar, er stúlka að
reyna að læðast inn.
— Inn f herbergið?
— Inn f söguna.
— Þú átt ekki að hafa neina
ástarsögu i þínum bókum,
sagði McKinnon ákveðinn, það
tefur morðin.
— Veit ég það Sveinki! Og
dag út og dag inn berst ég við
að halda þessum déskotans
kvenmanni í fjarlægð. Þetta
er hræðilegur kvenmaður, syk-
ursæt og brosir glettnislega.
Síðast í morgun reyndi hún að
sletta sér fram í það þegar
Lester Gage hefur verið plat-
aður ofan í holu holdsveiki-
glæpamannsins.
— Nú lýgurðu!
— Betur að satt væri! Ég
varð að endurtaka þrjár blað-
síður áður en ég losnaði við
hana. Og það er nú ekki það
versta. Veiztu það. McKinnon,
að á þessari stundu lifi ég
sjálfur eitt ævintýrið úr bók-
KAUPFÉLAG HÚNVETNINGA
SÖLUFÉLAG A-HÚNVETNINGA
Blönduósi.
Öskum öllum viðskiptavinum gleðilegra jóla
og góðs og farsæls nýárs og þökkum við-
skiptin á liðna árinu.
Ý Höfum allar algengar neyzluvörur á hoíí«fólum
M U N I Ð : Samvinnnuverzlun tryggir yður
^ sanngjarnt verð.
Kaupfélag
Borgarfjaröar
Borgarfirði eystra.
$ ÓLABLAÐ — 27