Þjóðviljinn - 24.12.1965, Qupperneq 78
jfpurdi sá sem ekki vissi.
Hann sá þetta allt í him-
nesku ljó&i núna. Hann ætlaði
sér ekki að láta að vilja „þeirra'’.
Þeir gátu, virðulega talað, et-
ið það sem úti fraus.
Fullur hugrekkis gekk hann
heim á leið. Hávaxinn, her-
mannlegur maður skauzt úr
ripsberjarunnunum.
— Nú? spurði Carteret höf-
uðsmaður.
— Nú? spurði James.
— Má ég óska þér til ham-
ingju?
Þótt skömm sé frá að segja,
fór James allur hjá sér. Þetta
var ekki eins auðvelt og hann
hafði haldið.
— Nú — það er að segja ...
1 augum höfuðsmannsins
birtist það sem Skandínavar
voru vanir að kalla sænska
stálið, kalt og miskunnarlaust
augnatillit, sem vafalaust hafði
valdið hermönnum hennar há-
tignar ólýsanlegri skelfingu.
— Þú hefur ekki enn beðið
Rósu?
— Eh — það er að segja —
nei.
Og enn varð sænska stálið
biturra:
— Rodman, sagði höfuðs-
maðurinn, — ég hef þekkt
þessa stúlku frá því hún var
svona lítil. Árum ^aman hefur
hún verið mér allt. Faðir henn-
ar dó í örmum mínum og 1
andaslitrunum bað hann mig
að sjá til þess, að litlu elsk-
unni hans væri borgið. Ég hef
hjúkra bessari litlu stúlku f
mislingum, kvefi og jafnvel
rauðu hundunum — og ég á
mér það takmark eitt í lífinu,
að hún verði hamingjusöm. Hér
gerði delinn kúnstpásu, og hár-
in risu á höfðu Rodmans. —
Rodman, sagði hann svo,
— veiztu hvað ég mundi gera
við mann sem væri að leika
sér að tilfinningum litlu stúlk-
unnar minnar?
— Nei, hvernig á ég að vita
það?
— Ég mundi skjóta hann
eins og hund.
— Eins og hund? sagði Jam-
es, veikum rómi.
— Eins og hund, endurtók
höfuðsmaðurinn. Hann greip í
hönd Rodmans og beindi hon-
um að húsinu. — Þarna er
hún! Og um leið dró hann upp
skammbyssu, viðurstyggilega
skammbyssu, sem hefði getað
verið sölluð niður í hvaða
glæpareifara, sem var.
— En ég geri þér rangt til,
drengur minn, sagði höfuðs-
maðurinn. Ég veit það.
— Hvernig veiztu það?
spurði James.
— Þú hefur hjartað á rétt-
um stað, sagði dóninn.
— Mikil ósköp, sagði James.
— ~akk þú á hennar fund,
drengur minn. Síðar munt þú
hafa frá tíðindum að segja!
Þú finnur mig út í garði.
Það var hlýlegt og milt
í veðri. Hægur andvarinn þaut
í runnunum og gældi við rós-
irnar í umræddum garði. Ein-
hversstaðar f fjarlægð ómuðu
silfurtærar kúabjöllur og f
rósarunnanum var fugl að
æfa lögin sín undir konsert
morgundagsins.
Rósa Maynard sat við te-
borðið fyrir utan húsið og
horfði með kveniegri athygli
á James sem hann nú nálg-
aðist.
— Teið tilbúið, hrópaði hún
glaðlega. — Hvar er Henry
f rændi'
Áhyggju brá fyrir skyndi-
lega á litlu, fallegu andlitinu.
— Honum gleymdi ég alveg.
— Hann er úti í garði, sagði
James, lágum rómi.
Hún kinkaði kolli, ólukkuleg.
— Auðvitað, auðvitað. Ó,
hversvegna er lífið þessu líkt?
heyrði James hana hvísla.
Hann settist niður. Hann
horfði á stúlkuna. Hún hallaði
sér aftur í sætinu og honum
fannst hann aldrei hafa séð
aðra eins viðurstyggð á ævi
sinni. Sú hugsun að vakna hjá
þessu afstyrmi það sem eftir
var ævinnar vakti hjá honum
viðbjóð og hrylling. Hann var
— svona almennt — á móti
giftingum, en færi nú svo, eins
og kemur fyrir beztu menn, að
hann þyrfti að ánetjast hnapp-
eldunni, þá vildi hann heizt,
að viðkomandi væii allt öði-u-
vísi. Golfskvísa, svo talað sé
dægurmálið. Með öðrum orð-
um: viðmælandi kvenmaður, ef
slfkir fyndust. En að eyða
ævidögunum með stúlku, sem
las bækumar hennar frænku,
stúlku sem þoldi f návistsinni
kykvendi ó borð við Tótó,
stúlku, sem greip andann . á
lofti í hvert sinn, sem hún sá
falleg blóm — sjálf hugsunin
var ólýsanleg. Eigi að síður
tók hann í hönd henni og hóf
máls:
— Ungfrú Maynard — ég
meina Rósa.
Mún leit upp, og roða sló
á andlit henni. Hundkykvendið
Tótó reis upp á afturfæturnar
við hlið hennar og bað um
köku. Enginn tók mark á því.
— Má ég segja þér sögu?
Einu sinnj var einmana maðurf
sem bjó út í sveit, aleinn . . .
Hann hætti sögunni. Var
þetta hann sjálfur, James Rod-
manð sem framleiddi þetta yf-
irspennta volæðisrugl? Ber-
sýnilega!
—Já, — hún hvíslaði þessu
orði.
— . . . en einn góðan veður-
dag rakst hann á prinsessu,
Hún . . .
Hann hætti aftur, en í þetta
skipti ekki af því að hann
skammaðist sín fyrir að hlusta
á sitt eigið óráðshjal. Það
sem greip fram i rás viðburð-
anna, var sú staðreynd, að
margnefnt teborð hófst á loftf
og brennheitt tevatnið helltist
yfir buxurnar hans. í fyrsta
skipti á ævinni skildi James
merkingu þess forna orðatil-
tækis, — að finna til tevatns-
ins,
— Djöfullinn sjálfur, sagði
James.
Borðið hélt áfram að rísa og
HRAÐFRYSTUM ALLAR FISKAFURÐIR
SALTFISKVERKUN
SKREIÐARVERKUN
FISKIMJÖLSVERKS MIÐJA
Hra&frystihús Patreksfjar&ar h.f.
PATREKSFIRÐI
78 — JÓLABLAÐ