Þjóðviljinn - 22.12.1972, Page 2

Þjóðviljinn - 22.12.1972, Page 2
2 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Jólablað 1972 NILFISK SÖGUR AF SKÁLKUM OG FLÓNUM Pegar um gæðtn er að tefla.... SUÐURGÖTU 10, REYKJAVÍK, SÍMI 24420 Ovenjulegar forsendur Tvær vinkonur hittast. — Ég hefi aldrei verið jafn einmana og núna, segir önnur. — Hvað er að heyra, þú sem hefur bæði eiginmann og elskhuga. — Einmitt. Þeir treysta hver öðrum. Morðingi í raunum Einu sinni var fátækur Gyðing- ur i Litháen. sem öll vandræði eltu á röndum - fór svo að lokum að hann átti ekki málungi matar. Þá kom honum það til hugar, að til va'ru i heiminum morðingjar og ákvað að taka upp þá atvinnu- grein. Lagði hann poka á bak sér, stakk exi i belti sér, tók bænadúk sinn og hélt út i skóg. Þar beið hann lengi lengi en enginn kom. Skyggja tók, og hann kom sér lyrir undir tré einu til að i)iðja kvöldbæn sina. En sem hann biðst þar fyrir heyrir hann eitthvað ganga um skóginn - er þar kominn annar Gyðingur. Sá fyrri bandar til hans með hend- inni. þvi ekki má hann tala meðan hann biðst fyrir. og hinn skilur, að sá á við hann eitthverterindi og hinkrar við. En þegar morðinginn hefur lokið bæn sinni, gengur hann til vegfarandans og segir: - Komdu með peningana, ann- ars drep ég þig. - Drepa, segir hinn. Ertu eitt- hvað skrýtinn? - Vita skaltu, segir hinn, að ég er morðingi. og nú skaltu lifið láta eða peningana. Eg er- veslings Gyðingur, segir hinn, með fullt hús barna, hvernig get ég látið þig hafa alla mina peninga? Og hvernig ætlar þú að drepa mig og sýna misk- unnarleysi veslings konu minni og börnum? Morðinginn hugsar sig um og segir: Eitthvað er til i þessu hjá þér. Miskunnsemi segirðu. Gott, láttu mig fá rúblu. - Hvurnin get ég látið þig fá rúblu? Er ég Rotschild, eða hefur Brodski gefið mér sykurfabrikk- urnar sinar? - Jæja þá, þú lætur mig þá fá liu kópeka. Ertu gaga? Ég hefði gaman af að sjá þann borgara sem létii betlara fá tiu kópeka. Vesin er þetta, sagði morð- inginn. Gefðu mér þá að minnsta kosti sigarettu. Eg reyki ekki. sagði hinn, hvað ætti ég að gera með sigarettur út i skóg? - Þú getur þó að minnsta kosti gefið mér i nefið, sagði morðing- inn mæddur. - Vist get ég það, sagði fórnar- lambið, og það gerði hann. Skildu þeir siðan með virktum, morðing- inn og fórnarlamb hans. (Úr jiddisku) Elska skaltu náungaþinn Berfætlingsmúnkur einn pré- dikaði i kirkju Heilags Barto- lomeousar i Feneyjum. Hann tal- aði innfjálgum orðum um hina sönnu ást til náungans. og hvernig oss bæri aö elska einnig óvini okkar og gera þeim gott sem okkur hata. En hver er sá meðal vor, sagði hann að lokum, sem breytir eftir þessu, og einnig fyrirgefur óvinum sinum? Þá stóð upp ung kona i' öflustu röð og hrópaði: Sjáið mig, æruverðugi faðir. I-Jg fyrirgef morðingjum manns- ins mina af öllu hjarta. Hér fyrir framan altari guðs og trúaða menn i okkar kirkju heilags Bartolomeos megi þeim fyrirgef- ið verða. Guð mun launa þér, dóttir min. sagði berfætlingur mjög sæll. Af miskunn sinni mun hann hpyra allar þinar bænir. Þegar konan fagra kraup á ný beygði grannkona hennar sig nið- ur að henni og spurði: Eruð þér ekki kona fisksalans úr Brúar- götu? - Jú, sagði fúin unga. Guð i himnum, sagði grann- konan, og hafa menn drepið mann yðar elskulegan. Hvernig gat það skeð? l^að hefur enn ekki gerzt. andvarpaði kona fisksalans. En kannski herðir sig einhver upp til þess. (Úr Eutrapeliae) Bankinn sem he£ur launafiólk landsins að baki Alþýðubankinn er stofnaður af aðildarsamtökum Alþýðusam- bands íslands, í umboði 40 þúsund félagsmanna þess, í þvi skyni að efla menningar- og félagslega starfsemi verkalýðs- hreyfingarinnar, og treysta at- vinnuöryggi launafólks á íslandi. Til þess að þessum tilgangi verði náð, er ör vöxtur Alþýðu- bankans nauðsynlegur. Það er þegar sýnt að launafólk er sér meðvitandi um þessa nauðsyn, því á fyrsta starfsári bankans tvöfölduðust heildar- innistæður hans. Launafólk í öllum greinum atvinnulífsins. Eflið Alþýðubankann, bankann ykkar. Iþýðubankinn

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.