Þjóðviljinn - 22.12.1972, Qupperneq 21

Þjóðviljinn - 22.12.1972, Qupperneq 21
Jólablað 1972 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 21 ÁSTARBOÐ (Liebesbotschaft) Lækur minn silfurtær, flýt þinni för, finn þú nú Elskuna, glaður og ör, ber henni kveðju úr fjarlægð mér frá, fjölkvæða, trygglynda straumperlan blá. Lífgandi flaumur þinn, lækurinn smár, líði um rósanna purpurahár, svali og umfljóti urtanna her Elskunnar minnar sem les þær og ber. Minningum töfruð i daganna draum, drúpi hún höfði i þrá við þinn straum, einlægur huggaðu Elskuna þá: ástvin brátt heimkominn muni hún sjá. SCHWANEN- GESANG Þýðing Daníels Á. Daníelssonar, læknis á Dalvfk á Ijóðum við nokkur síðustu lög Schuberts MYNDIN (Ihr Bild) Ég stóð i draumastriði og starði mynd hennar á, en um hið kæra andlit óræðu lifsmarki brá. Og brosið töfrabjarta það bærðist vörum á, þau glóðu grátblið tárin og glituðu augun blá. Þá hrundu tár min höfug úr hvarma lind sem ei dvin — hve þungt er þvi að trúa að þú sért ei lengur min! (Heinc) Hneigi sig eygló við eldroðin ský, Elskunni vaggaðu svefninn f, niðaðu hreinan og hlýjan óð, hvislaðu draumfögur ástarljóð. HUGBOÐ HERMANNSINS (Rellstab) TVÍFARINN (Der Doppelgánger) Það ríkir nótt, i þögn hvila strætin, i þessu husi bjó min æskudís, og langt er siðan að hún fór burt héðan, en húsið það stendur, kyrrt hér enn það ris. Þar stendur og sveinn og horfir til hæða, og höndum fórnar i nistandi kvöl. — Mig hryllir, þvi andlit sjálfs min sé ég er svip hans lýsir tunglskiman föl! Þú lifs mins vofa, þú lagsmaður bleiki! hvi leikur þú mitt ástarstrið er þjáði mig á þessum slóðum svo þrátt um nótt, á fyrri tið? (Kriegers Ahnung) í værðir kringum varðeld hneig mín vopnabræðra sveit. Ég finn i hjarta grun og geig, finn grun og geig, mig grípur þrá svo heit. Hve oft mig hefir unað dreymt við ungrar Sjafnar barm, svo hlýleg skein min hjarðmannsglóð á hennar bjarta arm! Hér sé ég logans lága skin sér leika vopnum á, þar á mitt hjarta engan vin, af angri tárast brá. Sjöfn! Eitt fær hjartans huggun glætt, og hermanns vakið þrótt. Brátt hvilist ég, og sofna sætt, ó, Sjöfn min, góða nótt! (Heine) (Rellstab)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.