Þjóðviljinn - 22.12.1972, Qupperneq 23

Þjóðviljinn - 22.12.1972, Qupperneq 23
.Jólablað l!>72 Þ.J6ÐVILJINN — SÍÐA 2 3 MANSÖNGUR (Stándchen) Hljótt i bæn minn bljúgi óður berst í nótt til þín, kom þú i mitt kyrra rjóður, kom þú, ástin min! Bærast lauf á háum hlyni hægt i mjúkum þey, mild er nótt i mánaskini, mær, þig sakar ei. Næturgalinn ljóðar lengi, ljúfsárt biður þig: heyr á bliða bænarstrengi beðið fyrir mig! Hann veit þrár sem barminn bæra, brjóstsins tungumál, og þeir silfurhreimar hræra hverja næma sál. Lát þá djúpt þinn huga hræra, hjarta snerta þitt! Ást min heit þig kallar, kæra! Kom þú, yndið mitt! Kom, yndið mitt! (Rellstab) ÁNING (Aufenthalt) Dynelfur ströng, dunandi mörk, hamraborg há, þar hvild ég á! Eins og hver fjótsaldan falla má, falla mér tárin án afláts af brá, falla mér tárin, án afláts tárin af brá, falla mér tárin án afláts af brá. Efst bylgjar laufkrónur loftsærin'n tær, þvi likt, án afláts mitt hjarta slær. Og eins og hamarsins eldforn borg, eilif hún varir, varir min sorg, eilif hún varir, eilif varir min sorg, eilif hún varir, varir min sorg. Dynelfur ströng, dunandi mörk, hamraborg há, þar hvild ég á, dynelfur ströng, dunandi mörk, harmaborg há, dynelfur ströng, harmaborg há, þar hvild ég á! (Rellstab) í FJARLÆGÐ (Inder Ferne) Vei hinum flýjandi, vagn sinn burt knýjandi, heimkynnin hatandi, hollvinum glatandi, eirðarlaust sveimandi, átthögum gleymandi: ólán sitt eltir hann, einmani svelturhann, einmani sveltur hann! Þrá hjartans titrandi, tárperlur glitrandi, heimþráin klakandi, heimfús og vakandi, ólga i barminum, ómar af harminum, kvöldstjarnan bliknandi, kveðjandi, viknandi, kveðjandi, viknandi! Ómþýði andblærinn, örlandi strandsærinn, árgeislinn blikandi, endalaust kvikandi: ykkur, sem þrái ég, ást mina tjái ég! Vei hinum flýjandi, vagn sinn burt knýjandi, vagn sinn burt knýjandi! VORÞRÁ (Frúhlingssehnsucht) Vorþeyr, hve blíður bragur þinn er, blómanna ilm þú dregur að þér! Svo gælinn og ferskur þú andar mig á! Þvi örvast mitt hjarta, fer tiðar að slá? og langar burt með þér, um lofthvelin blá! En hvert, en hvert? Lækur, sem kveður lausnarstef þín, langt nið’rum dali silfur þitt skin, Þin hrönn þangar flýtir sér hlakkandi, létt! með himin i fanginu, speglandi slétt. Er þar ekki takmarkið, þrá minni sett, já þar, já þar? Ársól, með varmans iðandi gull, ung, og með nýjar vonir manns full! mig blessar þín sæla og blikandi mynd! sem brosir i himinsins djúptæru lind, og töfrar mín augu, af tárum nær blind! Hvi tár, hví tár? Skartandi grænu, skógar og fjöll! skinandi, glitruð urtanna mjöll! mót brúði vors ljóss, hve allt breiða sig má, og brumið og kimið, sig opnað þau fá, hve veitast þá óskir, ei vöntun er þá! En þú, en þú? Eirðarlaus þráin! Ástarleit sár, endalaust kvörtun, þjáning og tár? Vist finn ég, hve svellandi ástriðan er! Hver ann mér og hjartanu fullnægju ber? Ein þú getur vakið vorið i mér! ein þú! ein þú! (Rellstab) DÚFUBRÉFIÐ (Die Taubenpost) Ein bréfdúfa þjónar mér, traust og trú, af tryggð, sem er ávallt ný. Hún flýgur örskjót allt i mark, og aldrei framhjá þvi. i ótal njósnarflug hún fer, að fregna, hugul og skýr, hún þýtur sina þekktu leið þangað, sem Hlin min býr. Hún grennslast með leynd um Hlinar hag, og hvernig á svipinn hún er, og kankvis henni kveðju ber, og kveðju flytur svo mér. Og bréf á milli ei framar fer, hún flýgur með tár min heit: öruggt, hún skilar öllum þeim af ást, sem trúnað veit! Um dag sem nótt, i draumi og önn, dugir hún, fjær og nær: megi hún fljúga, fljúga nóg, fagnandi hjartað slær! Hún finnur aldrei þverra þrótt, hún þekkir enga styggð, hún þarf ei dekur, þarf ei laun, hún þjónar mér af dyggð, Og dúfuna tryggu ber ég við barm, hún blessar mér hjarta mins önn, þvi hún, sú dúfa, heitir Þrá, svo hraðfleyg, trygg og sönn! (Rellstab) (Scidl)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.