Þjóðviljinn - 22.12.1972, Síða 39

Þjóðviljinn - 22.12.1972, Síða 39
Jólablaö 1!)72 ÞJÓÐVILJINN — SÍDA:i9 Hangikjöt er hátíðamatur með hangikjöti frd okkur SMÆLKI Lárus H. Bjarnason og Guðlaugur Guðmundsson voru samtimis sýslumenn og þingskörungar. Þeir voru andstæðingar i stjórn- málum, Lárus heimastjórnar- maður, en Guðlaugur sjálfstæðis- maður. Einu sinni áttust þeir við i stjórnmáladeilum. Guðlaugur talaði fyrst, var allæstur og barði um sig i ræðustól. Lárus stóð upp og byrjaði á þvi að lýsa tilburðum Guðlaugs við ræðuhaldið og komst þannig að orði: ,,Það var eins og hann væri að berja utan tóma tunnu, — tómt, stórt uxahöfuð”. ,,Ég var nú lika að þvi”, greip Guðlaugur þá fram i. ☆ Gunnlaugur Claessen hafði eitt sinn skrifað á stilabók, þegar hann var i Latinuskólanum: ,,Latneskir stilar skrifaðir af Gunnlaugi karlinum Claessen, leiðréttir af þjóðskáldinu Stein- grimi Thorsteinsson". Nú var Steingrimur stundum kallaður ,,karlinn” i skóla. Hann misskildi þvi þetta, reiddist og kærði fyrir rektor, sem þá var Björn M. Ólsen. Hann gengur nú i þetta, en Gunnlaugur segir, að eins og allir hljóti að sjá, eigi hann þarna við sjálfan sig en ekki við Steingrim. Ólsen féilst á þetta, en segir samt: ,,En svo stendur þarna: „Leiðréttir af þjóðskáldinu Steingrimi Thorsteinsson”. " ' Þá gripur Steingrimur fram i og segir: ,,Já, en það er nú fyrir sig”. ☆ Maður nokkur átti dóttur, sem hét Sveinbjörg. Hann var að skýra fyrir öðrum eftir hverjum hún héti og orðaði það svo: ,,Hún heitir i annað höfuðið á föður minum, en i hitt höfuðið á móður minni, sem dó”. ☆ Bóndi á Austuriandi bað sóknar- prest sinn að skira dóttur sina eftir systur sinni, en hann hafði nýlega frétt lát hennar. Presti likaði ekki nafnið og ráð- lagði bónda að láta barnið heita Fregn, og var það skirt þvi nafni. ☆ Úr minningargrein um merkiskonu: ,,Lund hennar gat verið mjúk, hlý og viðkvæm eins og nýhreins- aður æðardúnn...” ☆ Islenzkum stúdentum við Hafnarháskóla var oft sendur matur að heiman. Oftast var það hangikjöt eða kæfa. Einu sinni var þó stúdenti ein- um send tunna af slátri. Stúdent þessi var hægfara mað- ur og rólyndur. Hann bjó i kvist- herbergi á efri hæð. Stúdentinn rogar nú tunnunni upp stigann og er að komast með hana upp að herbergisdyrum sin- um, en þá tekst svo illa til, að hún veltur um koll og skoppar niður stigann aftur. A næstu hæð fyrir neðan bjó fjölskylda. Gestir voru hjá henni, og stóðu dyr opnar beint á móti stiganum. Nú vill svo til, að tunnan lendir á dyrastafnum og brotnar, en sýran streymir inn i stofuna, og iðrin velta út um allt gólf. Felmtri sló á fólkið, en þá kem- ur stúdentinn rólegur i dyrnar og segir: ,,Þetta gerir ekkert til, það má dta það samt”. ☆ Jósep hitti einu sinni kunningja sinn. Hann var nýlega trúlofaður og likaði Jósep ekki ráðahagur- inn. Hann litur á hringinn og segir: „Hefurðu nú fengið fingurmein, greyið í ” HANSA-húsgögn HANSA-gluggatjöld HANSA-kaþpar HANSAveizlubakkar Baöstofan HANDPRJÓNAÐAR ÍSLENZKAR PEYSUR FJÖLBREYTTAR GERÐIR i SAUÐALITUNUM LOPAPEYSAN ER BEZTA JoLAGJÖFIN i Baðstofunni fáið þér vandaðar gjafir. i Baðstofunni fáið þér handunnar islenzkar gjafir. i Baðstofunni fáið þér allt fyrsta flokks. í Baðstofunni fáið þér gjöfina sem þér leitið að. Baðstofan Hafnarstræti 23.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.