Þjóðviljinn - 08.06.1980, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 08.06.1980, Blaðsíða 3
Sunnudagur 8. júnl 1980. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Norræn sam- vinna leikhúsa — Þessa dagana eru hér staddir á milli 30 og 40 leikhús- stjdrar allstaðar af á Norðurlönd- um. Þeir hafa þingað á Hótel Loftleiðum og m.a. rætt um gildi norrænnar samvinnu leikhúsanna og gestaleiki. Þinginu lýkur I dag. Myndin var tekin af nokkrum sydrnarmanna i fundarlok i gær, Frá vinstri eru Sveinn Einarsson þjóðleikhiisstjóri, Arthur Illfeldt frá Danmörku framkvæmda- stjóri Norræna leikhússtjórasam- bandins, Vigdís Finnbogadóttir sem nú lætur af störtum leikhús- stjtíra hjá LR, og Carl Ohman leikhússtjóri Svenska Teatern i Helsinki. Ljósm. gel. Mengun í ýjörum á höfuðborgarsvœðinu Yfirvöld vitað um vandann í mörg ár Taliö er að það muni kosta um 12000 miljónir króna að koma frá- rennslismálum á Reykjavíkur- svæðinu i viðunandi horf, en eins og komiö hefur nýlega fram i Þjóöviljanum og sjó.nvarpinu þá er mengun viða orðin mjög mikil á fjörum á höfuðborgarsvæðinu vegna útrennslis frá skolplögn- um. Þetta mengunarvandamál hefur verið stjórnvöldum á höfuö- borgarsvæðinu ljóst i mörg ár, en sá mikli kostnaður sem er við úr- bætur hefur komiö I veg fyrir aö ráðist væri gegn vandanum. Til samanburðar má geta þess að tekjur Reykjavikurborgar á sið- asta ári voru um 26000 miljónir krdna. Þetta mál kom til umræðu I borgarstjórn Reykjavikur s.l. fimmtudag og voru borgarfull- trúar sammála um að hér væri um mikið vandamál að ræöa er tæki mörg ár að leysa. í máli öddu Báru Sigfúsdóttur kom fram að mál þetta yrði ekki leyst nema með nýrri fjármögnunar- leið og taldi hún brýnt að sumariö yröi notað til að láta framkvæma nákvæma kostnaðaráætlun við þetta verk sem og aö kanna fjár- mögnunarleiðir. Páll Gislason sagöist telja að óraunhæft væri að leysa þetta verkefni á minna en 10-15 árum og mikilvægt væri að fá nágrannasveitarfélög til sam- starfs um verkið._______— þm Flugleiðum svarað Vegna komu Pava- rottís á listahátíd Samskipi Flugleiða og Stjórnar Listahátiðar 1980 hafa komið mikið við sögu undanfarna daga. Eins og sagt var frá I Þjóðviljan- um I gær verður að senda einka- þotu til að sækja tenórsöngvarann Pavarotti til New York, vegna þess að fiug Flugleiða fellur niður þann dag. 1 frétt frá framkvæmdastjóra og formanni Listahátiðar segir að það sé ranglega eftir haft að Pavarotti hafi verið bókaður á flug 18. júni. Staðreyndin hafi hins vegar verið sú aö umboðs- maður söngvarans hafi verið andvigur þvi að Pavarotti flygi Forsíöumyndin Forsiðumyndin er veggspjald KOM—teatteri frá Finnlandi, sem I næstu viku sýna leikrit Tjekovs „Þrjár systur” I Þjóð leikhúsinu. Sýning þessi er mjög rómuð, en leikmyndina og vegg- spjaidið ger.öi leikmynda- teiknarinn, Máns Hedström og hafa veggspjöld hans jafnan vakiö mikla og veröskuldaöa athygli. með Flugleiðum þar sem hann hefði slæma reynslu af þvi flug- félagi. Þeir listahátlöarmenn reyndu að sannfæra hann um aö litilhætta væri á röskun á þessum tima, en þegar til kom var flug fellt niður þennan dag vegna ónógra bókana. Þá segir einnig aö óánægja aö- standenda Listahátiðar beinist einkum að tvennu: annars vegar óáreiðanleiki I áætlunum félags- ins, enda sé þeim ekki kunnugt um aö önnur félög aflýsi flugi með mánaðarfyrirvara vegna ónógra bókana. Hins vegar hafi forstjóri Flugleiða ekki viljað koma til móts við Listahátið vegna kostn- aðar sem af þessu hlýst og flytja leikhópinn Els Comediabts endurgjaldslaust á sinni eigin flugleiö. ,,Það mun einsdæmi aö lista- hátiðir sem allsstaöar eru taldar áhrifamikil landkynning, njóti ekki meira samstarfs og skilnings hjá flugfélögum heimalanda sinna, hvort sem um er aö ræöa flugfélög I einkaeign, rikisrekin eða félög sem eru að nokru leyti á ábyrgö hins opinbera” segir að lokum i fréttatilkynningu Lista- hátföar. — ká Veitinga- hús opnað í Bernhöfts- torfunni 1 dag verða þáttaskil i sögu Bernhöftstorfunnar. Eftir ára- tugsbaráttu er sú stund loksins runnin upp að myrkriö og kuld- inn sem umlukt hafa húsin hverfa en birta, lif og ylur halda innreið sina. 1 vetur hefur veriö unnið að viðgeröum á land- læknishúsinu svonefnda og nú er svo komið að húsiö er tilbúið til notkunar. t húsinu verður starf- rækt veitingahúsið Torfan sem leggur aðaláherslu á fiskrétti og Galleri Langbrók mun hafa þar sýningaraðstöðu. Veitingahúsið opnar kl. 6 i dag, en f gær hófst sýning gallerísins f tengslum við Listahátiö. Það hefur mikið starf veriö innt af höndum i þessu gamla húsi og aö sögn arkitektsins Knud Jeppesen sem umsjón hafði með verkinu hefur hann aldrei áður kynnst jafn frábær- um vinnubrögöum og vinnugleði og iðnaðarmannanna sem þarna lögðu hönd á plóginn. Fulltrúar Torfusamtakanna sem sýndu blaöamönnum húsið lögðu áherslu á að gamall draumur væri að rætast og meö viðgerðinni á þessu húsi væri sýnt fram hvaö hægt er að gera gömlu timburhúsin falleg og nothæf fyrir nútimafólk. Það er mikið starf framundan hjá Torfusamtökunum við aö endurbyggja og endurnýja hús- in á Torfunni en nú gefst borgarbúum tækifæri til að kynnast árangrinum, ef þeir leggja leiö sina að gömlu húsun- um við Bernhöftstorfuna. — ká Veitingahúsið Torfan opnar f gamla landlæknishúsinu á Bernhöfts- torfunni i dag. Miklar viðgerðir hafa farið fram i húsinu og er það nú hið glæsilegasta. A boðstólum verða einkum fiskréttir, en á veggj- um hanga leikmyndir eftir Lárus Ingólfsson. 1 gær var opnuö sýning Gallerl Langbrókar I gamla landlæknis- húsinu á Bernhöftstorfunni. Sýningin er i tengslum við Listahátfö, en I framtiðinni munu þær stöllur hafa sýningaraðstöðu f húsinu. 14 konur sýna verk sfn, vefnað, tauþrykk og myndlist ýmis konar. t veitingahúsinu Torfunni sem opnar i dag i landlæknishúsinu er sýning á leikmyndum eftir Lárus Ingólfsson, en hugmyndin er aö hafa I framtiðinni sýningar á leikmyndum þar i tengslum viö frum- sýningar i leikhúsunum. — ká Vigdís Finnbogadóttir í Hafnarfirdi í veitingahúsinu Gaflinum, Dalshrauni 13, sunnudaginn, 8. júní, kl. 20,30 (húsið opnar kl. 20,00). Steingrimur Gautur Gitarleikur: Kristjánsson, borgardómari Þórarinn Sigurbergsson og greinir frá kosningastarfinu Páll Eyjólfsson. i Hafnarfirði. Ávörp f ly t ja: Ólafur ólafsson, stýrimaður Þorbjörg Samúelsdóttir, verkakona. Tónlistarflutningur: Ingveldur ólafsdóttir, Jóhanna Linnet og Sigurður Rúnar Jónsson. Fundarstjóri: Kristján Bersi ólafsson, skólameistari. Vigdis Finnbogadóttir flytur úvarp og svarar fyrirspurnum Stuðningsmenn i Hafnarfirði

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.