Þjóðviljinn - 08.06.1980, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 08.06.1980, Blaðsíða 13
Sunnudagur 8. júni 1980. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 átt von á öllu. En þessi eru allt öOruvisi. Þau er þrælskipulögö, hvaö sem þau segja, — mjög öguö og nákvæm. Þessi vinna þeirra hér er mjög erfiö og aö halda uppi götuleikhúsi eins og þau gera er gífurlegt likamleg erfiöi. Þau eru i mjög góöri þjálfun og þaö er ekkert fum og fát á þessu fólki”, sagöi Sigrún. Hópurinn byggir á þjóölegum einkennum götuleikhúss, dans, tónlistar-, látbragös- og leik- listar, en semur aö ööru leyti öll sln verk og tónllst sjálfur. En hvernig skyldi þeim lika aö skemmta Islendingum? „Þaö er alltaf eitthvaö nýtt sem gerist á hverjum staö, en samt er margt eins. Viö erum til dæmis alltaf þau sömu, þótt áhorfendurnir séu mismunandi. Viö héldum aö þaö yröi erfitt aö ná sambandi viö Islendinga, þaö Við viljum lifa af 1 þvj sem okkur finnst skemmtilegt hefur alls ekki oröiö raunin. Viö notum tungumáliö venjulega meira en viö getum gert hér, en viö erum stööugt aö komast nær Islendingum”, sagöi Paca Sola. Viö spuröum hana hvort þaö væri ekki erfitt aö stjórna fjár- málum svona hóps: „Nei, — viö vitum aö viö eigum ekki mikiö af peningum. Þaö myndi t.d. engum detta I hug aö fara og kaupa sér ameriskan bil, eöa fara I tisku- búöir, enda enginn timi til þess, og fólkiö hefur ekki þörf fyrir slikt”. „Hver er tilgangur hópsins?” „Aö lifa af þvi sem okkur finnst skemmtilegt. Viö höfum engin langtima markmiö. Viö viljum lifa — viö viljum fá aö gera þaö sem okkur finnst skemmtilegt. Viö erum á ákveöinni leiö — en viö vitum ekki hvert. Reykjavik var tak- mark okkar I þetta sinn. Nú er- um viö hér — viö vitum ekki hvert leiöin liggur næst”. Viö gengum inn I salinn þar sem hópurinn var aö æfa og fylgdumst meö stutta stund. Sumir blésu á lúöra, aörir böröu bumbur og tvær stúlkur hömuö- ust viö aö sauma. „Viö erum aö lagfæra bún- inga fyrir skemmtunina i Laugardalshöll á laugardags- kvöld”, sagöi stúlka meö mjög kinverskt útlit. „Jú, ég er hálfkinversk, en uppalin á ttaliu” bætti hún viö er viö spuröum hana. Hún er bú- in aö vera styst I hópnum, aöeins um 5 mánuöi. Til þess aö komast i hópinn er frumskilyröi aö þú „skiljir hópinn”, sögöu þau. Allir nýir félagar I Els Comediants hafa 6 mánaöa reynslutima og sú reynsla sker úr um hvort viökomandi vill og færaövera áfram. Þau eru öllá , aldrinum 22ja—32ja ára og eru ógift og barnlaus. „Þetta er mjög gaman”, sagöi Jin Hua Kvan, sú af kin- versku ættunum. „Hér hjálpast allir aö viö aö skemmta sjálfum sér og öörum”. Þau hafa mjög mikinn áhuga á aö komast út á land og skemmta fólki þar þegar , Reykjavik lýkur, en af landinu fara þau 2. júni. — þs Geyma tekjurnar í skúffu sem hvert þeirra sem er getur gengið í Ekkert fjas um snobbhátíð! Á sunnudaginn var hringdi til min sjómaöur og var hann reiöur. Hann sagöi aö þaö væri móögun viö sjómenn aö byrja Listahátiö á sjómannadegi. Ég reyndi aö gera gott úr öllu og sagöi, aö Reykjavik ætti meira en nóg af fólki á tvær úti- hátiöir úr þvl menn voru heppnir meö veöur á annaö borö. Menn gætu þar aö auki valsaö á milli kappróöra og sigl- inga og kórsöngs og útileikhúss, þvi ekki þaö? Nei, hann var haröur á þvi aö sjómenn heföu veriö móögaöir. Fyrir okkur? Ég fór upp úr þessu samtali aö hugsa um einn þátt þessa máls: heföi þaö fólk sem fór á Lækjartorg aö vera viö opnun Listahátiöar fariö i Nauthóls- vikina? Þetta er kannski spurt út I hött. En þarna er þó komiö inn á atriöi sem alltaf hefur veriö spurt um I hvert skipti sem Listahátlö hefur veriö hald- in: Er þetta nokkuö fyrir okkur? Er þetta fyrir venjulegt fólk? vilja sumir oröa þetta. Er þetta ekki bara fyrir kúltúrsnobba menntaöa I Skandinaviu, eins og Svarthöföi og vinir hans segja. Snillingar Þá hafa menn oft haft I huga tónlistarþátt Listahátlðar og hlut heimsfrægra einleikara, söngvara og hljómsveitastjóra. Viö höfum reyndar svo oft fjallað um þaö, aö margt ágætt getur leitt af svokölluöu snobbi fyrir tónlist, að óþarft er aö endurtaka þaö hér. En satt aö segja viröist þaö lika meö öllu óþarft aö fjasa mikiö um frægöarmannadýrö I sambandi viö þessa listahátiö. Stórstjörn- urnarerlendú eru færri en fyrr. Og tenórar eins og Pavarotti hafa einmitt 'notiö mikillar al- þýöuhylli á Islandi, ef menn mega treysta frásögnum af blómaskeiöi Péturs Jónssonar, Stefáns tslandi og fleiri góöra manna. Hegðan blaða Annars er þaö eftirtektarvert, aö ýmis blöö hafa merkilega hægt um sig i sambandi viö Listahátiö og tiöindi áf henni, Morgunblaöið á þriöjudaginn mat setningarhátiöina svo sem á viö ralli austur á Hellu og varla þaö. Þetta sama blaö, sem hefur eitt blaöa úr nægum mannafla aö spila, haföi ekki tekiö snillingi á borö viö Aliciu Larrocha fagnandi meö viötali og ljósmyndum — eins og hefur veriö fastur siöur blaösins á fyrri Listahátiöum. Þetta er merkileg þróun: má vera aö blaöiö vilji likjast sem mest siö- degisblööum, sem þaö keppir viö á markaöi, i þvi aö vilja ekki fá óorö á sig fyrir menningu — láta sér nægja aö negla hana niöur I fast umsagnaform, sem menningarhatarar þeir sem Svarthausarnir ala upp I erg og griö geti flett yfir hana i snatri. Sœkir út En hvernig sem menn vilja lita á snobbtal þá er þaö ljóst aö engin listahátiö verður siöur sökuö um syndir i þeim efnum en sú sem nú er haldin. Þaö er einmitt einkenni hennar, aö hún er mjög útleitin. Hún lætur sér ekki nægja konserta ágæta eöa þá frumflutning á Islensku leik- verki, eins og forúæmi eru fyrir. Hún vill hafa söng á torgum, sýningar sem eru um leið hátiö og uppákomur og myndsmiöjur þar sem ég og þú komum og bú- um til myndir og yrkjum ljóö eins og fara gerir. Fyrir þessu eru likafordæmi -kannski mun- iö þiö eftir skemmtilegri ! tónsmiöju sem Sviar höföu á Kjarvalsstööum hér um áriö. En aldrei hefur Listahátiö I jafnrikum mæli, jafn markvisst sótt út á torg, út fyrir ramma hefðbundins listalifs. Eitt skemmtilegt dæmi er af tiöind- um sem gerast nú i dag, laugar- dag, á Lækjartorgi. Þar hefur tónskáld af þeirri kynslóö sem hefur mætt drjúgum fordómum, samiö verk fyrir lúöraflokk unglinga, blásaraheföir og list- reynsla nútimatónskálds stiga dans saman þarna i miöbænum klukkan fjögur: viö skulum vona hann ekki rigni. Andblœr úr fjarlœgð Norræni þátturinn er minni i þessari Listahátiö en hinum fyrri og hafa ástæöur til þess veriö raktar i fréttum. Þess i staö veröur þaö til nýbreytni aö andblær berst af mjög fjörrum ströndum: viö fáum Min Tanaka hann er meö dans- og hreyfilist frá Japan: lengra komumst viö ekki i leit aö þvi sem fagurt er og áhrifasterkt. Annaö land er merkilega nálægt okkur á þessari Lista- hátið: Þaö er Spánn, sem hefur sent okkur afburöa hljóm- sveitarstjóra, pianósnilling og svo katalónsku kómediantana, sem setja elskulegan svip á borgarlifið um þessar mundir. Þaö er vel til fundið aö meö þessum hætti sé haldið upp á þaö á islenskri listahátiö, aö Spánverjar losnuöu viö ein- ræöisherra — svo skammt er siöan, aö þaö var varla hægt aö gera þaö fyrr. ÁrniBergmann. #sunnudags pristrill r Ahugasamir ungir blásarar fengu nýtt íslenskt verk Spjallað við Leif Þórarinsson tónskáld Leifur Þórarinsson: Meö virðingu fyrir liiörasveitarheföum t dag, laugardag, klukkan fjögur, lyftir Leifur Þórarinsson tónsprota og stjórnar nýju verki sem hann hefur samiö fyrir lúðrasveit, það er Hornaflokkur ■Kópavogs sem blæs. Verkið heitir Sinfónetta, þaðer i fjórum köflum og tileinkað Birni Davið Krist- jánssyni. I stuttu spjalli við Þjv. sagði Leifur það rétt vera, að hann hefði aldrei fyrr samið fyrir lúðrasveit, þótt hann hefði útsett fyrirslikar sveitir eins og gengur. Tildrögin voru blátt áfram þau, sagði hann, að Kópavogskaup- staður pantaði hjá mér verk fyrir lúðrasveit unglinga. Ég veit ekki til að aðrir kaupstaðir á landinu hafi látið sér detta slikt i hug eða þá Reykjavikurborg. Þeir i Kópa- vogi standa sig nokkuð vel i menningarmálum upp á siðkastið eins og ágæt dæmi sanna. Einn hluti þessa verks hefur verið leikinn áður, en i allt ann- arri mynd, svo það er engin lygi að segja að þetta sé alveg nýtt verk, frumflutningur. Verkið er, sagði Leifur, eins og smækkuð mynd af sinfóniu. Ég hefi gengið út frá þeim lögmálum sem gilda um form og alla gerð verka sem henta hornaflokkum eins og þeim sem spilar. Ég hefi semsagt i heiöri lúörasveitar- hefðir — en nota þær væntanlega á minn hátt. Svo það væri ofmælt að segja að þetta væri mjög ný- stárleg tónlist. Þetta reyndi ég semsagt og hafði gaman af. Ég vona að út- koman sé einfalt og aðgengilegt verk. Og ekki má gleyma þvi, hve ánægjulegt það hefur verið aö vinna meö krökkunum i lúðra- sveitinni, þau eru alveg ljómandi skemmtileg, opin, elskuleg og fordómalaus. — áb.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.