Þjóðviljinn - 08.06.1980, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 08.06.1980, Blaðsíða 22
22 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 8. júni 1980. Norskt djasslif reifað og rætt við Arild Andersen Myndir: Gunnar Kvaran A síöasta áratug kom aö þvi aö norskir djassunnendur væru ekki alfariö háöir innflutningi á þekkt- um og þéttum djassleikurum, tii þess aö geta hlustaö á góöan djass. Arlegar heimsóknir Dext- ers Gordon ,duttlungar Normans Granz og djasshátiöirnar i Kongsberg, Molde og Voss, voru ekki lengur afgerandi fyrir sveifluþyrsta norska kroppa. Þeir höföu eignast hóp af djassleik- urum sem stóöu fast f fæturna á hinu alþjóölega sviöi. Þar stóöu I fremstulinu Jan Garbarek, Karin Krog, Arild Andersen, Terje Rypdal og Jon Christensen. Þeim skaut upp á vinsældarlistum djassblaöanna Down-Beat og Jazz Journal og á djasshátiðum viöa um heim. Norskt djasslif á sér langa sögu, en ýmsa slitrótta kafla. A síöari hluta sjötta áratugsins var þaö mjög blómlegt og mikill fjöldi efnilegra hljóöfæraleikara kom fram. Snemma á sjöunda ára- tugnum dró svo úr þvi aö nýju, — eins og alls staöar i heiminum einangraöist djassinn i réttu hlut- falli viö framsókn Beatles, Stones og hljómsveita af þvi tagi. Um 1970 fór svo aftur aö birta til og siöan hefur ástandiö verið vel bærilegt. Djassklúbbar starfa um allan Noreg og töluverður höpur hljóðfæraleikara getur framfleytt sér af djassleik. 1 Osló eru nú 4 klúbbar þar sem leikinn er djass alla vikuna: Amalienborg (Mallan), Down-Town. Hot House og Guldfisken. 1 Clu'o 7 er djass- inn á dagskrá nokkur kvöld vik- unnar og ýmsir aðrir staðir bjóöa upp á djass einu sinni I viku. t Björgvin og Þrándheimi er einnig aö finna rótgróiö djasslif og marga góöa tónlistarmenn. Fremstir í dag Þaö hljóöfæri sem mest hefur blómstraö i norsku djasslifi er tenórsaxófónninn og á Jan Garbarek þar hlut aö máli. Auk hans má nefna bræöurna Knut og Odd Riisnæs, Björn Johansen, Har.old Bergersen og svo Bjarne Nerem af eldri kynslóöinni. Af trommuleikurum er þekktastur Jon Christensen, en margir aörir slá húöirnar af mikilli list, eins og Ole Jacob Hansen, Espen Rud og Pál Thowsen. Egil Kapstad fer fremstur planóleikara og gitar hafa klipið af mestri kúnst þeir Terje Rypdal og Jon Eberson. Rypdal er nú aö mestu kominn yfir I nútimatónlist og átti symfóníu sem send var i tón- listarsamkeppni Noröurlanda- ráös. Auk Arilds Andersen má af bassaleikurum nefna þá Björn Alterhaug og Terje Venás. Til aö spjalla viö oss um norsk- an djass og fleira I þvl sambandi völdum viö Arild Andersen, einn af fáum norskum djassleikurum sem komiö hefur til Islands. Arild er gróinn i norsku djasslifi, lék I 4 ár meö Jan Garbarek og sam- hliða meö Karin Krog, en stofnaöi siöan eigin hljómsveit. Hann hefur leikiö inn á mikinn fjölda platna, mest meö þeim tveimur fyrrnefndu sem og þrjár plötur meö eigin kvartett, Clouds in my head, Shimri og Green shading into blue. Þær hafa og allar verið gefnar út af plötuútgáfufyrir- tækinu ECM. Þá hefur hann leikiö inn á dúó-plötu meö djasssöng- konunni Sheilu Jordan. Af eldri djassleikurum sem hann hefur leikið meö um skemmri tima má nefna þá Stan Getz og Don Cherry. Taxinn öslaöi krapaöar götur i úthverfi Oslóar. Snotur timbur- hús á báöa vegu. Eftir þvi sem lengra var haldiö upp veg Friö- þjófs Nansens rýndu menn fastar út um bflrúöurnar. Ot var stigiö og viö Gunnar Kvaran ljós- myndari horföum rannsakandi á næstu hús. Viö eitt þeirra stóö Volkswagenrúgbrauð. Þetta er húsiö, hugsuöum viö samtimis— I þokkalegu einbýlishúsahverfi getur enginn átt svona bil nema sá er þarf aö feröast meö kontra- bassa. Arild opnaði dyrnar og visaöi til stofu. A vegi okkar sáum viö „í Bandaríkjunum vilja allir hafa eigiö band — sá sem stjórnar hefur nefnilega helmingi hœrri hlut en hinir pianó i einu herbergi og flygii i ööru, — Arild er ekki einn um aö fremja tónlist i húsinu. sambýlis- kona hans er Radka Toneff, ein besta djasssöngkonan I Noregi. Eftir að viö höfum hlammað okkur I hvita sóffa kemur Arild meö kaffikönnu og gerir aö umtalsefni stolt islensku þjóöar- innar og eftirlæti allra Velvak- andaskribenta. Á íslandi ,,Ég spilaði á íslandi 1977. Nokkru siöar fékk ég bréf þar sem ég var beðinn um aö koma aftur, en þaö varö ekkert úr þvi. En, flugfélagiö ykkar, hvaö þaö nú heitir, þaö er voöalegt fyrir- tæki. Ég hef flogiö nokkrum sinnum meö þvi til New York. Ég átti aö spila I Reykjavfk 1973 eöa 1974, meö þeim Bobo Stenson og Jon Christensen. Þá var ég aö koma beint frá djasshátiö I Júgó- slaviu og átti aö fljúga frá Kaup- mannahöfn siödegis og spila I Reykjavik um kvöldiö. Þvi siödegisflugi var hreinlega sleppt.Félagarminir áttuaö fara frá Osló kl. 6 siödegis, en flug- vélin fór á miönætti þaðan! Svo kom i ljós aö ég heföi getaö flogiö tilOslóarog tekiöflugiö þaöan, en ég beiö I Höfn. Þeir Bobo og Jon héldu svo tónleika meö pianói og trommum. Ég haföi spurt um þaö hvort þaö yröi örugglega engin seinkun, — nei alls ekki, slikt geröist næstum aldrei. Siöar kom i 1 jós aö þetta laugardagsflug haföi ekki veriö i gildi i 2 ár! A New-York leiöinni hef ég alltaf lent i 4—12 tima seinkunum, sem koma sér vægast sagt illa þegar menn eru bókaðir á ákveönum stööum á ákveönum tima.” Frá danstónlist yfir ifrjálsan djass — Hvenær byrjaöir þú aö spila? „Þaö var 1957, þá 12 ára gam- all. Þá lék ég á gitar og var i ýmsum danshljómsveitum. A bassa byrjaöi ég 1964 og haföi þá spilað djass um nokkurn tima. A þeim tima var nóg af mönnum sem léku á rafmagnsbassa, en vantaði hins vegar kontrabassa- leikara og það olli þvi aö ég hætti á gitar en tók til viö kontrabass- ann. Viö lékum mikiö á gamla Club 7 á þessum árum og 1968 þegar ég var búinn meö her- þjónustu og haföi lokiö námi sem rafmagnstæknifræöingur gerðist ég atvinnumaður.” — Spilaöir þú aldrei rokk á þessum tlma? „Nei, ég hef aldrei spilaö venjulegt rokk. Ég fór beint úr danstónlistinni yfir i djassinn. Fyrst var þaö mainstream og dálitiö be-bop. Ég varö hins vegar aldrei mjög hrifinn af be-boppinu og hlustaöi mest á John Coltrane, Albert Ayler og Archie Shepp, — þaö sem helst var aö gerast kringum miöjan sjöunda ára- tuginn. Þannig fór ég þvi sem næst beint yfir i frjálsa djassinn. Um þetta leyti byrjaöi ég aö spila meö Jan Garbarek og Jon Christ- ensen og þá lékum viö tónlist I anda Archie Shepp og Art Ensemble of Chicago. Slik tóníist var þá litt leikin hér I Noregi. Fram til 1973 spilaði ég mest meö Jan Garbarek annars vegar og Karin Krog hins vegar. 1969 stofr.uðum viö kvartett, Jan Garbarek, Jon Christensen, Terje Rypdal og ég. Um 'þaö leyti kynntumst viö Manfred Eicher hjá ECM-plötuútgáfunni, sem þá var nýbúiö að setja á laggirnar. Manfred kom hingaö og viö iékum inn á plötu sem ECM gaf út.” Bandarikjadvöl og eigin kvartett — Hvenær byrjaöir þú meö eigiö band? „Þaö var voriö 1974. Þá var ég hættur meö Jan, — ég haföi áhuga á aö leika tónlist sem væri harmoniskari og ryþmiskari, eftir aö hafa veriö töluvert lengi i frjálsa djassinum. Siöari hluta ársins 1973 var ég um tima i Bandarlkjunum. Ég þekkti þar ýmsa tónlistarmenn sem ég haföi leikiö meö hér, s.s. Joe Farrell, Steve Kuhn og Paul Bley. t fyrri Bandarikjaferöum haföi ég veriö styttri tima og oröiö aö fá lánaðan bassa, en I þetta skipti var ég I nokkra mánuöi og spilaöi mest meö Sam Rivers og Barry Alt- schul. Er ég kom heim aö nýju haföi ég mikið af eigin efni og stofnaöi hljómsveit með þá litt þekktum tónlistarmönnum — Pál Thowsen á trommur, Jon Balke á píanó og Knut Riisnæs á tenór- saxófón. Viö fengum strax nóg aö gera og lékum fljótlega inn á plötu fyrir ECM.Clouds in my head. Ég var svo meö kvartett þangaö til I fyrra — aö visu meö fleirum en þeim fyrrnefndu. Auk þeirra voru Nokkrir Islendingar hafa komiö viösögu í norsku djasslifi. Þessi mvnd, tekin Iseptember 1958, er ór ný- legu tölublaöi Jazznytt, sem er timarit norskra djassáhugamanna, og sýnir m.a. Viöar Alfreösson trompetleikara (1. frá hægri) og Sigurbjörn Ingþórsson bassaleikara (2. frá vinstri). Auk þeirra er á myndinni einn af bestu saxófónleikurum Norömanna I dag, Björn Johansen (2. frá hægri). I skýringar- texta I Jazznýtt segir hún aö hafi verið tekin á djammsessjón i Tönsberg Jazz Society.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.