Þjóðviljinn - 08.06.1980, Blaðsíða 15
Sumiudagur 8. júni 1980. ÞJOÐVILJINN — SIÐA 15
Ungmennafélag íslands:
Göngudagur
fjölskyldunnar
Ungmennafélögin i landinu
hafa ákveöiö aö efna til „Göngu-
dags fjölskyldunnar” þann 14.
júni n.k. Þaö ágæta „uppátæki” á
sér nokkurn aödraganda og er
hann i stuttu máli þessi:
A fundi stjórnar UMFt I okt. sl.
var samþykkt svohljóöandi til-
laga:
„A undanförnum árum hafa
augu manna opnast fyrir nauö-
syn almenningsiþrótta og úti-
vistar, þar sem öll fjölskyldan
getur veriö þátttakandi.
Ungmennafélag tslands vill
hvetja fólk til slikrar þátttöku.
Gönguferöir um landiö er heppi-
leg leiö til útivistar, til hollustu,
til aö kynnast landinu betur og tií
aö efla tengsl fjölskyldunnar.
Ungmennafélag Islands hefur
þvi ákveöiö aö koma á „göngu-
degi ungmennafélaganna”,
(göngudegi f jölskyldunnar)
laugardaginn 14. júni 1980.
Hvert ungmennafélag skal i
upphafi skipa starfshóp, er velji
gönguleiö, helst i nágrenni félags-
svæöis. Gönguleiö mætti hugsa
sér 2-7 tima gang. Hvert félag
getur valiö fleiri leiöir. Starfs-
hópurinn skrifi leiöarlýsingu og
veröi hún fjölrituö. Mun UMFl
aöstoöa þau félög, er þess óska.
Feröir þessar veröi vel auglýstar
og fólk hvatt til göngunnar og
veröi þær öllum opnar”.
Ofanskráö samþykkt er upp-
hafiö aö þvl, sem nú stendur fyrir
dyrum aö framkvæma laugar-
daginn 14. júnl: aö safna fólki
saman til þátttöku i „göngudegi
fjölskyldunnar”.
Siöastliöinn vetur var svo mál
þetta kynnt á þingum héraössam-
bandanna og fékk góöar undir-
tektir. Þá voru send bréf meö
leiöbeiningum um undirbúning og
framkvæmd til allra ungmenna-
félaga á landinu, en þau eru tæp-
lega 200 talsins.
Nú er komiö aö lokasprettinum
viö aö undirbúa gönguna. Er þess
vænst, aö sem allra flest ung-
mennafélög standi vel aö fram-
kvæmdinni og raunar vitaö, aö
flest þeirra hafa þegar skipulagt
sina gönguleiö og önnur eru aö
leggja á þaö siöustu hönd.
Ungmennafélag Islands telur
„göngudag fjölskyldunnar”
þjóna margvislegum tilgangi.
Hann á aö vera liöur i þvi starfi
ungmennafélaganna aö hvetja
fólk til útiveru og náttúruskoð-
unar. Hann á aö stuöla aö þvi aö
fólk kynnist betur nánasta um-
hverfi sinu og hann á að vera
skemmtilegt viöfangsefni allrar
fjölskyldunnar hluta úr degi. Þvi
má og bæta við, aö slikar göngu-
feröir eru holl og hressandi iþrótt
fyrir alla.
Fallegar gönguleiöir eru ótelj-
andi á Islandi. Eitt er þó, sem á
hefur skort, en þaö eru góöar
leiöalýsingar á heppilegum
gönguleiöum þvi nokkur sann-
leikur er I þeim oröum Tómasar
Guömundssonar skálds, aö
Landslag yröi litils viröi ef þaö
néti ekki neitt”
Meö göngunni er ætlunin aö
bæta þarna nokkuð úr. Hugmynd-
in er aö fólk safni saman i stutta
lýsingu þvi helsta, sem fyrir aug-
un ber á þeirri leiö, sem fyrir
valinu veröur. Sú leiöarlýsing
þarf aö fela i sér: l.LýsingU'
gönguleiöar. 2. Ornefni. 3. Jarö-
fræöi. 4. Sögu. 5. Þjóösögur, þjóö-
trú. Viöast hvar eöa allsstaðar
mun hægt aö fá einhvern þann
meö i gönguna, sem kann skil á
þessum þáttum.
Ungmennafélag Islands hvetur
fólk til þátttöku i göngudeginum
og mun, aö honum loknum, senda
MUNIÐ
að áfengi og
akstur eiga ekki
saman
öllum þátttakendum viðurkenn-
ingarskjal, en nöfn þátttakenda
veröa skráö I upphafi hverrar
göngu. Þá vonast ungmennafél-
ögin til aö geta þróaö þessa starf-
semi I þá átt, aö göngudagurinn
veröi árlegur viöburöur um allt
land.
A félagssvæöum ungmenna-
félaganna veröa á næstu dögum
sett upp auglýsingaspjöld, sem
segja til um gönguleiö, göngu-
stjóra, brottfarartima og brott-
fararstaö.
Ungmennafélögin bjóöa ykkur
velkomin til þátttöku i „Göngu-
degi fjölskyldunnar” 14. júni.
— mhg
Pálmi Gislason, formaöur UMFI og Siguröur Geirdal, framkvæmdastjóri UMFI.
Mynd: Ella.
Víð fögnum nýrri fiugvél
Boeing727-200
tll þjónustu á Evrópuleiðum
Stórum,aflmiklum og glæsilegum farkosti,
sem nú bætist í flugflota landsmanna.
FLUGLEIÐIR