Þjóðviljinn - 08.06.1980, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 08.06.1980, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 8. júni 1980. UOOVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans Framkvœmdastjóri: Eiöur Bergmann Hitstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Kjartan ólafsson Fréttastjóri: Vilborg Haröardóttir. Auglýsingastjóri: Þorgeir Olafsson. Umsjónarmaöur Sunnudagsblaös: Þórunn Siguröardóttir Rekstrarstjóri: Úlfar Þormóösson Afgreiöslustjóri: Valþór Hlööversson Blaöamenn: ÁlfheiÖur Ingadóttir, Einar Orn Stefónsson, Guöjón Friöriks- son.Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnvis H. Gíslason, Sigurdór Sigurdórsson. Þingfréttir : Þorsteinn Magnússon. tþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Gunnar Elísson Utlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnssoru Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Safnvöröur:Eyjólfur Arnason. Auglýsingar: Sigriöur Hanna Sigurbjörnsdóttir. Skrifstofa :Guörún Guövaröardóttir. Afgreiösla: Kristin Pétursdóttir, Bára Halldórsdóttir, Bóra Siguröardóttir. Simavarsla: Olöf Halldórsdóttir, Sigriöur Kristjánsdóttir. Bílstjóri: Sigrún Báröardóttir. Húsmóöir: Jóna Siguröardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Utkeyrsia: Sölvi Magnússon, Rafn Guömundsson. Ritstjórn, afgreiösla og auglýsingar: Siöumúla 6, Reykjavfk, simi 8 13 33. Prentun: BlaÖaþrent hf. Nýtt og stærra SUNNUDAGSBLAÐ • Sunnudagsblað Þjóðviljans kemur nú út í nýjum búningi. Nýtt og stærra Sunnudagsblað er tilraun sem Þjóðviljinn gerir í sumar. Nú kemur helgarlesningin strax á laugardagsmorgni og er það von ritstjórnar að sú nýbreytni mælist vel fyrir. • Þau dagblöð sem ætla að halda velli verða að laga sig að þeim þjóðfélagsbreytingum sem yfir ganga. Reynsl- an erlendis sýnir að það getur orðið erfið raun aðstand- endum og starfsmönnum rótgróinna blaðastofnana að færa starfshætti sína í það horf að þeir svari kröfum tímans. Engu aðsíður er nauðsynlegt að ganga í gegnum slikan hreinsunareld og mikilvægt að þar séu allir sem tengdir eru viðkomandi útgáfu til kvaddir. ®Af breyttum viðmiðunum sem blöð verða að hafa í huga mætti nefna nokkrar sem sköpum skipta. Sjón- varpsöldin hef ur haft í för með sér byltingu og samfara henni verður fólki eiginleg myndrænni skynjun en áður. Ljósvakamiðlarnir bregða fréttum og myndum á loft, en blöðin hljóta að skoða og skilgreina í kjölfarið, og birta ef ni sem hægt er að grunda í ró og næði en nýtur sín ekki á hraðfleygri sjónvarpsstund. Menntunarbyltingin er önnur meginbreyting sem átt hef ur sér stað. Á hverjum áratug bætast nú í hóp f jölmiðlaneytenda tugþúsundir íslendinga sem hafa lagt að baki langskólanám og gengið hinn formlega menntaveg á enda. Þessi breiði f jöldi hlýtur að breyta þeim kröfum sem gerðar eru á hendur dagblaða. Þá má geta örtölvutækninnar og iaser- geislans sem eru að breyta framleiðsluferli dagblaða um allan heim. Og er þá fátteitttalið. A undangen>gnum vikum og mánuðum hef ur farið f ram mikil og skipuleg umræða um starfshætti, efnisáherslur og efnistök meðal starfsfólks Þjóðviljans. Margt af því sem þar hef ur verið til umræðu er um það bil að komast í framkvæmd. Að sönnu hef ur oft áður verið efnt til mál- þinga innan Þjóðviljahúss sem utan, en að þessu sinni hefur verið reynt að tryggja að ekki yrði látið sitja við orðin tóm. • Fyrsta breytingin sem sprettur af þessari umræðu starfsf ólks og snýr að lesendum er nýtt og stærra Sunnu- dagsblað. Við gerum eins og sagði í upphaf i þá tilraun í sumar að slá saman laugardags- og sunnudagsblaðinu. Fimm daga vinnuvika er orðin raunveruleg að minnsta kosti yfir sumartímann víðast á landinu. Sumartímann notar fólk til ferðalaga, útivistar eða hvíldar um helgar og þá er gott að þurfa ekki að bíða eftir helgarlesning- unni til laugardagskvölds. Nú kemur Sunnudagsblaðið sem sagt á laugardagsmorgni og hægt er að grípa til þess alla helgina. Við sáum ekki ástæðu til þess að breyta nafni blaðsins því það hefur unnið sér hefð og markaði á sínum tíma nýtt skeið í helgarútgáf um dag- blaðanna íslensku. Þjóðviljinn var fyrstur blaða hér- lendis að taka upp vandaða helgarútgáfu að hætti erlendra blaða. • Með nýju og stærra Sunnudagsblaði og niðurfellingu laugardagsblaðsins í sumar vakir það einnig fyrir okkur að nýta mannafla blaðsins til ýmissa sérverkefna og í sérútgáfur sem við höfum áhuga á að festa í sessi. Stundum finnst ritstjórnarfólki að í rauninni sé blaði þess ritstýrt út í bæ af því mikla aðstreymi sem kemur f rá félöguhn, einstaklingum, stof nunum og stjórnvöldum inn á ritstjórnarskrifstofur. Á lítilli ritstjórn er sérstak- lega erfitt að rækta sérstöðu þá sem Þjóðviljinn vill skapa sér með því að varla hefst undan við blaðið á morgun. • Við vonum að lesendur og velunnarar Þjóðviljans taki tilraunastarfsemi okkar vel í sumar. Með breyttum út- gáfuháttum er það von okkar að takist að gefa út skipu- legra blað en áður, að betur auðnist að rækta sérstöðu Þjóðviljans án þess að þrengja skírskotun hans, og að tóm gefist til sérátaka í ýmsum málaflokkum. —ekh. * úr aimanakinu Umhverfi 80 er uppákoma sem hefst i dag, laugardaginn 7. júni. 1 Breiðfirðingabúö og nágrenni verður margs konar list og lyst i hávegum höfð fram til miðs mánaðar eins og lesa má um annars staðar i Þjóövilj- anum. Þetta minnir á að ótrúleg stakkaskipti hafa orðið á gamla, góða miðbænum undanfarin misseri. Hann er smátt og smátt að ganga i endurnýjun lifdaga sinna en smiðshöggið á þá þróun gæti verið afnám flugvallar i Vatnsmýri. Miðbærinn hefur goldið þess hve \borgin er orðin mikil á langveginn. Frá Pósthúsinu gamla til ystu endimarka I Breiðholti og Arbæjarhverfi eru liklega einir 10 kilómetrar svo að það er ekki sjálfsagt mál að skreppa þaðan niður i bæ og njóta iðandi mannlifs sem ætti Menningarrætur að fylgja öllum almennilegum borgum. Með þvi að flytja flugvöllinn skapast ævintýralegir mögu- leikar til að þétta byggðina og styrkja kjarna borgarinnar auk þess sem það er mun ódýrari kostur heldur en að reisa nýtt hverfi i Korpúlfsstaðalandi jafnvel þótt lagning nýs flug- vallar sé með i dæminu. Breiðfirðingabúð er gott dæmi um það ástand sem rikt hefur i miðbænum. Hún hefur um ára- bil staðið litið sem ekkert nýtt og þvi miður er það svo um mörg önnur hús. Nægir þar að nefna Bernhöftstorfu og Fjala- kött. Breiðfirðingabúð er lika gott dæmi um hin nýju viðhorf. Listamenn og áhugamenn um lifandi umhverfi hafa nú lagt hana undir sig um hrið og von- andi leggst hún ekki i dvala á ný. Þá er Bernhöftstorfan einnegin að vakna til lifs og sæt- ir það miklum tiðindum eftir 10 ára rifrildi. Skemmtilegustu borgir i heimi eru þær sem standa þétt og eru rikar af gömlum hefðum. Amsterdam i Hollandi er ein slikra borga en systir hennar, Rotterdam, er miklu leiðinlegri og vélrænni borg. Stafar það af þvi að i heimstyrjöldinni miklu, sem lauk árið 1945, var borgin skotin i rúst svo að vart stóð steinn yfir steini. Þess vegna er nær öll miðborgin ný: stál, gler, steinsteypa og breiðar götur. Lika var reynt að leggja gömlu Reykjavikurborg i rúst, ekki þó með sprengjum heldur af kynslóð sem ruglaðist þegar velferðin helltist yfir þjóðina. Þessi kynslóð varð svo hugfang- in af framförunum að hún gleymdi þvi að til þess að tré geti staðið verður það að hafa rætur. Gömlu húsin i Reykjavik eru hluti af menningarrótum okkar og nauðsynleg til þess að borgin visni ekki upp, Með þessu er ég ekki að segja að hvert gamalt hús eigi rétt á sér en þau eru orðin svo fá að vega verður og meta hvert hús áður en ákvörðun er tekin um framtíð þess. Þetta mat verður að einkennast af ihaldssemi. Reynslan sýnir að séu þessi hús vel byggð i upphafi geta þau ágætlega þjónað sfnum tilgangi áfram. Upp um öll Þingholt er nú verið að flikka upp á hús frá timburhúsaöldinni og er þar ungt fólk i fararbroddi. Það sækist eftir þeim þægindum- sem fylgja þvi að búa nálægt miðbæ, i rótgrónu, gróðurriku og afar margbreytilegu umhverfi. Timbur er lika lifrænt efni og fólki liður vel inn- an timburveggja, ekki sist ef þeir eru gamlir og anda frá sér andblæ liðinnar tiðar. I Bernhöftstorfu er verið að opna finan matsölustað, sem verður örugglega eftirsóttur þó að ekki væri nema vegna húss- ins. Reyndar hefur um áratugi verið rekinn annar matsölu- staður i gömlu timburhúsi i miðbænum. Það er Naustið, eitt finasta veitingahús borgar- innar. Nú er komiö fram i dagsljósið nýtt deiliskipulag fyrir hverfið milli Pósthússtrætis og Lækjar- götu,sunnan Austurstrætis. Það er gert i anda varðveislustefnu en þó er gert ráö fyrir ákveðinni og eðlilegri endurnýjun. 1 skipu- laginu er gert ráð fyrir mjórri verslunargötu sem á að hlykkj- ast að húsabaki fyrir gangandi umferð og vera að einhverju leyti yfirbyggð. Þáttur i miðbæjarvakningu. ' Nú virðist Bernhöftsforfu borgið og þá hlýtur næst að koma að Grjótaþorpinu sem enn himir i nokkurri niðurniðslu og biður sins vitjunartima. Þröngar og hlykkjóttar götur þorpsins bjóða upp á mikla' möguleika og hlýju sem kaupmenn og veitingamenn ættuaö koma auga á. Eðlilegast væri að þétta þorpiö með húsum sem falla vel að þeim sem fyrir eru, annaðhvort nýbyggingum eöa húsum sem flytja verður úr öðrum hverfum. Þannig væri Guðjón Friðriksson skrifar hægt að mynda heila húsaþyrp- ingu á stóra, ljóta bilaplaninu við Vesturgötu. Morgunblaðs- húsið er enn eins og skrattinn úr sauðaleggnum i Grjótaþorpi en við þvi er ekkert að segja. Oft þarf ekki nema litla hug- kvæmni til að lifga upp á umhverfið. Viða erlendis eru t.d. smáverslanir skreyttar utan dyra með blómapottum og blómakerjum. Slikt mætti vel gera t.d. I Austurstræti og við Laugaveg. Lækjartorg er afskaplega grátt eins og það er núna.Heilmikið mætti lifga upp á það með þvi að flagga borðum og fánum um torgið þvert og endilangt. Einnig mætti setja upp blómakassa utan á Otvegs- bankann og væri þá mikið feng- ið fyrir litið fé. I tengslum við Umhverfi 80 kemur út blað sem heitir Bráð- ræði. Þar er m.a. stungið upp á þeirri hugmynd að borgin skyldi alla kóra og hljóðfærasveitir til að koma fram á Lækjartorgi á góðviðrisdögum, einum eða tvisvar sinnum á sumri. Reyndar þyrfti örugglega ekki að skikka þessar sveitir til að koma. Þær gerðu það með ánægju enda góð auglýsing. Mikill kostnaður er þvi sam- fara að koma upp sviði og hátalarakerfi i hvert sinn sem haldinn er útifundur eða skemmtun á Lækjartorgi. Það yrði þvi fljótt að borga sig að koma upp föstu sviði á torginu með fullkomnum tækjum. Það yrði að sjálfsögðu að vera fal- legt. Reyndar var það mikill feill þegar nýja húsið við Lækjartorg var hannað að gera ekki ráð fyrir innbyggðu sviði sem visaði út á torgið. Aö lokum: Hlúum að menn- ingarrótum Reykjavikur og gerum hana lifvænlegri borg.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.