Þjóðviljinn - 08.06.1980, Blaðsíða 27

Þjóðviljinn - 08.06.1980, Blaðsíða 27
 \ r- 3 f t 1H'-t Kt, r r nA ^Wíl.ír/ i< l> l<; — Afi* > :»« Sunnudagur 8. júni 1980. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 27 visna- mál * />ó að hvölfist veröld víð Umsjön: < Adolf J.E Petersen Einn afkastamesti hagyrö- ingur fyrr og siöar er eflaust SlmonBjarnarsonDalaskáld.Til er eftir hann mikiö safn af rlm- um, ljdðabréfum og lausavlsum ásamt mörgu öðru sem hann kvaö; margt hefur þó llka glat- ast eða hefur ekki veriö birt á prenti. Enn munu til I minnum manna margar visur eftir hann sem hvergi hafa komist á prent- að blaö og vafasamt að muni gera þaö. Slmon var einn þeirra, og kannski öðrum fremur, sem alltaf gat ort, hvernig sem að- stæöur voru; bragalistin brást honum aldrei. Glaðvær og létt- lyndur farandsveinn flutti hann meö sér það ferðanesti, sem hann sjálfur bjó sér, og miölaöi öðrum óspart af: Slmon bala bráins slóð, Bjarnar talinn niður, kátur gala kunni Ijóð kenndur Dali viður. Þannig kvað hann um sjálfan sig, en Jón Magnússon á Mæli- felli kvaö um Slmon þessa hug- lægu vlsu: Fær oft Simon hugann hresst, Hómer Skagfirðinga, hrærir gigju braga best, blóminn hagyrðinga. Sést af þessu að Jón hefur metið Simon að verðleikum og llkir honum viö grlska forn- skáldiö Hómer. Símon var vinsæll mörgum öörumhagyröingum fremur. Þó svo bæri við aö hann I fljótfærni léti kviðling falla sem telja mátti hvefsni viö náungann, bætti hann ætlö úr þvl. Um Vin - semd kvað Simon: stundarsakir, en að þvl kom að hann kvæntist Margréti Sig- urðardóttur, en þau skildu. I óyndi slnu Ut af þvl kvað hann: Ljót mig baga leiðindin, — ljóöa klagar gjörðin —, hryggur slagar hugurinn heim I Skagafjörðinn. Man ég, frið I Dölum drós dugði smiða bögur, hennar bliðu brúna ljós brunnu iðilfögur. Við I næði Ijóða leik létum fæða gaman, ég og klæða indæl eik ortum kvæði saman. Sú réð gæða mjúklynd mæi meinin græða hörðu, saman æðar ástar tvær okkar blæða gjörðu. Mæðu hrannar erja á, ekkert kann nú styðja, mig þvl svanna flæmdi frá forlaganna gyöja. A sinum mörgu ferðum um landið hefur Slmon eflaust oft komist I kynni við náttúruöflin og veörabrigðin, en sjaldan kvaö hann um storma og stór- hrlðar. A ferö um kvöldtlma kvað hann: Mörg þó hrlðin mikið köld mjöllu skrýði hjalla, vetrar tiðum kæru kvöld kæta lýði allra. Garpar kjósa iánið léð, land þó frjósi bera, I tungls ljósi úti með yngisdrósum vera. Gott er að eiga góðan vin I grimmu llfs andstreymi. Það er guðlegt geislaskin, gjöf frá æðra heimi. Þar sem forðum gjörði gljá glaöheims skorðuð rósin, himinsstoröum uppi á iða norðurljósin. Vlst er þaö, að Slmon lenti oft I sennum I kveðskap, eins og t.d. viö Bólu-Hjálmar. Þó hann teldi sig ekki vera jafnoka Hjálmars, gaf hann honum samt ekki eftir I þeim efnum. Töldu sumir að Símon bæri jafnan hærri hlut I þeirra viöureign, svo sem heil- ræöisvísur er Slmon sendi Hjálmari bera vott um: Þú hefur, Hjálmar, lastfullt ljóð látið ótæpt dynja, eins og þegar yfir lóö ógnaskúrir hrynja. Leggðu niður ljótan sið, ljúfur vertu og frómur, gömlum þér þvi gapir við gröfin, hel og dómur. Fetaðu dyggða ferilinn fram að dauða þlnum. Hlýddu þessum, Hjálmar minn, heilræðunum brýnum. Þegar Hjálmar var oröinn ellihrumur og illa haldinn lík- amlega, lét hann ekki niður falla að yrkja svo sem andi hans var skaptur til. Um það kvað Slmon: EUin bilar ekki haus, ýta skáldið góða, Hjálmar, nærri heyrnarlaus, hamast við að ljóöa. Mærðir dýrstar mynda kann meöur visku gnóttir, þar til brottu héðan hann hrlfur Loka dóttir. Ætlö hafði Slmon yndi af að kveða um kvenfólk, og þá ekki hvaö slst um ungar og ógiftar meyjar. Kannski hefur hann oröiö ásthrifinn af þeim um Máninn gljáir lofts um Iund Ijóma háan viður, yfir sjáinn glatt og grund geislum stráir niður. Vetrar iöil blikar braut björmum frlðu meður. Ó, hvað bliöa uppheims skraut alla lýöi gleður. Ekki mun Slmoni hafa þótt fráleitt að bragöa vln svona ein- stöku sinnum. Kunn er sagan um það er hann var viö öl I Reykjavlk og lögregluþjónar staðarins ætluðu að taka hann I geymslu, en hættu við þegar hannhafði kveðiö þessar vlsur: Sonur Hjálmars ef ég er, af sem tálmast neyðir, skulu álma hlynir hér heljar skálma leiöir. Um svo kvarti ýta val ei með hjarta linu, illt og margt ég yrkja skal inni I svartholinu. Þó að hvölfíst veröld viö, vitiö ölvað meður ég skal mölva, eyða frið, ykkar bölvaö svartholið. Nokkuö kom út á prenti eftir Slmon meöan hann liföi. Varð hann þá oft fyrir aðkasti I blöð- um og þaö á óréttmætan hátt. Eflaust hefur það gert honum gramt I geði, þó hann léti lltiö á þvi bera. Hann kvað samt um þau skrif, eina vlsu, sem vitaö er og geymst hefur: Ekki skal ég æðrast par er meö huga glööum, nafnlausir þó nlðingar nagi mig I blöðum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.