Þjóðviljinn - 08.06.1980, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 08.06.1980, Blaðsíða 23
Sunnudagur 8. júni 1980. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 23 sænski planistinn Lars Janson og saxöfónleikarinn finnski Juani Altonen. - Kvartettinn hætti fyrir riimu ári. Þá fannst mér kominn timi til aö þreifa fyrir sér meö nýja hluti, eftir aö hafa veriö meö kvartett I 5 ár og tiltdulega sömu tegund tónlistar.” Hár rekstrarkostnadur — 1 vetur hefur þú leikiö meö ymsum hljóöfæraleikurum — Alex Riel, Steve Dobrogousz, Kenny Wheeler og Poul Motian... „Já, ég fékk áhuga á aö reyna ýmsar samsetningar. Ég hitti þá Dobrogousz og Riel I Svlþjóö s.l. sumar og viö ákváöum aö reyna þrír saman. Fyrst lékum viö saman I október s.l. og geröum þá sjónvarpsþátt og svo aftur I janiiar. NU I mailok mun trlóiö spila í Danmörku og þá veröur Radka einnig meö.” — En meö þeim Paul Motian, Kenny Wheeler og Dobrogousz? „Þaö var eitt af þvl sem ég haföi áhuga á aö reyna. Viö höfum veriö á tónleikaferöalagi sem er nýlokiö. Ég hef einnig velt fyrir mér plötuútgáfu meö þeim, sem og aö halda samstarfinu eitt- hvaö áfram. Þaö band er reyndar ansi dýrt i rekstri þar sem einn býr I Stokkhólmi, annar I LundUnum, sá þriöji I New York og ég bý I Osló! Þaö var nógu erfitt áöur meö Juani Altonen I Helsinki og Lars Janson I Gautaborg.” Kraftmeiri,,live ” — Mér finnst bassaleikur þinn töluvert kraftmeiri á tónleikum en á plötum... „Þaö er erfitt aö fá sama ákafa i leikinn þegar spilaö er ínn á plötu. Aö spila á klúbbi og i stúdiói er ansi ólikt.” — Hafa ekki veriö hljóöritaöar ,,live”-plötur meö leik þlnum? „Þaö eru til upptökur meö kvartettnum sem ekki hafa veriö gefnar út. Hins vegar eru til á plötum ,,live”-upptökur frá Zagreb og Montreux, þar sem ég spilaöi meö Karin Krog.” Hörö samkeppni — Þér hefur aldrei dottiö I hug aö búsetja þig erlendis? „Ég hef ekki velt þvi sérstak- lega fyrir mér. Ég kann ágætlega viö mig I borgum eins og Kaupmannahöfn og New York. En t.a.m. þaö aö flytjast til New York held ég tæpast aö hafi nokkuö upp á sig. Ég þekki þar ýmsa mjög góöa tónlistarmenn sem vandra um og koma ekki I framkvæmd helmingnum af því sem ég get gert meö þvl aö búa hér. T.d. aö hafa eigiö band, geta spilaö eigin tónlist. Samkeppnin er grlöarlega hörö I New York og ef maöur flytti vestur um, væri ekki um annaö aö ræöa en aö gerast bassaleikari I ryþmadeild hjá einhverju þekktu bandi, eins og hjá Stan Getz. Um eigin hljóm- sveit væri tæpast að ræða. Ég þekki fólk sem hefur stund- aö slíkt I 2—3 ár og slöan stofnaö eigiö band, en þaö hefur mis- heppnast I fletum tilvikum. 1 Bandarlkjunum vilja allir hafa eigiö band — sá sem stjórnar hef- ur nefnilega helmingi hærri hlut en hinir.” — Hvaö um hljómleikaferöalög i Evrópu? „Upp á síökastiö hef ég mest spilaö hér I Noregi og á hinum Noröurlöndunum. Evrópuferö- irnar hafa aöallega veriö skipu- lagöar af ECM, — sföast var ég á feröalagi meö trlói Poul Motian fyrir einu og hálfu ári slöan. Ég hef ekki veriö meö fast band I nokkurn tima svo ég hef ekki reynt að koma I kring Evrópu- feröalagiaf þeim sökum. A þessu ári væri ég spenntur fyrir slíku, en markaöurinn er þröngur. Hvaö ECM snertir, þá hafa þeir mikinn fjölda af bandarlskum hljóm- sveitum sem evrópsku djass- áhugafólki þykir meira nýnæmi I. — Hefur þér aldrei dottiö I hug aö spila eitthvaö meö þeim eldri og heföbundnarif djassinum, eins og Níels Henning hefur gert? „Nei, alla vega ekki I þeim mæli. Hann er meira bundinn be - boppkenndri tónlist. Þaö er hans sterkasta hliö —, hann er jú heimsins besti bassaleikari, þ.e. hvaö snertir beina meöhöndlun hljóöfærisins. Þar kemst enginn I samjöfnuö. Slöan hafa menn mis- . . ef maður hefði tekið fyrir norska þjóðlagatónlist, einhver þemu úr henni og kallað afraksturinn norskan djass, hefði það orðið mikil auglýsing...” Þekktasti djassleikari norö- manna — Jan Garbarek. jafnan smekk og einnig er mis- jafnt hvaö menn telja sig vera aö gera meö tónlistinni.” Norskt djasslíf — Hvernig er ástandiö I norsku djasslífi? „Þaö gæti veriö betra. Þó er djassinn frekar á uppleiö. Fleiri og fleiri reyna aö lifa á þvi aö leika djass og töluveröum hópi tekst þaö.” — Hvaö hefur helst breyst i norsku djassllfi á þeim tíma sem þú hefur verið þar þátttakandi? „Hann hefur komist meira út fyrr landsteinana. Fyrir 10 árum síöan var lltiö um aö norsk djass- bönd lékju erlendis. Nú gerist það i töluverðum mæli. Þetta er þróun sem hófst meö þeim Karin Krog og Jan Garbarek. Ég man eftir þvl aö þegar viö Garbarek, Terje Rypdal og Jon Christensen fórum I okkar fyrstu Evrópuferö, vorum viö mjög spenntir aö sjá hvernlg okkur yröi tekiö á meginlandinu. Viö fengum ágætar viötökur og okkar tónlist stóöst greinilega sam jöfnuö viö þaö sem þar var aö gerast. I dag er norskur djass viöurkenndur alþjóölega og hér er hópur tónlistarmanna sem er fullgildur á alþjóölegum vett- vangi.” Djass á Norðurlöndum — Hvaö um djassllf almennt á Noröurlöndum? „Þaö er ekki gott aö segja. Hvaö Finnland snertir, þá þekki ég ýmsa djassleikara finnska sem kvarta yfir þvl aö erfitt sé aö lifa á því aö leika þar djass. Edvard Vesala er t.d. fluttur til Parlsar og Juani Altonen lifir af stúdlóvinnu. I Danmörku er aö finna marga mjög góöa djassleikara, og þaö lítur Ut fyrir aö margir þeirra geti lifaö af djassleik. Þeir hafa t.d. Radioens Big Band og Radio- jazzgruppen og þar eru margir góöir hljðöfæraleikarar. I Kaup- mannahöfn hafa einnig búiö ýmsir bandarlskir hljóöfæraleik- arar og þaö hefur eflt djasslífiö og komiö þvl á hærra stig. Aö hafa menn á borð viö Dexter Gordon og Johnny Griffin er ákveöin trygging fyrir góöri tónlist. Þá má þakka Nlels Henning þaö aö Danir eiga nú a.m.k. 4- 5 bassa- leikara á alþjóöalegan mæli- kvaröa. Hvaö Sviþjóö snertir þá hef ég á tilfinningunni aö þar hafi djass- klúbbum fækkaö aö undanförnu. Þar er ákveöin deyfö rlkjandi. Ýmsir sænskir djassleikarar láta mjög illa af atvinnumögu- leikum.” Norskur djass. — Er eitthvaö til sem heitir norskur djass, þ.e. djass sem er ólíkur þeim straumum sem annars ráöa I þessari tónlist? „Ég er vantrúaöur á þaö. T.a.m. hef ég hlustaö meira á bandarlskan djass, en norska þjóölagatónlist. Ég heföi þess vegna getaö alist upp I Noröur - Karóllnu. Menn tala mikiö um rætur í þessu sambandi, en t.d. blökkumaöur sem elst upp I New York hefur ekki mikiö meiri tengsl viö þrælahaldiö en ég. Þaö sem mestu máli skiptir er þaö hvaöa tónlist maöur elst upp viö og I hvaöa umhverfi. Og hvar væri djassinn án evrópskrar tón- listarheföar? Ef Chick Corea spilar spánska tónlist, þvl skyldi ég ekki getaö spilaö bandariska? Þaö er sú tónlist sem ég hef alist upp viö. Éghef aldrei haft sem takmark aö spila eitthvaö sem kallast gæti norskur djass. Þaö er ljóst aö ef maöur heföi tekiö fyrir norska þjóölagatónlist, einhver þemu úr henni og kallaö afraksturinn norskan djass, heföi þaö oröiö mikil auglýsing og fólk heföi haldiö þaö vera frumlegt. Þegar maöur heyrir þær tilraunir sem geröar hafa veriö I Sviþjóö til aö djassa þjóölagatónlist, þá er tekið eitthvert þema og siöan spunnið á heföbundinn hátt út frá þvi. Ég hef litinn áhuga á sliku.” Pólitík og kaffi — Fyrir stuttu sagöi Björn Alterhaug i viötali aö djass- inn gerði fólk frjálst og aö djass- áhugamenn gætu síöur oröiö fórnarlömb lýöskrumara og ein- ræöisherra af Hitlersgerö. Hefur þd eitthvaö um þetta aö segja? „Nei”. — Neiiö var þurriegt og slöan kemur þögn. — En nú felst I djassinum frjáls tjáning, spont- anltet... „Ég veit ekki á hverju Alter- haug byggir slna skoöun og get hvorki lýst mig samþykkan né ósamþykkan henni”. — Þetta er spurning um þaö hvort djassinn og ryþmisk tónlist geti gert fólk frjálsara og þar af leiöandi síöur falliö til fylgispekt- ar viö s.n. sterka leiötoga... „Hvaö tilfinningar varðar getur tónlistin gert fólk frjálsara en ekki pólitiskt. Tónlist og stjórnmál —þar á milli er ekkert samband. Fyrir mig hefur tónlist miklu meira gildi en pólitik getur nokkurn tima haft.” — Auövitaö er tónlistin fjar- skyld því sem venjulega er nefnt pólitík, en spurningin er um þaö hvaö maöur kallar pólitlk... ,,AÖ sjálfsögðu. Til er fólk sem heldur því fram aö pólitfk I ákveönum skilningi hafi allt I sér faliö. Maöurdrekkur kaffi — þaö er pólitísk athöfn. Hvaöan kemur kaffiö? Frá BrasilIu.Hvers konar þjóöskipulag rikir þar? Og svo framvegis. Ég drekki kaffi!” SKRIFSTOFUR STUÐNINGSMANNA ALBERTS OG BRYNHILDAR Reykjavík: Nýja húsinu viö Lækjartorg. Símar: 27833 — 27850. Opið frá 9—22 alla daga. Akranes: Félagsheimilinu Röst. Sími: 93-1716. Opið frá 17—22 virka daga og 14—18 um helgar. Akureyri: Geislagötu 10. Sími 96-25177 og 25277. Opið frá 14—19 alla daga. Vestmannaeyjar: Strandvegi 47. Sími: 98-1900. Opiö 14—18 alla daga. Selfoss: Austurvegi 39. Sími: 99-2033. Opiö 18—22 virka daga og 14—18 um helgar. Keflavík: Hafnargötu 26. Sími: 92-3000. Opiö 20—22 virka daga og 14—18 um helgar. Hafnarfjörður: Dalshrauni 13. Sími: 51188. Opiö 20—22 virka daga og 14—18 um helgar. Kópavogur: Hamraborg 7. Sími: 45566. Opiö virka daga frá 18—22 ög 14—18 um helgar. Seltjarnarnes: Látraströnd 28. Sími: 21421. Opiö 18—22 virka daga og 14—18 um helgar. Blönduós: Húnabraut 13, sími 95-4160. Opiö á miövikudögum og sunnudögum kl. 8—10. Hella: í Verkalýöshúsinu. Sími 99-5018. Opið daglega kl. 17—19 og 20—22. Stykkishólmur: í Verkalýöshúsinu. Opiö mánudaga og fimmtudaga kl. 8—23. Garöabær: Skrifstofa Safnaöarheimilisins, sími 45380. Opiö alla daga frá kl. 1—21. Skrifstofurnar veita allar upplýsingar um kjörskrá, utankjörstaöakosningu, og taka á móti frjálsum framlögum í kosningasjóö. Kjósum Albert Maður fólksins Auglýsing frá ríkisskattstjóra Frestur til skila á skrám vegna sérstaks eignarskatts skv. lögum nr. 29 frá 23. mai 1980 á fasteignir sem nýttar voru við verslunarrekstur eða til skrifstofuhalds i árslok 1979: Samkvæmt 5. grein laga nr. 29 frá 23. mai 1980 ber eigendum þeirra fasteigna sem nýttar voru við verslunarrekstur eða til skrifstofuhalds, að fylla út sérstaka skrá um þessar eignir. Skrám þessum ber að skila til viðkomandi skattstjóra. Eyðublöð til skrárgerðar er hægt að fá hjá skattstjórum. Skránum skal skila eigi siðar en 30. júni 1980. Athygli er vakin á ákvæðum 4. gr. laga nr. 29/1980 sem eru svohljóðandi: ,,Við ákvörðun á þvi, hvaða eignir myndi stofn sérstaks eignarskatts, skal miða við raunverulega notkun fasteignanna i árs- lok 1979. Sé sama eignin notuð við verslunarrekstur- eða til skrifstofuhalds, en einnig til annarra nota, skal við ákvörðun á skatt- stofni skipta verðmæti eignarinnar hlut- fallslega.'’ Reykjavík 5. júní 1980. Rikisskattstjóri.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.