Þjóðviljinn - 08.06.1980, Blaðsíða 32

Þjóðviljinn - 08.06.1980, Blaðsíða 32
DJODVIUINN Sunnudagur 8. júní 1980. XAalsimi ÞjóAviljans er H133'J kl. 9-20 mánudaga til föstudaga. I tan þess tima er hægt aft ná í blaöamenn og aöra starfsmenn blaösins í þessum simum : Kitstjórn 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285. ljósmvndir 81257. Laugardaga kl. 9-12 og 17-19 er hægt aö ná í afgreiöslu blaösins i sima 81663. Blaöaprent hefur sima 81348 og eru blaöamenn þar á vakt öll kvöld. Aðalsími 81333 Kvöldsími 81348 Helgarsími afgreiðslu 81663 nafn* < 3 3 „Prinsessan” er ekki nógu góð Nafn dagsins I dag er ólaf- ur R. Einarsson. Hann er varaformaður útvarpsráðs og hefur staðið i striðu þessa dagana eins og aðrir ráös- menn vegna sjónvarps- myndarinnar umdeildu „Dauði prinsessu”. Hefur það gerst áður ólaf- ur, aö hætt hafi veriö viö sýningu á fyrirfram ákveönu sjonvarpsefni vegna þrýst- ings frá voldugum fyrirtækj- um? — Nei, það hefur mér vit- anlega aldrei áður gerst aö fyrirtæki né neins konar hagsmunasamtök hafi gert ályktanir þar sem krafist er aö hætt sé við sýningu á ákveðnu sjónvarpsefni. Ég tel lika afar óeðlilegt aö verða viö slikum áskorunum og alis ekkert hægt aö sjá fyrir til hvers slikt gæti leitt. Ekki spurning um viðskiptahagsm uni — Ég vil hins vegar leggja á þaö áherslu aö þær áskoranir sem Utvarpsráöi bárust voru ekki allar sama eölis. Annars vegar var um að ræða viðskiptaleg sjónar- miö öflugra fyrirtækja og hins vegar öryggi margra sem vinna við flugþjón- ustuna. Akvöröun útvarps- ráðs i gær byggöist eingöngu á siðamefnda atriðinu, hinu gamla islenska viðhorfi að horfa á mannlega þáttinn i hverju máli og stofna hvergi öryggi manna i voöa. Við hlustuðum á þær röksemdir að sýning myndarinnar gæti haft óheillavænleg áhrif á og óþægindi fyrir starfsfólk Arnarflugs sem i gær var að hefja pflagrlmaflug. Ritskoðun? En er þetta ekki spurning um öeðlilega ritskoðun? — Þegar myndin var sam- þykkt til sýningar i Utvarps- ráði 29. april haföi enginn i ráðinu séö hana, og satt aö segja held ég að henni hefði veriö hafnað þá strax heföum við skoöað hana. Myndin er hreinlega ekki nógu góö. HUn er óeölilega langdregin og ekki nógu markvisst unnin. Vissulega vekur hún vissar umræður um stööu kvenna i araba- löndunum og hún veitir okk- ur innsýn I bilifi yfirstéttar- innar,en að minu mati teygir höfundurinn lopann alltof mikiö. Hafa sjónvarpsáhorfendur þá ekki misst af neinum sér- tökum listaviðburöi? — Nei, alls ekki. Myndin er ekki listaverk, hUn er hingaö komin fyrst og fremst vegna þess umtals og þeirra umræðna sem hún hefur valdið erlendis. — hs Allt orðið stopp hjá sveitarfélögunum Miðfell vill taka Olíumöl á leigu Meirihluti stjórnar Olíumalar vill bíöa ákvörðunar stjórnvalda ,,JU það er rétt við fórum fram á það á stjórnarfundi Oliumalar sl. mánudag, að fá leigða eina af þremur blöndunarstöövum fyrir- tækisins til að tryggja þaö aö oliu- möl yrði til á markaðinum i sumar” sagði Leifur Hannesson forstjóri Miðfells h/f i samtali við Þjóðviljann I gær, en Miöfell h/f á stóran hlut i gjaldþrotafyrirtæk inu Oliumöl h/f. A stjórnarfundinum sl. mánu- dag vildi meirihlutinn hins vegar biða frekari ákvöröunar yfir- valda varðandi málefni fyrir- tækisins áður en gengið yrði að leigusamningi við Miðfell. „Það er allt oröið stopp hjá mörgum sveitafélögum vegna þess að enga oliumöl er að fá I landinu, einmitt nUna þegar hávertið I varanlegri gatnagerð stendur vanalega yfir” sagði Leifur. Hann sagöi aö litisháttar væri til af birgðum hjá Oliumöl, og þvi væri vel yfirstlganlegt að reka fyrirtækið um tima svo ýmis sveitarfélög gætu hafið fyrirhug- aðar framkvæmdir i lagningu oliumalar, t.d. hefði Keflavlkur- bær óskað eftir að fá keypt 3500 tonn af oliumöl, en ekkert er til. Stjórn Ollumalar kemur saman til fundar i dag, en óvist er að gengið verði frá leigumálum á þeim fundi. Rekstur fyrirtækisins er nU til athugunarhjá Seðlabankanum að ósk fjármálaráöherra, og á meðan biður fjárveitinganefnd alþingis átekta, þvi samþykki hennar þarf til að fjármálaráö- herra geti fellt niður söluskatt af starfsemi fyrirtækisins. -lg Dauöi prinssessu ekki sýnd Öryggiö ofar öllu segir í bókun útvarpsráðs Svo sem landslýöur veit var sjónvarpsmyndin Dauði prinsessu ekki sýnd i gær. Akvörðun um aö hætta við sýn- ingu myndarinnar var tekin á fundi Utvarpsráðs fyrr um daginn og forsendur hennar skýröar með bókun. Þar segir aö ákvörðunin byggist á þvi að sýning myndar- innar geti haft óheillavænleg áhrif á öryggi margra sem að flugmálum starfa og eins að hing- aö sé myndin fyrst og fremst komin vegna umtals, sem hUn olli i erlendum fjölmiðlum en ekki fyrir eigin gæöi. Hins vegar er tekið skýrt fram i bókuninni að viðskiptahagsmunir fyrirtækja ráði engu um þessa ákvörðun Utvarpsráðs. Allir I Utvarpsráöi utan einn, Erna Ragnarsdóttir, stóöu að umræddri bókun.HUn lagði fram sérbókun þar sem hUn segist viröa öryggissjónarmið. Að sin- um dómi vegi þó þyngra á metunum prinsippið um tján- ingarfrelsi og sjálfstæði Rikisútvarpsins og þvi telji hún að fyrri ákvörðun ráðsins eigi að standa óhögguð. — hs Staðarval jyrir steinullarverksmiðju á að liggja fyrir í haust 4 verk- smiðjur til athugunar Myndu kosta um 40 miljarða á núverandi verðlagi Brotajárnssöfnun hérlendis undanfarin ár hefur verið um 4000 tonn á ári, en ætla má að með samstilltu átaki og auknu fjármagni megi auka þessa söfnun og vinnslu upp I 9—10 þús. tonn á nokkru árabili. Til þess að koma á fót stál- bræðslu sem framleiðir 15 þús tonn af stáli, og notar 17.500 til 18.000 tonn af hráefni virðist slik verksmiðja verða háö erlendum aðföngum aö nokkru leyti fram undir aldamót. Þetta eru helstu niðurstöður Ur skýrslu sem Almenna verk- fræðistofan skilaði fyrir skömmu til iðnaöarráöuneytis- ins um nýtanlegt brotajárn hér lendis vegna könnunar á hugsanlegri starfrækslu Stál- bræðslu hérlendis. I framhaldi af þessari skýrslu hefur ráðuneytiö ákveðiö aö skipa verkefnisstjórn, til að hafa umsjón með hagkvæmnis- athugun fyrir stálbræðslu, þar sem m.a. veröi reynt að meta áhrif óvissuatriöa 1 markaös- málum og hráefnisöflun fyrir afkomu verksmiðjunnar. Þessar upplýsingar komu fram á blaöamannafundi sem Hjörleifur Guttormsson iön- aöarráðherra efndi til i gær, þar sem kynnt voru þau verkefni sem efst eru á baugi I ráðuneyt- inu þessa dagana. Auk könnunar á stálbræöslu er þar einnig til athugunar stofnun þriggja annarra nýiön- aðarfyrirtækja: Steinullarverk- smiðju, sykurhreinsunarverk- smiðju og saltverksmiöju. Nýlega skilaði starfsnefnd áliti um tillögur aö forsendum fyrir samanburð vegna staöar- vals fyrir steinullarverksmiöju, en eins og áður hefur komið fram I Þjóðviljanum, hafa bæöi bæjarstjómir Sauðárkróks, og Þorlákshafnar óskað eftir að verksmiöjan veröi reist i þeirra heimabyggð. Nefndin lagði áherslu á að munur á gæöum hráefna á stöðunum hefði áhrif á staðar- valiö. Könnuð verði áhrif á hag- kvæmni fyrirtækisins vegna flutningskostnaðar, og einnig verði athugaö hvaöa áhrif staö- setningin getur haft á byggðar- Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra skýrir frá athugunum ráðuneytisins á nýiðnaðarmöguleikum. Til hægri sést Magnús Torfi Ólafsson blaðafulltrúi rikisstjórnarinnar. Mynd — gel. þróun á þessum stöðum, og önn- ur þjóðhagsleg áhrif. Ráðuneytið he’fur' fallist ' á þessar tillögur nefndarinnar og jafn framt falið henni að gera tillögur um stað- setningu verksmiöjunnar. Er þess vænst aö niöurstaöa liggi fyrir i haust. Eins og skýrt var frá I Þjóðviljanum fyrr i vikunni, var nýlega skipaður starfshópur til aö leggja mat á niðurstöður skýrslu Ahugafélags um sykur iönað og Finska socker a/b um stofnun og rekstur sykurhreins- unarverksmiðju i Hveragerði. Einnig var starfshópnum falið aö kanna aðra framleiöslu sem tengst gæti framleiöslu verk- smiðjunnar. Þá hefur iðnaðarráðuneytiö talið nauösynlegt, að meta betur ýmsar forsendur fyrir rekstrar- grundvelli saltverksmiðjunnar á Reykjanesi, áður en frekari ákvaröanir verða teknar varðandi markaðsmál og framleiðslu á aukaefnum, sem nema tæpum helmingi af áætl- uðum tekjum verksmiðjunnar. Rekstri tilraunaverksmiðj- unnar veröur haldiö áfram til 1. okt. n.k. meðan unnið verður aö frekari athugunum. Þaö kom fram á blaðamanna- fundinum, að ef að öllum þess- um nýiðnaðarfyrirtækjum yrði, þá væri hér um f jáfestingu upp á nærri 40 miljaröa að ræða miöað við verölag i dag. Langdýrastar yrðu sykur- og saltverksmiðjan sem myndu kosta hvor um sig 12 miljarða, steinullarverksmiöjan 8 miljarða og stálbræöslan nærri 7 miljaröa. -lg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.