Þjóðviljinn - 08.06.1980, Blaðsíða 20
20 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 8. júni 1980.
c§g Húsnæðismálastofnun
ríkisins Laugavegi 77
Útboó
Eftirtaldar framkvæmdanefndir óska eftir tilboð-
um í byggingu leigu- og söluíbúða, sem skila skal
fullbúnum utan og innan og með grófjafnaðri lóð
sem hér segir:
í Skútustaðahreppi: Bygging tveggja einbýlishúsa,
sem skila skal 31. maí 1981. Opnun tilboða fer fram
fimmtudag 19. júní 1980 kl. 14:00.
I Neshreppi utan Ennis: Bygging tveggja íbúða í
parhúsi. Fyrri íbúðinni skal skila 15. desember 1980,
en þeirri síðari 15. janúar 1981. Opnun tilboða fer
fram föstudag 20. júní kl. 14:00.
f Stykkishólmi: Bygging tveggja raðhúsa með alls
sjö íbúðum. Skila skal fyrra húsinu með þremur
íbúðum 1. mars 1981, en því síðara 1. júlí 1981.
Opnun tilboða fer fram þriðjudag 24. júní kl. 14:00.
útboðsgögn verða til af hendingar á skrifstofum við-
komandi hreppsfélaga og hjá tæknideild Húsnæðis-
málastofnunar ríkisins frá mánudegi 9. júní. gegn
50.000 skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sömu
stöðum á ofangreindum dögum.
f.h. Framkvæmdanefnda
Tæknideild Húsnæðismálastofnunar ríkisins.
29. IÚNÍ
Pétur J. Thorsteinsson
Aðalskrifstofa stuðningsfólks Pét-
urs J. Thorsteinssonar í Reykjavík
er á Vesturgötu 17.
Símar: 28170 — 28518
Utankjörstaðaskrifstofa: símar 28171 og 29873.
Stuðningsfólk, látið vita um þá sem verða að heim-
an á kjördag.
Allar upplýsingar um forsetakosningarnar.
Skráning sjálfboðaliða.
Tekið á móti framlögum í kosningasjóð.
Nú fylkir fólkið sér um Pétur Thorsteinsson.
Stuðningsfólk Péturs.
Útboð — Forval
Akveðiö hefur verið að hafa forval á verktökum vegna
væntanlegs útboðs á uppsteypu kjallara Borgarleikhúss I
nýjum miðbæ við Kringlumýrarbraut.
Nánari upplýsingar fást á skrifstofu Innkaupastofnunar
Reykjavikurborgar, Frikirkjuvegi 3, Reykjavik.
Umsóknum skal skila á sama stað eigi siöar en miðviku-
daginn 18. jan. n.k.
INNKAUPASTOFNUN REYKTAVÍKURBORGAR
____________Fnkirkjuvegi 3 — Sími ^5800
Orkubú Vestfjarða
ÚTBOÐ
Tilboð óskast i að leggja 1. áfanga hita-
veitukerfis i Bolungarvik.
Útboðsgögn fást hjá tæknideild Orkubús
Vestfjarða ísafirði, simi 3900, gegn 50 þús.
kr. skilatryggingu.
Tilboð skal senda Orkubúi Vestfjarða
Hafnarstræti 7 ísafirði, merkt Tilboð no.
980.
Tilboöin verða opnuð mánudaginn 23. júni
kl. 14.
Þökkum af alhug öllum, sem heiöruöu
minningu Þóru Vigfúsdóttur vió útför
hennar
Halla Hallgrimsdóttir og fjölskylda
af görðum
og gróðri
Umsjón: Hafsteinn Hafliðason.
TRÉ
Nú er tfmi trjáplöntunar senn
að renna út. Þó má með góðu
móti gróðursetja og flytja flest
tré fram f miðjan mánuöinn.
Gróðrarstöðvarnar hafa úrval
trjátegunda á boðstólum en
kannski er hver að verða síð-
astur aö góma það besta.
Margir í nýbýlahverfunum
sakna þess að geta ekki fengið
stór tré keypt hjá garðplöntu-
sölum en oftast er enginn hörg-
ull á stórum trjám sé grannt að
gáð. — Þvi þeir frændur og vinir
sem settu lóðimar sinar i stand
fyrir nokkrum árum eru nú vel
aflögufærir um eitt tré eða tvö.
Staðreyndin er nefnilega sú að
hér er trjám plantað i garða án
þess að hugsa til þess að þau
vaxa engu siður á þverveginn en
háveginn. Nú let ég ekki fólk til
að planta þétt i byrjun. Trén
skýla hvert öðru, en þaö verður
að gæta þess að grisja um leið
og limið fer að ná saman. Trén
verða annars aldrei þau tré sem
ætlast var til, heldur þreytandi
þykkni þar sem hver einstak-
lingurinn kúgar annan.
Þegar við gerum skrúðgarða
leitumst við við að skapa rými.
Litlir garðar verða ansi loft-
lausir og skapa ekki þá hvild
kropps og anda sem skyldi, séu
þeir ofhlaðnir stórum trjám i
beinum röðum. Garðar eiga aö
vera mjúkir og áfalir. Þann-
ig gefa þeir best svigrúm þeim
sem I þeim dveljast. Nátt-
úran sjálf er þokkalega óreglu-
söm. Þar eru allar linur
sveigðar og kassinn er óþekkt
form. Trén mynda lundi,
formaða af biti veðra og sauða.
Stigar hlykkjast um landslagið
og alls staðar rikir hið full-
komna jafnvægi þrihyrningsins.
Þegar okkur er úthlutað
lóðum undir hús og garð getum
við litlu ráðið um legu þeirra, en
verðum að sætta okkur við það
sem veldissproti skipulags-'
manna, reglustikan, bendir á.
Þar er oftast þversniöið og
rammamir hornréttir.
Sjaldnast þurfum við að
umskapa landslagið. Marga
agnúa og örin eftir jarðýtuna
má laga með gróðri. Veljum
gróður sem sættir sig við það
veðurfar sem rikir i héraði.
Sitkagreni þarf ekki að tróna
upp til að setja svip á heila sveit.
Ég var á ferð suður I Garði i
siðustu viku. Þar vex sitka-
grenilundur, nokkur tré, lágur I
loftinu en þéttur, grænn og
hraustur. Næstum óvarinn fyrir
öllum áttum en vex samt og
afsannar regluna um aö ekkert
sé hægt að rækta um Suðurnes-
in. Þökk sé þeim sem þarna
setti trén og fari fleiri aö dæmi
hans. Gróðursetjið tré með góöu
bili á milli. Fyllið upp I með
runnum frekar en að setja trén
of þétt. Birki og reynir þurfa
amk fjögurra metra rými á alla
vegu svo að form hvers og eins
fái notið sin. Osp, álmur og
hlynur talsvert meira. Greni
þarf mikið pláss.
Þegar ekki er kostur á stórum
trjám fer best að planta tveim
eða þrem i þyrpingu.Þá er fjar-
lægðin milli trjánna innbyrðis
höfð einn til tveir metrar.
Þegar krónurnar fara að ná
saman eru þau sem ekki eiga að
standa látin vikja áður en þau
fara að piska hvert annað. Tré
af þeirri stærð er auðvelt að
flytja séu þau I góðri rækt.
Nú er ýmislegt sem ber að
varast enda þótt alls sé gætt.
Plantið ekki saman birki og
reyniviði, á rótum birkisins lifa
sveppir sem eru birkinu nauð-
synlegir en gera reyninum lifið
leitt. Setjið heldur ekki niður
rifs nálægtálmi, reyndar ætti aö
fjarlægja allt rifs úr nálægð
álms þvi hin skaðræðislega
álmlús, svört og ljót, hefur
vistaskipti milli þessara
ættkvisla.
Notið botngróður ýmissa
runna og fjölærar plöntur. Ýms-
ar jurtir af sveipjurtaætt, svo
sem hvönn og kerfil mynda
jarðveg.
Láfið þær mynda stóö svo að
þær fylli vel á milli trjánna.
Loðviðir og brekkuviðir geta
lika hentað vel sem undir- eða
jarðargróöur, þeir þola báðir
klippingu og beit á öllum tlmum
árs.
Að flytja stærri tré
Stingið vel i kringum tréð sem
flytja skal. Fáið heldur hjálp til
að bera hnausinn en að hafa
hann of litinn.
Vökvið vel, tuttugu til þrjátiu
litrar per tré. Skakið tréð laus-
lega svo að moldin renni vel
kringum ræturnar. Látið vatnið
sjatna og mokið siðan afgangn-
um af moldinni ofaná. Ekki
meiri vökvun, nema langvar-
andi þurrkar gangi.
Lagfærið greinar i krónu.
Klippið allt burt sem vex
innávið. Fækkið frekar greinum
heldur en að láta þær verka sem
segl sem veltir trénu þegar
vindur blæs.
Byrjið á að grafa rúmgóða
holu, helst hnédjúpa. Að blanda
gömlu taði I botnlagið gefur
góða raun, ofan á það þver-
handarþykkt lag gróðurmoldar.
Komið trénu fyrir i nýju hol-
unni. Flest tré hafa gott af þvi
að fara aðeins dýpra en áöur,
nýjar rætur skjóta út ofan við
þær eldri.
Skorðið tréð vel með mold. Sé
mjög áveðurs og tréð stórt þarf
að reka staur rembingsfast
niður i holuna og festa tréð við
hann. Staurinn skal vera þeim
meginn sem vindáttar gætir
mest. Notið voðfelld bönd sem
ekki skerast inn i börkinn á
trénu. Krossleggið bandið milli
staurs og trés og bindið við
staurinn.