Þjóðviljinn - 08.06.1980, Blaðsíða 14
14 SIÐA — ÞJÓDVILJINN Sunnudagur 8. júnl 1980.
' ÓDÝRAR ’
BÓKAHILLUR
fáanlegar úr
eik og teak
og furu
Stærð:
Hœð 190 cm
Breidd 90 cm
Dýpt 26 cm
Verð
aðeins
lcY
69.500,-
/a aa a a a 111
— —i ' I tJ -1 j
- 1
uwfiai aiiipf mii ijiag^
Húsgagnadeild
JH
^Jór^^ftssonhf. Hringbraut 121 Simi 10600
F iskvinnsluskólínn
Umsóknarfrestur nýrra nemenda er til 15.
júni n.k.
Inntökuskilyrði eru:
1. Fiskiðnaðarmannsnám:
Nemandi skal hafa lokið námi á fiskvinnslubraut 1 við
fjölbrautaskóla, eftir grunnskólapróf, eða sambærilegu
námi. Þeirsem eru 25 ára eða eldri og hafa stundað störf
við fiskiðnað.i a.m.k. 5 ár, geta fyrst um sinn sótt um fisk-
iðnaðarmannsnám „öldungadeild”, án þess að þurfa að
nema þæralmennu námsgreinar, sem annars er krafist af
yngri nemendum.
2. Fisktæknanám:
Nemandi skal vera fiskiðnaðarmaður frá skólanum og
hann skal hafa lokiö námi á fiskvinnslubraut 2 við fjöl-
brautaskóla. Einnig geta stærðfræðídeildarstúdentar
tekið þetta nám á tveimur árum og þeir sem lokið hafa
fiskvinnslubraut 1 geta lokið fisktæknanámi á þremur
árum.
Nánari upplýsingar i skólanum, Trönuhrauni 8, Hafnar-
firði, simi 53544.
Skólastjóri.
ÚTBOÐ
Hitaveita Hafnarhrepps óskar eftir tilboð-
um i lagningu 3. áfanga dreifikerfis hita-
veitu á Höfn I Hornafirði.
Verkið felst I að leggja tvöfalt hitaveitu-
dreifikerfi úr einangruðum stálpipum i
plastkápu.
Skurðlengd i verkinu er um 4 km.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu
Hafnarhrepps Hafnarbraut 27, Höfn
Hornafirði og verkfræðistofunni Fjarhitun
h.f. Alftamýri 9, Reykjavik gegn 50 þús.
kr. skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á skrifstofu Hafnar-
hrepps mánudaginn 23. júni 1980 kl. 16.00.
EIs Comediants á æfingu fyrir ballið. Þeir flytja dagskrá ásamt Þursaflokknum f LaugardalshöII i kvöld
Kátt í höllinni í kvöld
1 kvöld verður kátt i höllinni.
Aðstandendur listahátlöar trúa
þvi statt og stöðugt að þar veröi
ball ársins. Dansiballið hefst kl.
10 og stendur til 3.
Það eru Þursarnir sem leika
fyrir dansi, en spænsku lista-
mennirnir Els Comdeants munu
hleypa fjöri I leikinn með uppá-
komum og sprelli. Þá munu Þurs-
arnir og Els Comediants flytja
sameiginlega dagskrá sem þeir
hafa æft að undanförnu. Á ballinu
verður ýmis konar skraut til sölu
til að lifga upp á umhverfið og
gefa ballinu karnivalsvip. Miðar
verða seldir I Gimli við Lækjar-
götu og við inngang Laugardals-
hallarinnar og kosta 5000 kr.
— ká
Tré gróöursett i portinu við Breiðfirðingabúð.
Lífgað upp á borgina
A morgun kl. 17. veröur lifi
hleypt i Skólavörðustiginn þegar
„Umhverfi 80” hefst. Það eru
fjöldi listamanna og áhugamanna
um list og umhverfi sem standa
að sýningum, myndsmiðju, uppá-
komum, útidagskrá o.fl.
Breiðfirðingabúð kemst nú
aftur i gagnið. Þar verður mynd-
listarsýning sem tengist borgar-
umhverfi, en á lóðinni fyrir utan
verður komið fyrir sviði. Á
Mokkakaffi, rétt handan göt-
unnar verður sýning á verkum
sem tengjast kaffi og i Galleri
Pfaff sýna nokkrir arkitektar ný-
stárlegar hugmyndir um mið-
borgina og skipulag hennar.
A hverjum degi kl. 16 verður
útidagskrá i porti Breiðfirðinga-
búðar með tónlist leik og uppá-
komum, en um helgar verður
farið út á götur og hefst dagskráin
þá kl. 3. Þá verður sitt hvað um að
vera á kvöldin i búðinni.
Þá ber að nefna dag reiðhjóls-
ins sem haldinn verður 14. júni.
Þá eru allir hjóleigcndur hvattir
til að mæta á Skóiavörðustignum
og að dagskrá lokinni verður hjól-
að fylktu liði um bæinn.
Aðstandendur „Umhverfis 80”
segja markmiðið að glæða borg-
ina nýju lifi, tilraun til að snúa
vörn i sókn, skapa skemmtilegt
umhverfi i miðborginni i stað
þeirrar lognmollu sem fylgir
dauðum stofnunum.
Af atriðum sem boðið verður
upp á nú um helgina má nefna að
Alþýðuleikhúsið flytur dagskrá
sem það kallar götulif og enn al-
gjört leyndarmál hvað I þvi felst.
Kl. 18 á laugardag verður flutt
verðlaunaleikrit Jóns Hjartar-
sonar Vals og sýningar verða
opnar til kl. 22 um kvöldið.
A sunnudag leikur big band
lúðrasveitarinnar Svans kl. 16 og
rúmum klukkutima siðar koma
félagar úr kvæðamannafélaginu
Iðunni og kveða saman. A eftir
þeim verða nikkur þandar af 10
manna hljómsveit harmonikku-
leikara.
Ýmislegt fleira verður á dag-
skrá en fólki er bent á að fylgjast
með auglýsingum i blöðum og út-
varpi. — ká