Þjóðviljinn - 08.06.1980, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 08.06.1980, Blaðsíða 5
Sunnudagur 8. júni 1980 ÞJóÐVILJINN - SIÐA 5 FORSETAKJÖR 1980 SKRIFSTOFA Vigdisar Finnbogadóttur er að Laugavegi 17, 2. hæð. Opið kl. 10-21 alla daga. Simar 26114 og 26590. Laus staða Staöa aðstoðarskólastjóra við Fjölbrautaskólann I Breiðholti er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Gert er ráð fyrir, að aðstoðarskólastjóri verði að öðru jöfnu ráðinn til fimm ára I senn úr hópi fastra kennara á framhaldsskólastigi. Æskilegt er, þótt ekki sé það skilyrði, aö umsækjendur hafi menntun á sviði verkfræði, tækni- fræði eða viðskiptafræði með þekkingu i tölvu- eða kerfis- fræðum. Umsóknir, með ýtarlegum upplýsingum um námsferil og störf, skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfis- götu 6,101 Reykjavík, fyrir 1. júli n.k. Umsóknareyðublöö fást i ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 3. júni 1980. GUOLAUGS ÞORVALDSSONAR Aðalskrifstofa Brautarholti 2, (áður Hús- gagnaverslun Reykjavikur). Símar: 39830, 39831 og 22900 Auglýsing um aðalskoðun bifreiða í lögsagnarumdæmi Keflavíkur, Njarðvíkur, Grindavíkur og G ullbringusýslu Mánudaginn 9. júnl 0-2476 — Ö-2550 Þriðjudaginn 10. júnl 0-2551 — Ö-2625 Miðvikudaginn 11. júní 0-2626 — 0-2700 Fimmtudaginn 12. júnl 0-2701 — 0-2775 Föstudaginn 13. júnl 0-2776 — 0-2850 Mánudaginn 16. júnl 0-2851 — 0-2925 Miövikudaginn 18. júní 0-2926 — 0-3000 Fimmtudaginn 19. júnl 0-3001 — 0-3075 Föstudaginn 20. júni 0-3076 — Ö-3150 Mánudaginn 23. júní 0-3151 — 0-3225 Þriöjudaginn 24. júnl 0-3226 — 0-3300 Miövikudaginn 25. júní 0-3301 — 0-3375 Fimmtudaginn 26. júní 0-3376 — 0-3450 Föstudaginn 27. júní 0-3451 — 0-3625 Bifreiðaeigendum ber að koma meö bifreiðar slnar aö Iðavöllum 4 i Keflavik og verður skoðun framkvæmd þar á fyrrgreindum dögum millikl. 8.45og 12.00 og 13.00-16.30. A sama stað og tima fer fram aöalskoöun annarra skráning- arskyldra ökutækja s.s. bifhjóla og á eftirfarandi.einnig við um umráðamenn þeirra. Við skoöun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram full- gild ökuskirteini. Sýna ber skilriki fyrir þvi aö bifreiða- gjöld fyrir áriö 1980 séu greidd og iögboðin vátrygging fyrir hverja bifreiö sé i gildi. Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á rétt- um degi, verður hann látinn sæta sektum samkvæmt um- feröarlögum og bifreiðin tekin úr umferð, hvar sem til hennar næst. Þetta tilkynnist hér með öllum, sem hlut eiga að máli. Athygli er vakin á, að engin aðalskoðun fer fram i júlimánuði vegna sumarleyfa starfsmanna bifreiðaeftirlitsins. Lögreglustjórinn i Keflavik, Njarðvik, Grindavik og Gullbringusýslu. Atvinnuástand skólafólks í Reykjavík betra en ífyrra: 400 hafa fengið vinnu Atvinnumálanefnd óskar eftir 300 miljón króna aukafjárveitingu Ráðningastofa Reykjavikur- borgar hefur nú ráðiö til borgar- innar og fyrirtækja hennar sam- tals 400 skólanemendur i sumar- vinnu 16 ára og eldri, en á sama Guömundur Þ. Jónsson Sigurjón endur- kjörinn Sigurjón Pétursson var endur- kjörinn forseti borgarstjórnar til eins árs á fundi borgarstjórnar- innar s.l. fimmtudag. Þá var Björgvin Guðmundsson endur- kjörinn 1. varaforseti og Kristján Benediktsson 2. varaforseti. Allir voru þeir kjörnir meö 8 atkvæð- um borgarfulltrúa vinstri flokk- anna en 7 fulltrúar Sjálfstæöis- manna sátu hjá. Þá var einnig kjörið I borgarráð til 1 árs og voru eftirtaldir endur- kjörnir: Sigurjón Pétursson, Björgvin Guðmundsson, Kristján Benediktsson, Birgir Isleifur Gunnarsson og Albert Guð- mundsson. — Varamenn i borgar- ráð voru kjörnir Adda Bára Sig- fúsdóttir, Sjöfn Sigurbjörnsdóttir, Guðrún Helgadóttir, Daviö Odds- son og Magnús L. Sveinsson. A fundinum var einnig kjörið i nokkrar nefndir og ráð borgar- innar til 1 árs, en I flestum tilvik- um var um endurkjör að ræða. tima i fyrra höföu verið ráönir 305 skólanemendur. Að sögn Guö- mundar Þ. Jónssonar formanns atvinnumálanefndar Reykja- vikurborgar þá hefur nefndin beint þeim tilmælum til Ráön- ingastofunnar að allir þeir ungl- ingar sem verða 16 ára á þessu ári fái sömu fyrirgreiðslu hjá stofnuninni, en Ráðningastofan hefurhingaö til miöað aðstoð sina við unglinga sem orönir eru 16 ára fyrir 1. júni ár hvert. Samtals eru nú á skrá hjá Ráðningastof- unni 400 umsóknir og eru þá með- taldir þeir sem veröa 16 ára eftir 1. júni. Atvinnumálanefnd hefur einnig beint þeim tilmælum til borgar- ráðs Reykjavikur að veitt verði 300 miljón króna aukafjárveiting til sérstakra verkefna fyrir skóla- fólk hjá Reykjavlkurborg. Guö- mundur Þ. Jónsson sagðist gera fastlega ráö fyrir aö borgarráð yrði við þessum tilmælum, enda hefðu svipuð tilmæli veriö sam- þykkt s.l. ár. Aukafjárveiting þessi er hugsuð fyrir þá unglinga sem Ráðningastofunni tekst ekki að útvega vinnu hjá borgarstofnun- um eða einkaaöilum. Þessi fjár- veiting yrði einkum veitt til starfa viö gróðursetningu og hellu- lagnir. Guömundur Þ. Jónsson sagðist telja að atvinnuástandið hjá skólafólki væri nú mun betra en i fyrra og sagðist hann gera sér vonir um að takast mætti að út- vega öllum þeim unglingum vinnu sem væru á skrá hjá Ráðningastofunni. — þm Borgarstjórn ályktar um vinnuaðbúnað byggingarmanna: Reglum sé framfylgt A fundi borgarstjórnar Reykjavíkur sl. fimmtudag var samþykkt ályktun þar sem borgarstjórn leggur áherslu á að fylgt verði eftir ákvæðum bygg- ingarreglugeröar um skyldur til uppsetningar vinnuskúra með viöeigandi aðstöðu á byggingar- vinnustöðum i borginni. Flutn- ingsmenn þessarar tillögu voru Adda Bára Sigfúsdóttir og Páil Skulason. t byggingarreglugerð segir m.a. að skylt sé að setja upp vinnuskúr ásamt salerni fyrir verkamenn á vinnustaö. Verði misbrestur á að fylgt sé reglum um þetta þá getur byggingarfull- trúi, ef aðvörunum hans er ekki sinnt, stöðvað framkvæmdir, uns úr hefur verið bætt. Heilbrigðisráð Reykjavikur fjallaði um þetta mál i slöasta mánuði I framhaldi af bréfi Tré- smíöafélags Reykjavikur og Meistarafélags húsasmiða til borgarinnar um aðbúnaö á vinnu- stöðum byggingarmanna. I bókun heilbrigðisráðs um málið segir m.a. að ráöið liti svo á, að aðbún- aöi byggingarmanna á vinnustöð- um sé viða ábótavant um hrein- lætisaöstöðu og aðstööu til aö matast. Telur ráðið brýnt að hafnar verði án tafar aögerðir til endurbóta á þessu sviði. _ þm Minar innilegustu þakkir flyt vinum minum sem minntust min með heimsóknum, gjöfum og skeytum á 70 ára afmæli minu þann 2. júni sl. Guð blessi ykkur öll. Gestur M. Gamalíelsson Vitastíg 4 Hafnarfirði i Malló sófasettið er ekki einungis með léttu og skemmtilegu yfirbragði, heldúr einnig einstakiega létt á pyngjuna. Fjölbreytt úrval af áklæðum - og þú færð í hendurnar fallegt og vandað sófasett fyrir ótrúlega lágt verð. Sendum í póstkröfu. Malló sófasettið - alltaf jafn ódýrt! Munid hina ágætu greiðsluskilmála - 1/3 út og eftirstöðvar á 6 mánuöum Staðgreiösluverö kr. 499.500 Verð m/afborgunum 555.00 Húsgagnadeild Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 slmi10600

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.