Þjóðviljinn - 08.06.1980, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 08.06.1980, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 8. júni 1980. Heyrt og séð hjá Boeing í Seattle: Hér eru vængirnir á 747 aö mæla sér mót viö skrokkinn. Flugvélasmíðar — til hvers? Flugleiðir voru að sækja nýja vél til Boeingverk- smiðjanna í fyrri viku, eins og sagt var frá í fréttum. Sú 727-þota er vafalaust besti farkostur, eða svo segir Jóhannes Snorrason flugstjóri. Farþegar vita samt ekki miklu meira en að farangur dettur ekki of- an á hausinn á þeim vegna haganlegs skápakerfis og að sætin bera því vitni að litadýrð er í tísku. Flug og hversdagsleiki Einhverntimann á leiöinni minnti Sveinn Sæmundsson blaðafulltrúi á, aö hér á árum fyrr þóttu þaö mikil tiöindi þegar flugvél bættist i flugflota lands- manna. Þúsundir manna komu út á Reykjavikurflugvöll til aö fagna slikum gripum. Nú er þaö liöin tið. Ég fór aö velta þvi fyrir mér hvernig á þvi skyldi standa. Þaö var reyndar sá timi aö Is- lendingar voru eins og skilmála- laust hlynntir flugi. Ætli þaö hafi ekki veriö af svipuöum ástæöum og i gildi voru þegar Eimskipafé- lagiö var stofnaö og fyrstu Foss- arnir komu heim. Þeir voru sönn- un fyrir þvi aö íslendingar gætu tekist á viö nauösynleg verkefni eins og siglingar (og vongleöin þeim mun meiri af sögulegum rökum þjóöar, sem um aldir haföi beöiö eftir skipum sem hún ekki átti sjálf og kannski komu aldrei fram). Fossarnir voru sönnun þess aö viö værum menn meö mönnum og hækkuöu fullveldis- fánann um eina spönn. Meö sama hætti var millilandaflug aö byrja ofan i lýðveldisstofnun: um tima voru menn blátt áfram hrifnir af þvi, aö íslendingar kynnu aö fljúga. Eöa það held ég. Siöan kom hversdagsleikinn, þegar flugvélar voru i vitundinni orönar jafn eölilegur þáttur i lifi manna og skip áöur. Þaö komu göt á til- hlakkelsiö. Flugfélög uröu eins og önnur fyrirtæki. Þaö datt engum i hug lengur aö fyrirgefa þeim seinkun eöa önnur vandræöi. Og hvurnig er þaö eiginlega meö fjármálin, minn kæri? Nú á dögum, aftur á móti, gæti fyrirtæki sem heföi haslaö sér völl meö stórsniöugum tölvubún- aöi fyrir fiskiönaö um tima fengiö einhverskonar skipafélags- eöa flugfélagshylli. Þar eigum viö eftir að sanna aö „þetta getum viö líka”. Skessur Napóleons Ég sagöi aö flug sé löngu oröið hversdagslegt, og kannski enn fremur á Islandi en viöa annars- staðar. En þaö er hinsvegar ekki hvunndagsfyrirbæri aö sjá flug- vélar settar saman. Satt aö segja er þaö skratti skemmtileg sjón. Boeing á meiri hús en aörir. Þar eru dyr svo miklar aö spila mætti á þeim fótbolta (eöa láta ganga um þær nokkrar af tröll- konum Napóleons sem um er get- iö í Heljarslóöarorrustu). I stærsta húsinu, i Everett, mætti hæglega koma fyrir Vatikanrik- inu, nema hvaö turn Péturskirkj- unnar stæöi uppúr. I þvi húsi vinna tiu þúsundir manna viö aö setja saman sjö farþegaþotur á mánuöi hverjum af geröinni 747, sem tekur allt aö fimm hundruö farþega. Stærsta farþegaþotan i stærsta húsi heims. Allt i stil sem- sagt. Sá sem horfir yfir salinn og sér þessa fugla fæöast stig af stigi, allt frá þvi aö beinagrind skrokksins er sett niður, nef á hann kemur svifandi, vængir skriöa saman og stél eru upp sett, alls úr fjórum og hálfri miljón hluta — hann veröur undarlega gagnrýnislaus innvortis. Hann fer að halda aö mennsk kind sé merkilega skynsöm, þrátt fyrir allt. Jafnvel þótt hann viti, aö i ööru húsi eru aðrar tiu þúsundir manna aö spinna þræöi, leggja leiöslur, raöa saman öörum fjór- um miljónum hluta, sem mynda saman eina af þeim fuglum sem bera atómsprengjur um loftin nótt sem dag — sem vitaskuld gætu hæglega margdrepiö allt þaö fólk sem ætlar aö frilysta sig I þeim glæsilegu farþegaþotum sem hér renna út um dyr og fara til einna fimmtiu landa, meöal annarra til Kina. Vantar þig maskínu? Þetta er þriflegur staöur, hér er ekki mikill hávaöi og engin bræösluumsvif — þetta er sam- setningarverksmiöja. Boeing hannar vélar, pantar hluta i þær hjá 1500 aðilum, smiöar ekki mik- iö sjálft, en svo er út reiknaö aö 55% allrar vinnu sem fer i eina vél sé unnin I fyrirtækinu. Þaö hlýtur aö hafa verið draumur margra stráka aö komast i svona starf. I þessu sama húsi i Everett stóbu einnig uppi likön I fullri stærö af næstu þotum, sem bera númerin 757 og 767, og var veriö aö tina þær saman asalaust — þær eiga ekki aö fara I loftiö fyrr en 1982 og 1983. Þetta eru meöalstórar vélar nú um tlöir, 170—200 farþega, ekki mjög lang- drægar. Framleiösla þeirra er fyrst og fremst svar viö kröfum orkukreppu: helsta markmiöiö meö léttleika þeirra og vængja- stærö er aö fá niöur um 35% elds- neytiskostnaö á hvert sæti i farþegavél. Meö þeim — og reyndar meö breytingum á öör- um völum — er lika veriö aö svara kröfum umhverfisverndar- manna um minni hávaöa yfir borgun. Viö fengum reyndar drjúgan skammt fyrirlestra um hverja tegund vélar. Einnig 737, sem auglýsingamenn kalla ,,sæta barniö hans Boeings” og er minnsta þota fyrirtækisins og hefur þaö sér til ágætis aö geta notaö mjög stuttar flugbrautir (1100—1200 metra). Ein slik er höfö til Færeyjaflugs. Yfirmenn deilda héldu stift fram sinum gripum, rétt eins og tiltölulega saklausir útsendarar Islenskra blaöa heföu I vasanum fimmtán miljón dollara ávisanir, sem þeir vissu ekki vel hvaö þeir ættu aö gera viö. Viö sáum lika deildina sem framleiöir á mánuöi um tuttugu vélar af geröinni 727, sem Flug- leiöir fengu á dögunum. Þetta er mest selda vél i heimi; af þessari gerö er næstum þvi helmingur Boeingþotna (og Boeing selur nú um helming af öllum farþegaþotum Iheiminum). Þessi vél hefur tekiö miklum stakka skiptum frá þvi 1964 aö hún kom á markaö og heldur áfram aö renna út eins og prestsdætur af Snæ- fellsnesi. Heiöursstarfsmenn Eitt var sameiginlegt meö þessu fyrirtæki og sovéskri verk- smiöju. Þaö hengu uppi hér og þar myndir af starfsmönnum sem höföu skaraö fram úr i starfi og Jay Butler lagerstjóri er einn af stakhanovitum Boeing.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.