Þjóðviljinn - 13.09.1980, Síða 29

Þjóðviljinn - 13.09.1980, Síða 29
Helgin 13,—14. september 1980 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 29 Clapperclaw í Eff Ess Breski leikhópurinn Clapper- claw sýnir Ben Her i Félagsstofn- un stúdenta (Eff ess) annað kvöld, sunnudagskvöld. Húsiö er opnað kl. 8. en sýningin hefst kl. 8.30 Að sýningunni lokinni leikur splunkuný hljómsveit, Bláa bandið, til kl. 1. Miðasala hefst kl. 5 á morgun i anddyri Félagsstofnunar, og er vissara að tryggja sér miða i tima, þvi húsfyllir hefur verið hjá Clapperclaw til þessa. Miðarnir kosta 5000 krónur. — ih Akureyringur í FÍM-salnum örn Ingi opnar I dag sýningu I FlM-salnum við Laugarnesveg, og sýnir þar 51 verk. Eru það oliu- myndir, vatnslitamyndir, pastel- myndir, teikningar og skúlptúr. örn Ingi er borinn og barnfæddur Akureyringur og er þetta fyrsta sýning hans i Reykjavík, en hann hefur áður haldið fjórar einka- sýningar fyrir noröan. — Þema sýningarinnar er landslag með eigin tjáningu, — sagði listamaðurinn i samtali við Þjóðviljann. — Þetta eru ekki átt- hagamyndir heldur reyni ég aö sýna eðli náttúrunnar og stækka upp hið smágerða. Orn Ingi sagði að nú væru lik- lega 20 ár liðin siðan Akureyring- ur hélt siöast einkasýningu á op- inberum sýningarstað i Reykja- vik. Hann sagði að það hefði bæöi kosti og galla að starfa að mynd- list á Akureyri. Þvi fylgdi viss einangrun sem menn yröu að gera sér grein fyrir og vera i varnarstöðu gegn. Annars hefði öll aðstaða á Akureyri gjörbreyst til batnaöar með tilkomu Háhóls, og væri nú hópur manna sem praktiseraði að sýna og mála, og sýningar komnar upp i tuttugu á ári. — Hið opinbera hefur þó ekkert gert til aö styðja við bakið á myndlistarmönnum — sagði örn Ingi, — en nú er i uppsiglingu möguleiki á sýningaraöstöðu i nýja iþróttahúsinu sem yrði mjög til bóta. Sýning Arnar Inga i FlM-saln- um veröur opin kl. 2—10 daglega til 21. september, og verkin eru til sölu. —ih Karl Sighvatsson og þrir liðsmenn Mezzoforte á æfingu. Ljósm. -gel- Allir í Höllina! Eyfirðingar drekka kaffi Arlegur kaffidagur Eyfirðinga- félagsins i Reykjavik veröur á morgun, sunnudag, kl. 14.00 I súlnasal Hótel Sögu. öllum Ey- firðingum 67 ára og eldri er boöið sem gestum félagsins. Fleira verður á dagskrá en kaffidrykkja, m.a. verður haldinn basar og mun allur ágóði renna til menningar- og góögerðamála I Eyjafiröi. I fréttatilkynningu frá félaginu segir að mikið fjölmenni hafi jafnan verið á Hótel Sögu á þessum kaffidögum og eru allir norðanmenn velkomnir, hvort sem þeir eru búsettir hér syðra eða gestkomandi. — ih Pólskur píanóleikari í heimsókn Pólski pianóleikarinn Nelly Ben-Or heldur tónleika á vegum Tónlistarskólans I Reykjavik i Austurbæjarbiói kl. 14.30 i dag, laugardag. Á efnisskrá eru Són- ata eftir Haydn, Kreisleriana eftir Schumann, Mazúrkar eftir Szymanowski og Chopin og að lokum Þriðja Sónata Chopins i h - moll. Nelly Ben-Or fæddist i Varsjá og hélt sina fyrstu opinberu tón- leika þar þegar hún var 13 ára. Sfðar lauk hún framhaldsnámi með frábærum árangri i Tón- listarakademiunni i Jerúsalem. Hún er nú prófessor við Guildhall School of Music i London. Hún heldur tónleika og nám- skeið viða um heim, og hér á landi mun hún halda námskeið á veg- um Félags tónlistarkennara. Fer það fram i Tónlistarskólanum I Reykjavik n.k. mánudag og þriðjudag, og veröa einkatimar fram eftir vikunni. Á námskeiö- inu mun Nelly Ben-Or kynna svo- kallaða Alexander-tækni, og er það i fyrsta sinn sem sú tækni er kynnt hér á landi, en Nelly Ben- Or er þaulreyndur kennari á þvi sviði og hefur kennt Alexander - tækni við tónlistarstofnanir i Ev- rópu, ísrael og Bandarikjunum i mörg ár. Alexander-tækni er að- ferö, sem beitt er til aö öðlast meiri skilning á þvi hvernig likaminn starfar i heild. —ih KR-dagur KR-ingar halda sinn árlega KR- dag á félagssvæði sinu við Frostaskjól á morgun, sunnudag. Dagskráin hefst kl. 13 með kapp- leikjum, innan húss og utan. Þar munu KR-stúlkur leika sinn fyrsta knattspyrnuleik, og aö auki verða knattleikir i yngri og eldri flokkumogOld Boys munu sýna hæfni sina úti og inni. KR- konur bjóða uppá kaffi og góðgæti við vægu verði. Myndlist á Landspítalanum Nú um helgina hefst á göngum Landspitalans sýning á 14 grafik- myndum og 10 oliumálverkum eftir Jóhönnu Bogadóttur, og mun sýningin standa f þrjár vikur. Það færist óðum i vöxt að lista- verk séu sýnd á stórum vinnu- stööum og stofnunum. Land- spitalinn var fyrsta sjúkrahúsið til að taka upp þessa skemmti- legu nýbreytni, en sýningar hafa einnig veriö haldnar á Borgar- spitalanum. Sagði Jóhanna að sér fyndist þetta spor i rétta átt, þvi á sjúkrahúsum væri jafnan mikill straumur af fólki og þar af leiö- andi margir sem sæu mynd- irnar, auk þess sem þær lifguöu upp á spitalagangana. Myndir Jóhönnu eru allar til sölu. Margar þeirra eru nýjar, en sumar hafa verið sýndar áður. — ih Það ætti varla að hafa farið framhjá neinum að herstööva- andstæöingar ætla að rokka gegn her i Laugardalshöllinni I kvöld, laugardagskvöld. Tónleikarnir hefjast kl. 21. Þar koma fram hljómsveitirnar Mezzoforte. Þursaflokkurinn og Utangarðsmenn, og Rokkleikhús- ið Táragas flytur dagskrá um Sjöfn Haraldsdóttir opnar i dag sýningu á veggmyndum úr leir I Djúpinu við Hafnarstræti. Sýnir hún þar 17 verk, sem öll eru til sölu. Þetta er fysta einkasýning hennar. Sjöfn fæddist i' Stykkishólmi 1953. Hún lauk myndlistar- kennaraprófi frá MHI 1973 og stundaði framhaldsnám við sama skóla i frjálsri myndlist veturinn 1973-74. 1977 hóf hún nám i vcgg- Vilhjálmur Bergsson opnar I dag sýningu á oliumálverkum og teikningum að Kjarvalsstööum, og nefnir sýninguna „Ljós og viddir”. Vilhjálmur hefur haldiö margar einkasýningar, bæði i Reykjavik og Kaupmannahöfn, og tekið þátt i samsýningum viöa „gasbardagann” á Austurvelli 1949. Auk þess fléttast óvænt leikatriði inn i dagskrána. Hljómsveitirnar þrjár verða allarmeðnýttefni.ogm.a. munu Utangarðsmenn og Mezzoforte flytja efni af plötum sem koma út á næstunni. Þursaflokkurinn verður með splunkunýtt og hressilegt rokkprógramm i anda kvöldsins. myndagerð hjá próf. Róbert Jacobsen við Listaháskólann i Kaupmannahöfn, og mun halda þvi námi áfram. Hún hefur kennt við Kvennaskólann, Myndlistar- skólann i Reykjavik og Viðistaða- skóla i Hafnarfiröi. Sýningin er opin daglega kl. 10- 23. 30 og er aögangur ókeypis. Sýningu Sjafnarlýkur24.septem- ber. um heim. Hann lagöi stund á list- nám i Kaupmannahöfn og Paris á árunum 1958-62, og er löngu kom- inn i hóp þekktustu málara okkar. A sýningu hans eru 63 oliumál- verk og 10 teikningar. Flest verk- anna eru til sölu. Sýningin verður opin til 21. september, kl. 2-10 daglega. _ ih Veggmyndir úr leir —ih Ljós og víddir

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.