Þjóðviljinn - 31.01.1981, Side 9
Helgin 31. jan. — 1. febr. 1981. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9
UNESCO lýsir 1981 „ár Dostoéfskis”
Hundrað ára ártíð hins
mikla rússneska sagna-
manns
Á þessu ári eru
hundrað ár liðin frá
andláti hins mikla
rússneska skáldsagna-
höfundar Fjodors Dosto-
efskis.
Dostoefski hefur staðið betur af
sér nartþaðsem kennt er við tim-
ans tönn en flestir aðrir skáld-
sagnameistarar nitjándu aldar.
Menn hafa reynt margar leiðir til
að lýsa sérstöðu hans. 1 nýlegri
grein eftir G. Petrosjan, sem er
rituð af þvi tilefni, að UNESCO,
menningarstofnun Sameinuðu
þjóðanna hefur lýst árið 1981 ,,ár
Dostoefskis”, er rifjað upp sitt-
hvað af þeim formúlum sem
menn hafa um Dostoefski haft:
Hann hafði „opinberað leyndar-
dóma hinnar rússnesku (eða
slafnesku) sálar,” hann var „rit-
höfundur hinna skelfilegu dýpta i
mannssálinni” og þar fram eftir
götum.
Það er að sönnu rétt, að Dosto-
éfskihætti sér inná svið sem aðrir
voru feimnir við I þann tima —
hann sagði einu sinni á þá leið, að
hann vildi gjarna setja persónur
sinar i' þær sjaldgæfu og hrika-
legu aðstasður, að þær opinberuðu
einnig það sem manneskjan á að
öðru jöfnu erfitt með að játa fyrir
sjálfri sér. Og þessari formúlu
fylgir hanndyggilega: hann teflir
fram hinum hrikalegustu and-
stæðum hins mesta stolts og
dýpstu auðmýktar, stærstu glæpa
og mestu göfugmennsku. Allar
sögur hans eru sögur um morð,
lágkúrulegustu svik, um einæði
og hreina geðbilun — meðal ann-
ars. Dostoéfski var æsifréttamað-
ur, þvi verður ekki neitað, en
hann var samt aldrei að skrifa
reyfara. Hann hætti sér út á hálar
brautir vegna þess að hann óttað-
ist um manninn, tók sárt til
harmleiks þeirra sem eru „auð-
mýktir og niðurlægðir” svo
vitnað sé til nafns einnar af skáld-
sögum hans. Hann var um leið
eins konar könnuður, einn
nútimagagnrýnir sovéskur hefur
reyndar likt verki hans við upp-
götvanir kjarneðlisfræðinga.
Hann segir: „Dostoéfski likist
visindamanni sem hefur fundið I
manneskjunni kjarnorku og ótt-
ast að það verði ekki hægt að nýta
þessa orku með friðsamlegum
hætti”.
Dostoéfski er viða á dagskrá,
um hann eru bækur skrifaðar
Nám-
skeiða-
hald á
Hólum
A Bændaskólanum á Hólum
verður efnt til tveggja námskeiða
i almennum búfræðum i febr. og
mars n.k. Verða þau með líku
sniði og námskeiðin, sem þar
voru haldin i fyrra vetur.
Fyrra námskeiðið verður frá
9.—28. febrúar en hið siðara frá
2—21. mars. Námið skiptist i
bóklegt nám, 90 kennslustundir,
og verklegt, 68 kennslustundir.
Aætlaður fæðiskostnaður á dag er
kr. 55,00. Umsóknir um þátttöku
skulu sendar til Matthiasar
Eggertssonar, Búnaðarfélagi
Islands, eða að Hólum i Hjalta-
dal.
— mhg
7
j r //> v
Dostoefski, málverk eftir Perof.
þindarlaust, til að mynda hefur
gagnrýnandi að nafni Korjakin
ekki alls fyrir löngu gefið út i
Sovétrikjunum merka bók, þar
sem skáldsagan Glæpur og refs-
ing er með mjög skynsamlegum
og mannúðlegum hætti gerð aö
nútimabók. 1 þeirri sögu segir frá
fátækum og örvæntingarfullum
stúdent, Raskolnikof, sem er
mjög að þrengt á alla vegu og sér
þahn kost vænstan að myrða
okurkerlingu til fjár, til að fá sér
einskonar „startkapital” til
frama og góðra verka i senn.
Þessar spurningar um markmið
og leiðir og spillingu afstæðs sið-
gæðis, eru i nefndri bók upp tekn-
ar einkar skilmerkilega með ótið-
indi 20stu aldar i huga.
Kvikmyndir hafa fyrr og siðar
verið margar gerðar um sögur
Dostoéfskis. Bræðurnir Kara-
maozofhafa verið kvikmyndaðar
nokkrum sinnum i ýmsum lönd-
um. Glæpur og refsing.sömuleið-
is. Hér hefur i sjónvarpi verið
sýnd ágæt kvikmynd eftir Piréf
um fyrsta hluta skáldsögunnar
um hinn helga fáráðling, Misjkin
fursta — og fyrir skemmstu var
Fjalakötturinn með japanska
staðfærslu á sama efni (eftir
Kurosava) Á ári Dostoefskis mó
búast við að ýmsir kvikmynda-
framleiðendur og leikst jórar hugi
gott til þess auöuga efnis sem er i
sögum hans að finna.
A.B.
Bókhaldsstarf
Óskum et'tir að ráða starfsmann til bók-
haldsstarfa.
Góð bókhaldskunátta nauðsynleg.
Umsóknir með upplýsingum um menntun
og fyrri störf sendist starfsmannastjóra
fyrir 10. þ. mán., er veitir nánari upplýs-
ingar.
SAMBANDISL. SAMVINNUFÉLAG A
STARFSMANNAHAU)
Skattframtöl
Annast gerð skattframtala fyrir einstak-
linga. Bókhaldsaðstoð og uppgjör minni
fyrirtækja og félaga.
Skarphéðinn K. Guðmundsson, viðskipta-
fræðingur.
Heimasimi 78198.
Grunnvara allt árið
í stað skammtíma
tilboða
mru
verö
Lækkað verð á mörgum
helstu neysluvörum
Nú er að byrja nýtt fyrirkomulag
með afsláttar- og tilboðsvörur,
sem leiða mun til varanlegrar
lækkunar vöruverðs í matvöru-
*
búðunum. I þeim stóra hópi,
sem mynda Grunnvöruna, en
þannig eru þær einkenndar í
búðunum, eru margar helstu
neysluvörur, sem hvert heimili
þarfnast svo sem hveiti, sykur,
grænmeti, ávextir og þvottaefni.
Þessi nýbreytni mun fela í sér
umtalsverða lækkun á matar-
reikningum þeirra, sem við kaup-
félagsbúðimar skipta, félags-
menn sem og annarra jafnt.
Það býður engin önnur verslun
Gmnnvöm á gmnnverði.
$ Kaupfélagið
AUGLÝSINQASTOFA SAMBANDSINS