Þjóðviljinn - 31.01.1981, Page 29

Þjóðviljinn - 31.01.1981, Page 29
Helgin ;il. jaji. — 1, febr. 1981.» ÞJÓÐVILJ.INN ^ SIÐA 29 Siðustu sýningar á ballettin- um Klindisleik eftir Jón Asgeirsson og Jochen Ulrich verða nú um um helgina. Sýn- ingarnar hafa verið mjög vel sóttar, en geta ekki orðið fleiri, þar eð gestirnir tveir, Michael Molnar og Conrad Bukes, sem fara með aðalkarlhlutverkin, eru á förum héðan. Blindisleikur var jólaverkefni Þjóðleikhússins og hefur hlotið frábærar viðtökur. tslensk dansmær, Ingibjörg Pálsdóttir, ,,slói gegn” i aðalkvenhlutverk- inu, Freyju, sem hún tók við af Sveinbjörgu Alexanders, sem dansaði fyrstu sýningarnar. Komið hafði til tals að taka þessa sýningu upp fyrir sjónvarpið, en frá þvi var fallið af tæknilegum ástæðum. Sýn- ingarnar i kvöld og annað kvöld verða þvi siöasta tækifærið fyrir þá sem ekki vilja láta þennan menningarviðburð fram hjá sér fara. — ih Síðustu for- voð að sja Vetrarmynd Nú um helgina eru siðustu forvöð að sjá sýninguna Vetrar- mynd að Kjarvalsstöðum. Aðsókn hefur veriö mjög góð. 11 myndlistarmenn standa að sýningunni að þessu sinni, og sýna 91 verk af ýmsum toga: oliumyndir, skúlptúr, kritar- myndir, teikningar, vefnað og myndir unnar með blandaðri tækni. Sýningin er opin i dag og á morgun kl. 14—22. — ih Hvar ertu Bagíra? 1 MlR-salnum, Lindargötu 18, eru kvikmyndasýningar á hverjuin laugardegi kl. 15. Sýndar eru sovéskar kvik- myndir, nýjar og gamlar, og er aðgangur ókeypis og öllum heimill. 1 dag verður sýnd myndin ,,Hvar ertu Bagira?”, sem er leikin mynd, gerð íyrir nokkr- um árum og íjallar um telpuna Tönju og hundinn hennar. Leik- stjóri er Vladimir Levin. Myndin er sýnd með enskum skýringartextum. — ih Sálin hans Jóns míns í Leikbrúðulandi 1 Leikbrúðulandi, sem stað- sett er i kjallaranum að Fri- kirkjuvegi 11, hefjast á morgun sýningar á vinsælum brúöuleik: Sálinni hans Jóns mins, scm sýndur var að Kjarvalsstöðum í fyrravor við góöar undirtektir. Sálin hans Jóns mins er til- valin fjölskyldusýning, en ráö- legter þó að fara ekki með allra yngstu börnin að sjá hana. Leik- stjóri er Briet Héðinsdóttir. Messiana Tómasdóttir gerði brúður og leiktjöld með aðstoð þeirra Bryndisar, Ernu, Hall- veigar og Helgu i Leikbrúðu- landi, en þær sjá um stjórn brúðanna. Margir þekktir leikarar ljá brúðunum raddir sinar. Guðrún Þ. Stephénsen leikur kerlingu, Baldvin Halldórsson Jón bónda og Arnar Jónsson kölska, svo nokkrir séu nefndir. Sýningin á morgun hefst kl. 15 og sýningar verða framvegis á sunnudögum. Svaraö er i sima Æskulýðsráðs 15937 eftir kl. 1 á sunnudögum. — ih Markólfa í Einsog sagt hefur verið frá hér i blaöinu er leikfélagið Grimnir i Stykkishólmi nú i leikför i Kópavogi og sýnir gamanleikinn Markólfu eftir Dario Fo. Sýningin hefur vakið mikla Kópavogi hlátra fyrir vestan, enda er leikritið hreinræktaður farsi. Leikstjóri er Jakob S. Jónsson. Signý Pálsdóttir þýddi leikritið. Seinni sýning þeirra Hólmara i Kópavogsleikhúsinu verður i dag,laugardag,kl. 15. — ih Plútus Annað kvöld, sunnudag kl. 20.30 verður fjórða sýning Breiðholtsleikhússins á gaman- leiknum Plútusi eftir Aristofa- nes. Sýnt er i Fellaskóla. Viðtökur áhorfenda og gagn- rýnenda hafa verið mjög góðar og margir hafa lofað þetta framtak, að færa ieiklistina út i úthverfin. Fólk úr öðrum borgarhlutum hefur einnig verið duglegt að sækja sýning- arnar, að sögn Þórunnar Páls- dóttur, eins af stofnendum Breiðholtsleikhússins. Rétt er að taka fram, að strætisvagnar nr. 12og 13 stansa rétt viö Fella- skólann. —ih Að svínbeygja konu Norræna húsið Helgi Þorgils i kjallaranum llelgi Þorgils Friðjónsson opn aði i gærkvöldi sýningu i kjaliara Norræna hússins. Þar sýnir hanr fjölda mynda sem unnar eru inef ýmsum aðferðum; þar iná sjá teikningar, málverk, leikinyndir útsaum og bækur. Helgi lagði stund á myndlistar- nám i Myndlista-og handiöaskól anum en hélt siðan til Hollands þar sem hann stundaði lram- haldsnám. Helgi vildi ekki flokka myndir sinar undir neina ákveöna stelnp hann sagði aö þær væru einna helst i ætt viö það sem kallað hefur verið nýja málverkiö. Helgi notar litinn myndflöt að öðru jöfnu, og þar al leiöir aö hann getur komið verulegum fjölda mynda lyrir á veggjum kjallar- ans. Hann notar brot úr veruleik- anum sem efnivið, textabrot, teiknimyndasögur og fleira sem við sjáum og heyrum daglega, en Helgi setur i nýtt samhengi. Sýningin stendur til 15. febrúar og er opin alla daga frá kl. 4—10. — ká gamanleikur Shakespeares og sá þeirra sem kemst næst þvi að vera ærslaleikur. Þar er fjallað um samskipti kynjanna á gáskafullan hátt. Katrin (Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir) er annáluð fyrir skapofsa og erfiða lund, og Petrútsió (Þorsteinn Gunnarsson) tekur að sér að temja hana, gera hana að bliðri og undirgefinni eiginkonu. Böðvar Guðmundsson hefur samið forleik og eftirleik sem fluttir eru með verkinu og er þeim ætlað að tengja verkið áhorfendum. Shakespeare sjálf ur samdi verkinu slikan ramma á sinum tima, en honum er oftast sleppt. Þórhildur Þorleifsdóttir er leikstjóri sýn- ingarinnar, og sagði hún um verkið, að ekki bæri að lita svo a að i þvi kæmi fram skoðun Shakespeares á ,,stöðu konunn- ar”, heldur væri hér grin á ferðinni. Hinsvegar væri ekkert þvi til fyrirstöðu að leikritiö vekti upp umræöu um jafn- réttismálin. — ih llelgi Þorgils Kriðjónsson millitveggja verka sinna. Ljósm: gel. Þórunn Pálsdóttir, Evert Ing- ólfsson og Eyvindur Erlendsson i hlutverkum sinum. A sunnudagskvöldið verður fjórða sýning Leikfélags Reykjavikur á Ótemjunni eftir William Shakespeare. Ótemjan, eða Snegla tamin, einsog leikritið heitir fullu nafni i þýðingu Helga Hálfdanar- sonar, er einn vinsælasti Katrin, áður en hún er svínbeygö, og Petrútsió. ALÞÝÐULEIKHÚSIÐ HAFNARBÍÓÍ •y. ::::: ::::: :::: Kona Eftir Dario Fo 2. sýning sunnudag kl. 20.30 aá i. k Kóngsdóttirin sem kunni ekki að tala Sýning sunnudag kl. 15.00 Stjórnleysingi ferst af slysförum Eftir Dario Fo Leikstjórn: Lárus Ýmir Óskarsson Leikmynd og búningar: Þórunn Sigriður Þorgrimsdóttir Hljóðmynd: Leifur Þórarinsson Frumsýning fimmtudag 5. febr. kl. 20.30 MIÐASALAhl opin laugardag kl. 17-19, sunnudag kl. 13-15 og 17-20.30. ....... SÍMI: 16444

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.