Þjóðviljinn - 08.08.1981, Page 22
22 SÍÐ A — ÞJÓÐVILJINN Helgin 8.-9. ágúst 1981
sunnudagskrossgátan
Nr. 283
A
A
B
D
Ð
E
E
F
G
H
I
í
J
K
-L
M
N
O
Ó
P
R
S
T
u
U
Y
X
Y
Y
Æ
Ö
/ 2 3 ¥ 5 (s? j 7 22 8 2 22 10 il 12 5 22
13 )¥ 2 J6~ ) é> /? 18 /9 Up 2 )¥ 21 5 22 Z 21
2/ 22 1? lp ¥ 2 23 15 15 22 2 ) (í? 5 8 3 ¥
17 i? lír 3 /6 /6- 2¥ !& 22 17 1(p 22 y 2V ST 22
/2 2/ !5 /8 ><7 15 15 2¥ 15 25 12 /7- I2e> 22 17 )¥
2f 27 22 1? 23 5 5 22 15 22 23 28 ¥ )(* 2
17 )¥ 22 ¥ 21 u? 12 1¥ 17 )(, 11 28 23 '2 22 13
21 1? 2Y- 22 2 4 ¥ 25 15 21* 22 // 28 22 2 23 30 )(?
g? 25 22 15 K* ¥ 5 22 V 23 17 2¥ 222 2 22 13 TT 22
r 21 28 22 f 8 3 2 Ko 22 5 2 1¥ ¥ 22 17 H
i/ 22 22 8 39 12 22 /9 !8 ¥ K? 22 2¥ 1¥ 28 ic 2
Stafirnir mynda islensk orö
eöa mjög kunnugleg erlend heiti
hvort sem lesiö er lá-eöa lóörétt.
Hver stafur hefur sitt númer
og galdurinn viö lausn gátunnar
er sá aö finna staflykilinn. Eitt
orö er gefiö og á það að vera
næg hjálp, þvi að meö þvi eru
gefnir stafir i allmörgum orö-
um. Þaö eru þvi eölilegustu
vinnubrögðin aö setja þessa
stafi hvern i sinn reit eftir þvi
sem tölurnar segja til um. Einn-
ig er rétt aö taka fram, aö i
þessari krossgátu er geröur
skýr greinarmunur á grönnum
sérhljóöa og breiöum, t.d. getur
a aldrei komiö i staö á og öfugt.
Setjiö rétta stafi i reitina hér til
hliðar. beir mynda þá karl-
mannsnafn. Sendiö þetta nafn
sem lausn á krossgátunni til
Þjóöviljans, Siöumúla 6,
Reykjavik, merkt „Krossgáta
nr. 282”. Skilafrestur er þrjár
vikur. Verölaunin veröa send til
vinningshafa.
Verölaun fyrir krossgátu 279
hlaut: Kristinn Sigurðsson,
Hafnarbraut 14, 740 Neskaup-
staö. Lausnarorðið er Blábjörg.
Verðlaun eru bókin „Facts
about Iceland”.
Krossgátuverölaunineru
bókin ,, Liðsforingjanum
berst aldrei bréf" eftir
Gabriel Garcia Marques,
sem Guðbergur Bergsson
íslenskaði. Almenna bóka-
félagið gaf bókina út í
fyrra.
SW\J2 0 // 2
L
Afleiðingar kjarnorkustyrjaldar
væru óafturkallanlegar
Það má seg ja, án þess aö yfir-
drifa nokkuö, aö mannkyniö
sitji nú á púöurtunnu. I heimin-
um eru nú 10 tonn af sprengiefni
á hvern hinna 4,5 biljón ibúa
sem byggja plánetu okkar. Og
það sem meira er, hér er ekki
um neitt venjulegt sprengiefni
aö ræöa, heldur kjarnorkuvopn,
sem ógna nú öilu lífi á jöröinni.
Þaö eru þvf eg^in undur þó þessi
þróun valdi vaxandi áhyggjum
almennings i heiminum, burt-
séö frá skoöanamismun á
stjórnmálum, trúmálum og
öörum almennum málum. Þaö
sem nú þarf aö gera er að setja
fram ákveöna kynningar-
áætlun, sem byggist á visinda-
legri þekkingu og spám, um
afleiðingar kjarnorku-
styrjaldar: bjóðir heims og
rikisstjórnir þeirra verða aö
vita hvaö kjamorkustriö færir
yfir mannkyniö.
Vöntun á slikri kynningar-
áætlun veldur þvi aö menn geta
lifaö i þeirri tálvon, aö kjarn-
orkustyrjöld sé eitthvaö i ætt við
hefðbundnar styrjaldir og ein-
hverjar þjóöir kunni þannig aö
geta lifaö af og bjargast i kjarn-
orkustyrjöld, jafnvel aö þær geti
bjargaö efnahagskerfi sinu, og
slika styrjöld sé hægt aö
takmarka viö tiltölulega litil
svæöi, sérstaklega valin i kring
um væntanleg skotmörk.
Þessi spursmál voru rannsök-
uö og tekin til rækilegrar skil
greiningar af visindamönnum
og læknum frá 11 löndum á
fyrstualþjóöaráöstefnu „Lækna
gegn kjamorkustyrjöld”, sem
'nýlega var haldin i Bandarikj
unum. Og hverjar voru svo
niöurstööurnar?
Kjarnorkuvopn eru vopn sem
búin eru geysilegum ger-
eyöingarmætti. 1 loftárás þar.
sem beitt væri einni eins
megatonns kjarnorkusprengju
myndu 300.000 manns T borg
sem hefði íbúatölu um eina
miijón, farast undir eins, en
önnur 400.000 myndu hljóta
þriðjastigs bruna og geislun og
látast fljótlega af þeim sökum,
og yröi mjögerfitteöa algeriega
ómögulegt aö veita þessu fólki
nokkra hjálp.
Ef um væri aö ræöa
kjarnorkusprengju frá ofan-
jarðarskotpalli, yröi dauði
þeirra sem létust. undir eins
nokkru minni — eöa um 150—200
manns iborg sem hefði 1 miljón
ibúa,- En þeir sem eftir lifðu
myndu veröa fyrir mikilli
geislun. Jafnvel einni klukku-
stund eftir siika árás myndi
geislavirkni i umhverfinu verða
álfka og af 500.000 tonnum af
radium, sem er tiumiljón sinn-
um meiri en geislavirkni sem
kemur af hinum sterkustu
gammageislum, sem notaöir
eru til meöhöndlunar á illkynja
bólgum.
Þá myndi skapast mjög tor-
velt ástand til aö likna hinum
særöu eftir sprenginguna.
Þannig myndu 3/4 alls húsnæöis
verða eyðilagt, vatn og rafmagn
yröi ekki i sambandi og allar
samgöngur myndu teppast.
Taugaveiki og aðrar farsóttir
myndu koma upp vegna hvers-
konar sýkla og virusa og
veiktrar mótstööu hjá þeim sem
lifðu, og myndu þessar farsóttir
breiðast út til annarra landa og
heimshluta.
Við höfum einnig rannsakaö
möguleika á læknisaðstoð eftir
slika sprengingu. Dæmt útfrá
reynslunni frá Hiroshima og
Nagasaki, sýnist þaðeinsættað
50—80%allra lækna munu deyja
i sprengingunni, 80% af
sjúkrahúsum mun eyðileggjast,
og átakanlegur skortur yrði á
blóði, bóluefni og öðrum
meðulum. Starfslið heilbrigðis-
þjónustunnar, það sem af liföi,
yrði ekki i stakk búið til að likna
hinum mikla fjölda af særðu,
brenndu og sjúku fólki. Og þaö
myndi einnig verða ómögulegt
að flytja læknalið frá einni borg
til annarrar.
1 viðbót við þær hörmungar
sem upp kæmu á stað sem yrði
fyrir kjamorkuárás, myndu
eiga sér stað skaövænlegar
breytingar á loftslagi, umhverfi
hnattarins, sem gætu orsakaö
endi alls lifs á jörðinni.
Við kjarnorkusprenginar
eyðast köfnunarefnissýrur úr
andrúmsloftinu, og þannig eyði-
leggst Ozonelagið umhverfis
jörðina, en það verndar allt lif
fyrir útfjólubláum geislum.
25—30% þynning á þessu Ozone
lagi mun orsaka stórfellda tor-
timingu húsdýra, orsaka bruna
hjá mönnum og málleysingjum,
auka mjög tiðnikrabbameins og
raska erfðaeiginleikum þeirra
sem kynnu að lifa eftir
hörmungarnar.
Enn einástæöatilaðreynaaö
berjast gegn framleiöslu
kjarnorkuvopna er aö nú, þegar
miljénir manna deyja af
krabbameini og öðrum skæðum
sjúkdómum, þegar örbirgð og
neyð er hlutskipti miljóna af i-
búum jarðar, fara störf hinna
fjölmörgu visindamanna
heimsins og hin dýrmætustu
hráefni jarðar til að framleiða
kjarnorkuvopn og flutninga-
kerfi til aö flytja þau frá einum
staö til annars. 1 þróunarlönd-
unum eru 400 miljón manns
stöðugt vannærð, 300 miljón
manns þjást af blóðleysi og 100
miljón börn þjást af bætiefna-
skorti. Ef aðeins hluta þeirra
fjármuna sem varið er til
vigbúnaöar væri variö til
heilbrigðisaðstoðar við þró-
unarlöndin væri með þvi hægt
að bjarga hundruðum þúsunda
mannslifa.
A siðustu 10 árum hefur
Alþj óöahei lbrigöisst of nuni n var-
iö 83 miljónum dollaratilað
útrýma bólusótt. Það er minni
upphæö en kostar aö framleiöa
Eftir Yeggeny-
chazov, meðlim
akademfunnar
og formann
sovésku nefnd-
arinnar „Læknar
komi í vegfyrir
kjarnorku-
styrjöld"
eina nýtisku sprengjuflugvél.
Aö vernda íbúa heimsins fyrir
malariu (sem herjar á meira en
1000 miljón manns i 66 þróunar-
löndum), er varið 450 miljónum
dollara, sem er aöeins einn
þriöji af þvi sem kostar aö
smiða einn kjarnorkukafbát.
Þessar staðreyndir sýna aö
ekkert verkefni er göfugra en
starf friöarhreyfinga heimsins i
dag, sem berjast fyrir friði og
afvopnun. Sérhver Ibúi jarðar
verður að gera sitt ýtrasta til að
koma i veg fyrir að styrjaldar-
brjálæðiö veröi aö veruleika.
Avarp Æösta Ráös Sovétrikj-
anna til þjóöa og þjóöþinga
heims, þar sem leiötogar
þjóðanna eru hvattir
til samningaviöræðna, sem
kæmu I veg fyrir að hægt væri
að hefja nýja hringrás
vigbúnaðarkapphlaups, er lofs-
vert. Þetta ávarp hefur hlotið
viðtækan hljómgrunn og skiln-
ing meðal bandariskra lækna.
Við, sovéskir læknar, vitum
fullvel hvaö styrjöld þýöir.
Fjórir áratugir eru liðnir síöan
Hitler réöist inn I Sovétrlkin.
Bergmáliö frá þeim hörmung-
um, sem þá gengu yfir, er enn
brennt inn i vitund sovésku
þjóðarinnar. Þessvegna er
okkur ekkert rikara i huga en að
bægja strið6hættunni frá mann-
kyninu, svo þaö megi stiga yfir
þröskuld næstu aldar án ótta, i
rökstuddri trú á sigur skynsemi
og framfara.
Hervæðingaráætlanir eiga
upptök sin i hugum fólksins, en
mannleg skynsemi hlýtur að
vera nógu til að vinna bug á
þeim.