Þjóðviljinn - 27.02.1982, Qupperneq 2

Þjóðviljinn - 27.02.1982, Qupperneq 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 27.-28. febrúar 1982 Afopnu bréfi til ritstjóra Morgunblaðsins, Tímans, ÞjóðviljansogDagblaðsins Vísis Rvik. 24. febr. 1982. Herra ritstjóri. Ég hef nú um nokkurt árabil verið fastur á- skrifandi að hinu ágæta blaði yðar og hef jafnan borgaðafnotagjöld skilvíslega. Ástæðan til þess að ég hef f undið mig knúinn til að kaupa blaðið reglulega, er einskær ótti við að verða, að öðrum kosti, ekki gjaldgengur í menningarlega umræðu um bókmenntir og listir almennt, en skoðanir mínar í þeim efn- um hafa lengi, að verulegu leyti,verið bornar uppi af innviðum blaðs yðar, þar sem hæf ustu menn þjóðarinnar — svonefndir gagnrýn- endur — fjalla reglulega um listina og menn- inguna í landinu. Þér hafið löngum borið gæfu til að hafa á yðar snærum svo vitra menn og glöggskyggna að undrum sætir, menn sem geta hæglega skoðað og skilgreint aðskiljanlegustu náttúrur hinna fjölmörgu listgreina, menn sem eru fjölvísir um allt, sem heyrir ,,listinni“ til, menn sem eru jafnvígir á báðar hendur og fer þá oft einn maður létt með að fella viturlega dóma á söng, dans og leiklist og jafnvel málaralist og tónlist í hjáverkum, að ekki sé nútalað um bókmenntirnar. Hér þjónar blað yðar þeim tilgangi að koma i veg fyrir að almenningur þurf i að velkjast í óvissu um álit sitt á listinni í landinu. Daginn eftir leiksýningar á flóknustu verk- um kemur frá gagnrýnendum yðar greinar- góð úttekt á því hvað manni á að finnast um verkið, hvert sé ,,inntak þess, skirskotun, skilningur, aðferð, túlkun, tjáning, Ijósa- og raddbeiting, dínamík, plastik, tæmíng og nýt- ing á möguleikum sviðsins til hins ítrasta". Með svipuðum hætti eru aðrar listgreinar afgreiddar í blaði yðar, af f Ijótvirkum, glögg- skyggnum og gáfuðum gagnrýnendum, svo hinn listelski i landinu þurfi ekki of lengi að velta vöngum yfir því hvað honum finnst, heldur geti f lett því upp í blaði yðar hvað hon- um á að finnast. Bókmenntagagnrýnendur eru ef til vill fIjótvirkastir og áreiðanlegastir allra þeirra sem um listir f jalla, en áður en prentsvertan er þornuð i nýútkomnum bókum hafa bók- menntafræðingar ,,rýnt þær, skoðað, skil- greint, brotið innihaldið til mergjar", og birt gagnrýni. I jólabókaf lóðinu er mér næst að halda að einn og sami maðurinn afgreiði með þessum hætti stundum eina bók á dag. Þetta hefur siðan orðið til þess, að bæði ég og annar al- menningur í landinu myndar sér kórréttar skoðanir á bókum og bókmenntum, án þess að bóklestur þurf i að koma til. Af þessum sökum hef ur blað yðar verið mér ómissandi til þessa dags. En semsagt, herra ritstjóri. Nú hefur blað yðar brugðist trausti mínu. Nærri mánuður er nú liðinn síðan út kom, á vegum hins íslenska bókmenntafélags, mikið og forvitnilegt verk, „Rætur Islandsklukkunn- ar", eftir Eirík Jónsson. Ég krefst þess nú, sem skilvís áskrifandi, að þér gerið mér grein f yrir því hvers vegna ekki hefur enn verið um þetta verk fjallað í blaði yðar. Ég get tekið mér í munn orð skáldsins: „Hvar eru (nú) fuglar þeir á sumri sungu?" Svo hjartfólgin er (slandsklukkan (Hið Ijósa man, Eldur í Kaupinhafn) íslensku þjóðinni, að mér er næst að halda að næstum hvert mannsbarn í landinu kunni lungann úr verkinu utanbókar. Því mætti ætla að bókmennta- gagnrýnendur væru næsta hagvanir á þvi gósenlandi sem Islandsklukkan er. Hvað heft- irflug þeirra, þegar „Rætur íslandsklukkunn- ar" eiga í hlut? Nægir þeim ekki mánuður til afreka sem venjulega eru unnin á einni nóttu? Hérna í háskólahverf inu, þar sem ég bý, er dýralíf með nokkrum blóma og ég hef haft dágóð tök á að fylgjast með atferli ferfætlinga á þessum slóðum. Bröndóttur fressköttur, kallaður Gulli, hef ur ráðið hér lögum og lof um um árabil og helgað sér svæðið með því að míga í allar gáttir á háskólalóðinni og um- hverfis þessa æðstu menntastofnun þjóðar- innar. Guðforði þeim fressketti, sem hætti sér inní það „aroma" sem liggur í loftinu hér um slóðir á umráðasvæði Gulla. Er hugsanlegt að tvífætlingarnir hérna á svæðinu séu jafn heimaríkir og Gulli og þoli ekki aðkomueintak sömu tegundar og þeir eru sjálf ir? Eða er það ef til vill satt, herra ritstjóri, sem altalað er í bænum um þessar mundir, að bók- menntagagnrýnendur blaðs yðar hvorki vilji, geti né þori, að skrifa um verk Eiríks, fyrr en sá einn, sem veit til hlítar hvert gildi það hef- ur, gefur þeim grænt Ijós og segir þeim hvað þeim á að finnast um „Rætur fslandsklukk- unnar"? Ef svo er vona ég, að þeir segi mér sem allra fyrst, hvað mér á að finnast. Ef til vill passar þessi gamla vísa í dag. Jónas eins og eitthvað dúmm, Elli og Jóhann tregir, ólafur er orðinn stúmm, Árni Bergmann þegir. Virðingarfyllsf, skráargaiid Fulltrúaráðs- fundur Alþýöubandalagsins i Reykja- vik var haldinn á sprengidag s.l. á Hótel Esju þar sem listi til borgarstjórnarkosninga var til umfjöllunar. Svo hittist á að aðalfundur Félags islenskra fræða var i næsta sal og þar var Gunnlaugs saga ormstungu rædd. Barst orustugnýr milli funda i gegnum þunnt þil og sló jafnvel ræðum saman ef mönn- um lá hátt rómur. Stundum fengu hinir virðulegu islensku- fræðingar dynjandi lófaklapp að handan og var til þess tekið hversu mikið var klappað fyrir Helgu Kress er hún hafði gert grein fyrir skoöunum sinum á Helgu hinni fögru i Gunnlaugs sögu. Þá hlógu islenskufræðing- arnir stundum upphátt á við- kvæmum augnablikum á Alla- ballasamkundunni. Daginn eftir birtist i Morgunblaðinu frásögn af fulltrúaráðsfundinum og var hún öll i skötuliki. Voru uppi getgátur um það að heimilda- maðurinn hefði setiö öðru hvoru megin við þilið og ruglað saman fundunum, sett Vilborgu Harðardótturog Erling Viggós- son aftur á söguöld en sviðsett hólmgöngu þeirra Hrafns Illugasonar og Gunnlaugs ormstungu á Allaballafund- inum. Þær llelga Kress Katrin Fjeldsted Hafsteinn Baldvinsson Ingi G. Magnússon vart vatni halda fyrir hrifningu á Sjöfn Sigurbjörnsdóttureru nú afar óhressar með það að Katrin Fjeldsted skuli hafa verið sett i baráttusæti á lista Sjálfstæðisflokksins. Eins og Sjöfn er grunuð um að vera laumuihald er Katrin nefnilega grunuð um að vera laumu- kommi. Nýlega eru margar framboðsraunirnar. Ýmsar ihaldskonur sem mega var sagt frá þvi i blöðum með miklum fyrirgangi að tveir menn alkunnir úr ,,hinu frjálsa viðskiptalifi”, þeir Sveinn Halldórsson og Hafsteinn Bald- vinsson, hafi stofnað fyrirtæki með Aröbum til þess að selja þeim kindakjöt, lýsi, aldinsafa o.fl., undir hinu þjóðlega heiti Shams Trading. A.m.k. tvö fyrirtæki nefndra manna hafa nýlega orðið gjaldþrota: Ice-sound hf. og Scanhús hf., sem sagt er, að hafi starfað i Nigeriu. Annar tvimenninga þessara mun og hafa komið við sögu hjá Breiðholti sáluga. Þá er og rætt um, að fyrrnefndir bissness-garpar hafi stofnað fyrirtæki undir nafninu Nigis hf. til umsvifa i Afriku. Viða liggja leiðir landans. Hafnarbíó þar sem Alþýðuleikhúsið er til húsa kann að hverfa innan tiðar. Eigendur lóðarinnar og næstu lóðar við munu hafa fullan hug á að byggja stórhýsi á þessum stað og munu nýlega hafa geng- ið á fund fjármálaráðherra með hugmyndir um að þarna yröi byggt Dómhús, þar sem ýmis dómstig yrðu sameinuð undir einu þaki. Alþýðuleikhúsið hef- ur aðeins samning um Hafnar- bió til þriggja mánaða i senn og gæti þvi lent á hrakhólum með húsnæði innan tiðar og er það miður. Þess skal getið að Jón Ragnarssoná aðeins innrétting- ar i húsinu en annar eigandi er að ytra byrði þess. Nanna Her- mansson borgarminjavörður hefur falast eftir bragganum upp i Arbæ til að koma fyrir i honum striðsminjasafni. Að lok- um má geta þess að deiliskipu- lag vantar enn fyrir þetta svæöi en Skúlagatan á vist að hverfa fyrir neðan Hafnarbió með til- komu nýju sjávarhraðbrautar- innar. Samskipti ibúa hússins við Þangbakka (Hússins á sléttunni) við gatna- málastjóra, Inga Ú. Magnús- son, eru orðin eitt allsherjar- hneyksli. Fyrir um tveimur ár- um borguðu þeir 450 þúsund krónur gamlar umfram venju- leg gatnagerðargjöld til þess að bilastæði yrðu malbikuð af borginni. Ekkert hefur verið gert i málinu ennþá nema á sin- um tima var borin möl ofan i moldarflag og hefur verið not- ast við það fyrir bilastæði til þessa. Nú er verið að malbika bilastæði fyrir Broadway við hliðina eins og fram hefur komið i fréttum. Fyrrgreint bilastæði hefur og verið tekiö af Þangbakkablokkinni i þvi skyni að malbika það fyrir fyrirhugað bió sem er sambyggt skemmti- staðnum. Eftir sitja ibúar i Þangbakka með mold og drullu. Hafnfirðingar hafa upp á siðkastið orðið að gjalda þess blásaklausir — eða hér um bil — að verða allsherjar blórabögglar fyrir brandara- smið landsmanna, likt og Arósarbúar i Danmörku og Frisar i Hollandi. Þessa tvo heyrði skráargatið nýlega og lætur þá fljóta með: Hvers vegna hafa Hafnfirðingar alltaf með sér stiga þegar þeir fara i búðir? Svar: Af þvi að verðið er svo hátt. Og hinn: Hvers vegna horfa Hafnfirðingar til lofts þegar þeir koma út á morgn- ana? Svar: Þeir búast við fljúg- andi hálku. r I siðasta Skráargati var þess getið að fyrirtækið Videósón hefði boðið Morgunblaðinu að kaupa sig, enda mun nú mesta videóæðið gengið yfir og fólk tekið að segja þessari þjónustu upp i einhverjum mæli. Morgunblaðið hafnaði kaupum en nú hefur skráargatið frétt að eigendur fyrirtækisins hafi snuið sér til Dagblaðsins & Visis sömu erinda.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.