Þjóðviljinn - 27.02.1982, Page 15

Þjóðviljinn - 27.02.1982, Page 15
Helgin 27.-28. febrúar 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 15 — Eitthvaö sem tengt er sterkum svæðisbundnum menningarfyrirbærum og straumum. Ekkert hefði ég á móti þvi að kenna við evrópska háskóla um sagnir og söngva og siði kúrekans, indjánans, bónd- ans á Nýja Englandi, sem hefur gert sér heilt helgisiðakerfi um þaö að tappa sýrópi af hlyni. Bandarikjamenn eru oft skammaðir fyrir amrikan- iseringuna hér og þar, en hún er ekki alltaf þeirra sök. Venjulegur Kani lætur sig engu varða hvort unglingar i Sri Lanka eöa Júgóslaviu vilja gallabuxur eöa einhvern galla annan — málið er að Bandarikin eru i huga þessara unglinga hér og þar um heiminn svo tengd við velgengni frjálsari ástir, peninga, að þeir hafa ekkert sér til varnar. Einsog ég segi, þetta er ekki endilega okkur Könum að kenna. Þetta eru vist fram- farirnar, sem eru það óréttlæti sem ein kynslóð fremur gagn- vart þeirri sem á undan koma og þeirri sem á eftir kemur. Einyrki í Maine Ertu ekki hræddur við að húmanistar eins og þú verði ihaldssamur minnihluti, fullur þvermóðsku? Æ, ég er ekkert hrifinn af þeim menntamönnum sem þora ekki að segja það sem þeim finnst um mannkynið og framtiö þess af þvi það eru svo fáir sem nota heilann, að það er engu lik- ara en þeir séu eitthvað skrýtnii; afbrigöilegir. Svo finnst mér reyndar, aö skipting manna I menntamenn og ekki mennta- menn, sé einhver akademisk uppfinning, sem háskólamenn standa i af þvi þeir finna til þess aö þeir eru eins og utanveltu. A eyjum úti fyrir Irlandi og Skot- landi og i skógum Mainerikis i Bandarikjunum hefi ég hitt menn, sem eru langt frá menn- ingu og háskólum, en ekki siöur vel aö sér en háskólaprófessor- ar og meiri ástæöa til aö hlusta á þá, þvi aö þeir hafa einveruna og einveran fæöir af sér hug- myndir. Ég er oft aö furöa mig á þvi hvernig þetta fólk talar og hve margt þaö veit. A litilli eyju úti fyrir strönd Maine er einbúi sem ég þekki, hann var i Haleháskóla fyrir fimmtiu árum og leiddist og fór út á eyju aö rækta kindur. Betra er sauöataö en sauöskinn sagöi hann — þaö er oröaleikur, sem lýtur aö þvi aö fótboltarnir sem menn sparka i háskólum voru úr sauöskinni. Þarna býr hann, þyrstur i þekkingu og faömar aö sér hverja bók sem hann fær — og yfir rúminu eru harmleikir Grikkja. Mikiö gætu stúdentar lært af svona manni sem er svo fullur af áhuga og bækur eru honum heilagar. Þær eru ekki heilagar háskólamönnum, þær eru eitthvaö til aö matreiöa, setja i kvörn og hakka i þekk- ingarfars sem smurt er á sam- loku og gefiö stúdentum. Og þetta er vist gott á bragðiö, þaö fær enginn i magann... Og næsta bók Þú hefur skrifaö þrjár bæk- ur... Já, og smásögur sem hafa birst hér og þar. Þaö er erfitt aö fá smásögur birtar á bók heima, nú vilja menn ekki annað en geysiþykkar skáldsögur, helst 700 siður eða 2000, vilja flýja of- an i svoleiðis doðrant og ekki koma upp aftur fyrr en eftir marga daga. Þetta er vist kreppueinkenni, á fjórða ára- tugnum var lika mikiö blóma- skeiö fyrir risaskáldsögur. En næsta bókin sem ég skrifa verður draugasaga. Hún gerist i Maine en ég tel mig aö sjálf- sögöu ekki yfir þaö hafinn aö styðjast við efni sem ég hefi fengið á trlandi og íslandi. Ég hefi mætur á þessum þjóöum sem eru svo skyldar i draugatrú — imyndunarafliöer I betra lagi hjá þeim sem hafa drauga en öörum, og svo þetta næmi á hiö endalausa i mannlifinu... áb STANDIÐ ÞIÐ ÁTÍMAMÓTUM ? BESTU ÓSK3R UM LÁNSAMA FRAMTÍÐ Allir þeirsem standa á þeim merku tímamótum að veröa fjárráöa, eöa gangi þeir í hjónaband á því ári sem þeir hefja eöa Ijúka söfnun geta fengiö alveg sérstakt plúslán: Tímamótalániö. Mismunurinn er sá aö lánsfjárhæöin er 50% hærri en venjulegt plúslán. Endurgreiöslutíminn lengist tilsvarandi. Tímamótalán getur veriö verötryggt eöa ekki skv. ákvöröun lántaka. Er ekki Útvegsbankinn einmitt banki fyrir þig? UTVEGSBANKANS ÞÖ SAFNAR OG BANKINN BÆTIR VIÐ Peking 2172. — Nixon kom i nótt er leið fyrstur Bandarikja- forseta til Kina og átti þegar i dag viðræður viö Mao Tse-tung og Shú En-læ forsætisráðherra. Tekið var á móti forsetanum af kurteisi Þjóðviljinn fyrir 10 árum en án skipulagðra fagnaðarláta og útboðs á ibúum höfuðborg- arinnar. Nixon lék þó á als oddi i veislu i kvöld og vitnaði i Maó máli sinu til stuðnings. (22. febrúar). Frá fréttaritara Þjóðviljans i Helsinki, Svavari Gestssyni: Bjarni Guðnason talaði við al- mennu umræöurnar á þingi Norðurlandaráðs á sunnudag og ræddi einkum um þær fyrir- ætlanir islensku rikisstjórnar- innar aö senda herinn úr landi og færa landhelgina út i 50 milur 1. september 1972. Lagði Bjarni áherslu á að Islendingar væntu þess að frændur okkar á Noröur- löndum sýndu málstað okkar fullan skilning i þessum efnum. (22. febrúar). Lúðvik Jósepsson sjávarút- vegsráðherra á blaðamanna- fundi: Aukning togaraflotans er brýnt hagsmunamál. (Fyrirsögn 22. febrúar). 1 Lögbirtingablaðinu 9. febr. sl. er skýrt frá þvi að hinn 30. nóvember 1971 hafi forseti Islands að tillögu heilbrigöis- málaráðherra skipaö Ingibjörgu R. Magnúsdóttur deildarstjóra i heilbrigðis- og tryggingamála- ráöuneytinu frá 1. nóvember 1971 að telja. Ingibjörg er eina konan sem nú er deildarstjóri hjá ráðu- neyti- (23. febrúar). Bandariska blaðið Saturday Rewiew heldur þvi fram nýlega að siðan 1970 hafi það 363 sinnum komið fyrir i Vietnam aö bandariskir hermenn hafi reynt aö drepa — eða beinlinis drepið — liðsforingja sina með hand- sprengjum eða jarðsprengjum. -Taliö er vafalaust aö 45 liðsfor- ingjar hafi látið lifið i þessum að- gerðum. (23. febrúar).

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.