Þjóðviljinn - 10.07.1982, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 10.07.1982, Blaðsíða 3
í f II .1* ( i’i'fí i' ir* kíT/ \FTt i\ 4 - » (',‘r 'i Nú rignir inn á fjölmiOlana yfirlýsingum varOandi seladráp, en þessi selur veit vist litiö um þaö, þar sem hann „brosir” viö ljósmyndaran- um. Ljósm. — gel — Fuglaverndunarfélag íslands: Selahræin dauðagildrur „dldin og rotnandi sela- og hvalahræ geta verið dauðagildra fyrir ýmiss konar fugla, t.d. haf- erni, sem eru m jög fáliðaðir hér á landi. Undanfarin ár hafa fundist allmargir ernir sem lent hafa i cinhvers konar grút. Grúturinn hefur klesst fiðrið og fuglarnir veslast upp og drepist. Nokkrir ernir hafa fundist aðframkomnir en þó lifandi og hefur verið reynt að bjarga þeim eftir mætti”. Þannig hljóðar upphaf bréfs sem Þjóðviljanum hefur borist frá Fuglaverndunarfélagi Islands. Telur félagið herferð hringormanefndar á hendur seln- um forkastanlega og fordæmir sérstaklega að hræin skuli vera látin liggja, fuglum til stórrar hættu. 1 lok tilkynningar Fugla- verndunarfélags Islands segir: „Engar visindalegar sannanir eru fyrir hendi að hringormum muni stórfækka i fiski ef selnum er útrýmt. Þvi er hér verið að kasta fjármunum á glæ og enn einu sinni ætla hagsmunaaðilar að þjarma að lifverum af grunn- hyggni og án fyrirsjáanlegra af- leiðinga. Fuglaverndunarfélag Islands skorar á Islendinga að láta ekki slika herferð óátalda og á stjórnvöld að stoppa þegar i stað það óhugnanlega seladráp sem nú á sér stað”. __v Engin dýrafriðun- arlög eru til Seladrápið erþvífullkomlega löglegt „Ef þú tækir allt i einu upp á þvi að vilja fækka sel i landinu þá væri þér fullkomlega heimilt að gera slikt hið sama og Hring- ormancfnd. Við höfum engin dýrafriðunarlög, og þvi getur sjá varútvegsráðuneytið eða önnur stjórnvöld ekki bannað Hringormancfnd að taka þessa ákvörðun né heldur skipað henni að taka hana til baka. Þetta er fullkomlega löglegt,” sagði Jón B. Jónasson, skrifstofustjóri i sjávarútvegsráðuneytinu um „selamálið”. Sú ákvörðun Hringorma- nefndar að veita 700 krónur fyrir hvern selskjamma, sem henni er sendur, hefur sætt vaxandi gagn- rýni, m.a. frá Náttúruverndar- ráði. Ráðið bendir á, að þekking manna á sambandi sela, þorska og hringorma hér við land, sé harla lltil, ekki sé hægt að full- yrða að selum hafi fjölgað hér við land undanfarinn áratug og ill- mögulegt eða ókleift verði að meta niðurstöður þessarar „til- raunar” Hringormanefndar. En málið er semsé það, að það er ekki á færi nokkurra að stöðva seladráphér við land eins og mál- um er háttað nú. Hringorma- nefndin er þvi i sinum fulla, lög- lega.rétti i þessu máli. Til þess að stöðva seladrápið þarf rikis- stjórnin að koma saman og for- seti Lýðveldisins lslands að gefa út bráðabirgðalög, þ.e. ef einhver vilji er fyrir hendi. Hringormanefndin var stofnuð i ágúst 1979 og er skipuð eftirtöld- um mönnum: Björn Dagbjarts- son, formaður, skipaður af sjávarútvegsráðherra, Arni Benediktsson frá Sávarafurða- deild SIS, Hjalti Einarsson frá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, Friðrik Pálsson frá Sölusam- tökum islenskra fiskframleið- enda, Guðjón B. Ólafsson frá Iceland Seefood Corporation og Þorsteinn Gislason frá Goldwater Seefood Corp. Starfsmaður nefndarinnar er Erlingur Hauks- son, sjávarliffræðingur. Skotveiðifélag íslands: Fordæmir útrým- ingu selsins Skotveiðifélag Islands hefur sent frá sér ályktun þar sem þaö fordæmir þá hugsun sem kemur fram i skefjalausri útrýmingar- herferð sem nú er hafin gegn selastofninum. I tilkynningu Skotveiöifélagsins segir m .a.: „Félagið vill,benda á að þessi atlaga aö selnum er skipulögð og fjármögnuö af svonefndum hags- munaaðilum i sjávarútvegi, án eölilegt samráðs við þá visinda- stofnun, sem ætlaö er aö veita sérfræðilega ráðgjöf um nýtingu allra, sjávardýra hér við land”. Siöar I ályktuninni segir: Þessi vanhugsaöa aðgerð hagsmunaað- ila mun sennilega spilla verulega fyrir skynsamlegri og eðlilegri nýtingu selsins á íslandi i fram- tiðinni. Sannur veiðimaöur virðir bráð sina og leggur metnað sinn i að nýta hana skynsamlega, og það sjónarmið hefur rikt hjá sel- veiðimönnum á tslandi frá upp- hafi”. Skotveiðifélagið fordæmir þá nýbreytni sem hringormanefnd hefur komið á, að nýtingu selsins skuli algjörlega varpað fyrir róða og dýrin drepin, kjálki hirtur sem sönnunargagn um verknaðinn en hræin látin liggja eftir. —v. Helgin 10.-11. júli 1982 ÞJÓDVILJINN — StÐA 3 Náttúruverndarráð ályktar um „selamálið” Ríkisstjórnin setji lög um dýrafriðun „Náttúruverndarráð beinir þvi til rikisstjórnarinnar, að hún hlutist til um, að þegar verði hætt „verðlaunaveitingum til örvunar selveiða”, sem hafnar eru á veg- um hringormanefndar”, segir i ályktun frá Náttúruverndarráöi sem send hefur verið til forsætis- ráðherra. 1 ályktun Náttúruverndarráðs eru þau vinnubrögð hringorma- nefndar átalin að hrinda slikum aðgerðum i framkvæmd án þess að leitað sé álits aðila og stofn- ana, sem málið varðar, eins og Hafrannsóknastofnunar og Nátt- úruverndarráðs, og þeim ein- dregnu tilmælum beint til rikis- stjórnarinnar, að hún beiti sér fyrir setningu laga, er tryggi að mál sem þetta fái eðlilega um- fjöllun stjórnvalda. Siðan segir i greinargerð með ályktuninni að Náttúruverndar- ráð dragi mjög i efa, að timabært sé að hefja aðgerðir til fækkunar sela hér við land, og vill i þvi sambandi benda á eftirfarandi atriði: „(1) Margt er enn á huldu um tengsl sela við hringormavanda- málið, og tæpast er unnt að full- yrða nokkuð um það hvaða áhrif einhver fækkun sela hefði á hringormasýkingu þorsks hér við land. Rannsóknir á Bretlandseyj- um benda til einhverrar sam- svörunar milli tiðni ormasýking- ar þorsks og fjölda útsela, en þessi tengsl eru eflaust afar Hók- in. Má i þvi sambandi minna á það, að selir (einkum útselir) eru mun fleiri við Bretlandseyjar en við Island, en sýking þorsks af völdum selorma samt miklu minni þarenhér. (2) Breytingar á stofnstærð sela hér við land eru litt kunnar. Selatalningarundanfarinn áratug eru ekki það nákvæmar að unnt séá grundvelli þeirra að fullyrða, að selum hafi fjölgað á þvi tima- bili. (3) Leit að ormum i fiski er miklum vandkvæðum háð en öll tækni við ormaleit hefur verið stórbætt á undanförnum árum og hefur leitt til þess að fleiri ormar finnast nú en áður. Hins vegar verður ekki séð að óyggjandi sannanir liggi fyrir um aukningu á selormasýkingu þorsks hér við land. (4) Náttúruverndarráð vill benda á, að illmögulegt eða ókleift verður að meta niðurstöð- ur þessara tilrauna hringorma- nefndar vegna skorts á nægilega haldgóðri þekkingu t.d. hvaö varðar núverandi f jölda sela. Enn erfiðara yrði að sjálfsögðu að meta áhrif hugsanlegrar fækkun- ar sela á ormasýkingu þorsks. Náttúruverndarráð bendir einnig á að þegar hefur komið i ljós að verulegur hluti þeirra sela, sem drepnir hafa verið vegna hárra verölauna, hefur ekki skilað sér til frystihúsa, eins og til var ætlast. Ýmsir hafa greinilega freistast til þess að fjarlægja hægri neðri kjálka, sem verðlaun eru greidd fyrir, en láta siðan skrokkana liggja. Við slikt er að sjálfsögðu margt að athuga og skal t.d. minnst á áhyggjur fuglafræöinga af þvi að ernir gætu mengast af grút frá slikum hræjum og drepist. Jafnframt óttast Náttúruverndarráö, að skotmenn muni viða valda fólki óþægindum og hafa truflandi áhrif á fuglalif.” Verðtilboð ársins í utanlandsferð skiptiferðum verkalýðsfélajJ meðöllutilheyrandi fvrir aðeins kf • itingísumarhúsumi / Ltuferð meðgistmguog lenskri fararstjórn- Innifalið'- daga og 1' fullu faeði Njótið góðs af Þú þarft að leita vandlega viljirðu finna ódýrari leið til Norðurlanda en skiptiferðir verkalýðsfélaganna. Enn eru nokkur sæti laus í tveimur hópferðum sem efnt er til í samvinnu við Dansk Folke-ferie og Alþýðuorlof fyrir félagsmenn verkalýðs- samtakanna á íslandi og í Danmörku. Með þessu gagnkvæma samstarfi er unnt að bjóða skiptiferðir fyrir verð sem vart á sér nokkra hliðstæðu og við hvetjum þig til þess að njóta góðs af góðu samstarfi og smeygja þér með í síðustu sætin. Dansk folkefene Stjórn Alþýðuorlofs Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 í skiptiferðunum er boðið upp á fjöl- breytta dagskrá og ýmsar spennandi skoðunarferðir um Danmörku og yfir til Svíþjóðar. Farið er vítt og breytt um Jótland og Sjáland og tækifæri gefst m.a. til heilsdagsferðcLr yfír til Þýskalands. Brottfarardagar: 17.-31. jiilí-örfá sæti laus 31. júlí-18. ágúst-laus sæti

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.