Þjóðviljinn - 10.07.1982, Blaðsíða 7
Helgin 10.-11. júli 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7
Með Amar-
flugi til Ziirich
og Amsterdam
Áætlunarflug Arnar-
flugs hf. til Evrópu hófst í
síðustu viku með ióm-
frúarferðum til Zurich,
Amsterdam og Dusseldorf.
Á Klotenflugvelli í Zurich
vartekiðá móti Arnarflugi
með viðhöfn sl. sunnudag
og daginn eftir var mikil
islandskynning á Hótel
Zurich á vegum félagsins
íslenskra útf lutningssam-
taka sendiherra Islands í
Þýskalandiog Sviss, Pétur
Eggerz. Hópur sýningar-
fólks frá Islandi sýndi
íslenskan ullarfatnað við
mikla hrifningu rúmlega
100 svissneskra blaða-
manna og ferðamálafröm-
uða sem viðstaddir voru. I
sambandi við Islandskynn-
inguna fengu blaðamenn
einnig að kynnast íslenska
hestinum á sérstakri s.ýn-
ingu.
íslandsáhugi í Sviss
Þaö var greinilegt aö i Sviss-
landi er töluverður áhugi á Is-
landi sem ferðamannalandi eins
og góðar undirtektir og þátttaka
fjölmiðlafólks þarlendis i lslands-
kynningunni sýndi. tslenski kon-
súllinn i Zlirich kvað þó þann
Þránd helstan i götu tslandsferöa
Svisslendinga að hótelverð i
Reykjavik væri alltof hátt, og
þyrfti að ráða þar bót á ef laða
ætti erlenda ferðamenn til lands-
ins. Hinsvegar er ljóst að tslend-
ingar geta margt sótt til ZOrich og
Sviss sér til ánægju og ættu ekki
að láta verölagið villa sér
sýn, þvi að gæöi vöru og þjónustu
eru mikil i Sviss og tslendingar
ekki óvanir háu verðlagi heima-
fyrir.
Ánægðir
Siðastliðinn miövikudag lenti
Arnarflugsvél i fyrsta sinn á
Schiphol-flugvelli i Amsterdam
og var vel tekiö sem i Zflrich með
móttökuathöfn þar sem flug-
vallarstjórinn kvaö það ánægju-
efni að fastar ferðir hæfust nú
milli Hollands og Islands, og lýsti
þeirri von sinni að þessi tilraun
yrði varanlegri en fyrri viðleitni
til þess að koma á áætlunar-
ferðum á milli landanna. 1 ræöu
sem Steingrimur Hermannsson
samgönguráðherra hélt við þetta
tækifæri lýsti hann þvi yfir að
ástæðan fyrir þvi að hann hefði
veitt Arnarflugi réttindi til
áætlunarflugs til DOsseldorf,
Amsterdam og ZOrich hefði verið
sú að áhugi áræðni og kraftur for-
ystumanna og starfsfólks félags-
ins væri slikur að þess væri að
vænta að þvi myndi heppnast að
framkvæma fyrirætlanir sinar,
enda þótt ýmis flugfélög ættu I
erfiðleikum um þessar mundir.
Þá væri eðlilegt að stuðla að
skynsamlegri samkeppni i flug-
rekstri.
Miðstöð i Evrópu
Schipol-flugvöllur er mikil
samgöngumiðstöð og er Arnar-
flug 63. flugfélagiö sem þangað
hefur áætlunarflug. Amsterdam
er ákaflega miölæg borg i sam-
göngukerfi Evrópu og um hana
ganga járnbrautir til 60 stórra
borga á meginlandinu, austur,
vestur, norður og suöur. Fjöl-
margir aðilar i f jarlægum heims-
álfum nota Amsterdam sem
dreifingarmiðstöð fyrir Evrópu
og um flugvöllinn og borgina fer
mikið vörumagn, enda eru
Hollendingar heföum sinum trúir,
þó að þeir séu hættir að nota vöru-
húsin á börmum sikjanna, þar
sem varningurinn var fyrr á tim-
um hifður upp á gaflana, sem ein-
kenna framhliðar gömlu húsanna
i Amsterdam.
Heimsborgin
En Amsterdam er ekki aðeins
kjörinn staður til þess að hefja
eða ljúka Evrópuferð, heldur er
hún heimsborg sem hefur upp á
flest það að bjóða sem aðrar slik-
ar hafa, fyrir utan hlýtt hollenskt
viðmót, blómamessur og meist-
ara málaralistarinnar. Þeir sem
kunna við sig i andrúmslofti sem
er mitt á milli Parisar og Kaup-
mannahafnar ættu ekki aö láta
Amsterdam fram hjá sér fara.
Dússeldorf
Dússeldorf var einnig vigð sem
viðkomustaður Arnarflugs sl.
miðvikudag, en þar var gerður
stuttur stans. Félagið hyggst þar
þjóna islenskum Rinarlandaför-
um og Þjóðverjum sem veriö
hafa duglegir að heimsækja Is-
land. Og i fyrstu ferðinni frá
Dflsseldorf til tslands voru ein-
mitt fluttir rösklega eitt hundraö
þýskir hestamenn á leið á Vind-
heimamela i Skagafiröi.
Fjölþætt þjónusta
Arnarflug hefur sett á fót þrjár
söiuskrifstofur, I Amsterdam,
Zúrich og Frankfurt. Félagið hef-
ur ekki ferðaskrifstofuleyfi og
hyggst heldur ekki opna farseðla-
sölur við breiðstrætin eins og
„hinir stóru”. Verkefni skrifstof-
anna er að hjálpa báðum endum,
ferðaskrifstofum hér heima og i
Evrópu, við að selja áfangastaöi,
svo gripið sé til mállýsku ferða-
frömuða. „Við ætlum að leita að
viðskiptavininum I staðinn fyrir
að biða eftir honum”, sagði
Magnús Oddsson, sem er fram-
kvæmdastjóri sölusviðs Arnar-
flugs i Evrópu með aðsetri i
Amsterdam.
Þær grænu
Söluskrifstofur Arnarflugs
munu einnig veita Islenskum
ferðalöngum margvislega upp-
Ahöfnin I fyrstu áætiunarferð Arnarflugs tii Ztírich viö komuna þangað.
Lengst til vinstri er yfirflugstjóri félagsins Arngrlmur Jóhannsson,
sem var flugstjóri I ferðinni, og lengst til hægri framkvæmdastjóri
Arnarflugs, Gunnar Þorvaldsson.
Gestir i jómfrúarferð Arnarflugs til ZUrich skoöa sig um i borginni. Ljósm. ekh
lýsingaþjónustu, og má minna á I
þvi sambandi að ekkert islenskt
sendiráð er i Amsterdam og Ztlr-
ich. Og þá er ekki óliklegt að Is-
lendingar kunni vel að meta
grænklæddar hlaðfreyjur sem að-
stoða við áframhald ferðar er
komiö er til Dússeldorf, ZUrich og
Amsterdam. Og ekki eru þær al-
deilis hlaðkaldar og um snún-
ingalipurð þarf ekki að efast þar
sem „sú græna” i Amsterdam er
engin önnur en Hlif Svavarsdóttir
ballettdansari.
Smitandi áhugi
Góð samvinna hefur tekist milli
Arnarflugs og hollenska flugfé-
lagsins KLM, og IATA-flugfélög
eru nú sem óðast að staðfesta
samninga við félagið um far-
seðlaskipti og gagnkvæma þjón-
ustu. Blaðamenn urðu ekki varir
við annað i þessum jómfrúarferð-
um Arnarflugs til þriggja Evr-
ópuborga en að verulegur áhugi
væri fyrir að nýta þessa þjónustu
og að hún ætti að geta festst i
sessi, ekki sist fyrir þann smit-
andi brautryðjendaáhuga sem
virðist einkenna alla. starfsemi
félagsins.
— ekh
mmmmmmrn 11 ........... - ........1
Sigling á sikjunum i Amsterdam er nauðsynlegt upphaf á viðky nningu
við hlýlega heimsborg. Ljósm., ekh
0HITACHI
Vilberg&Þorsteinn
Laugavegi 80 símar 10259 -12622
sem farandi er meö
hvert sem er
því úrvalið er hér
og gæöin stórkostleg.
TRK 9140 20 W.
KR. 7.900,00
TRK 7800 7 W,
KR. 3.800,00