Þjóðviljinn - 10.07.1982, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 10.07.1982, Blaðsíða 12
('í 40í» -- V?/,Fíi!r/fiÓW tVit t’iVi j 1 -.01 liijíflí 12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin lO.-ll. júli 1982 Jónasarhús á Akureyri Stjórnarnefnd Náttúrugripa- safnsins á Akureyri og forstööu- maöur þess: Helgi Hallgrimsson, Arni Jóhannesson, Rafn Kjart- ansson, Elín Stefánsdóttir, Guö- mundur Gunnarsson, Jón Sigur- jónsson og Jóhann Sigurjónsson, beita sér nú fyrir þvf aö hús veröi reist yfir safniö, kennt viö Jónas Hallgrimsson og enda reist til minningar um hann. t ávarpi frá stjórninni segir: ■ Þegar skólahúsiö á Mööruvöllum brann var gagnfræöaskólinn fluttur til Akureyrar. En áfram laöaöi skólinn aö sér náttúrufræöinga, svo sem fram kemur I meöfylgjandi grein. Húsnœði Náttúrugripasafnsins Húsnæöi safnsins hefur þvi miður ekki verið i samræmi við þá starfsemi, sem þar fer fram og hefur það mjög háð vexti þess og viðgangi. Eins og stendur er þvi holað niður i gömlu fjölbýlishúsi i Hafnarstræti 81A, þar sem það hefur 1. og 4. hæð til umráða, samtals um 200 ferm. gólfpláss. Þótt fyrirsjáanleg sé nokkur við- | bót við þetta húsnæði á næstu ár- um er ljóst, að þar er ekki um neina lausn að ræða til frambúðar á húsnæðisvanda safnsins. Náttúrugripasafnsnefndin er þeirrar skoðunar, að ekki sé seinna vænna að fara að undirbúa nýja byggingu fyrir þetta merki- lega fræðasetur, sem vissulega ætti að vera stolt okkar Norðlend- inga og Akureyringa sérstaklega, þar sem það er að heita má eina sjálfstæða visindastofnunin utan höfuðstaðarins. 1 þvi skyni hefur nefndin stofn- að sérstakan byggingarsjóð, i samráði við forstöðumann safns- „Allra vísinda indælust” mund G. Bárðarson, jarðfræöing, I staöfestist hér ævilangt, enda Ey- Þorkel Þorkelsson eðlisfræðing firðingur (Hörgdælingur) að og síðar Veðurstofustjðra, Pálma uppruna. Hann hefur haldið Hannesson, siðarrektor, Steinþór áfram rannsóknastarfi Stefáns Sigurðsson, jarðfræðing, Trausta | við könnun á gróðurriki landsins I Jónas Hallerimsson vakti fyrstur manna máls á stofnun náttúrugripa- | safns á islandi. Náttúrufræöiá sér lengri hefð i Eyjafirði en víöast hvar annars- staðar á landinu. Má rekja upp- haf hennar til miðrar 18. aldar er þeir félagar Bjarni Pálsson og Eggert Ólafsson ferðuðust um landið til að kanna náttúru þess og mannllf, en Bjarni var upp- runninn á Upsaströnd i Eyjafirði. Jónas Hallgrimsson Jónas var fæddur á Hrauni i öxnadal og alinn upp á Steins- stöðum i sömu sveit. Jónas hafði brennandi áhuga á náttúrufræði og gerði sér far um að kynnast náttúru landsins sem best, enda leit hann fremur á sig sem nátt- úrufræðing en skáld. Hann var öt- ull safnari og vakti fyrstur máls á stofnun náttúrugripasafns á Is- landi, og hófst sjálfur handa um að koma þvi á fót árið 1841, er hann dvaldi i Reykjavik. Ekki varð sú hugmynd að veruleika i það skipti, en til eru enn nokkrir gripir úr þessu náttúrusafni Jón- asar. Gagnfræðaskólinn á Möðruvöllum | sem stofnaður var 1880, laðaði til sin nokkra af okkar merkustu náttúrufræðingum, sem notuðu sumarfri sin til söfnunar og rann- sókna á náttúru landsins og lögðu grundvöllinn að þekkingu okkar á mörgum sviðum. Ber þar hæst nöfn þriggja manna, þeirra Þor- valdar Thoroddsen, Ólafs Daviðs- sonar og Stefáns Stefánssonar. Allir unnu þeir þrekvirki i fræð- um sinum, hver á sina visu; Þor- valdur i almennri landkönnun og jarðfræði landsins, Stefán meö rannsóknum á háplöntugróðri og Ólafur með ýtarlegri söfnun mosa, skófa, sveppa og annarra lægri plantna. Flóru Islands samdi Stefán á Möðruvöllum og gaf út 1901 og ritverkið „Botany of Iceland” byggist að verulegu leyti á söfnunarstarfi Ólafs Dav- iðssonar. Þorvaldur Thoroddsen hefur ritað meira um Island og náttúru þess en nokkur annar maður og eru mörg rita hans grundvallarrit og alkunnug hér á landi og i grannlöndum. Gagnfræða- og Menntaskólinn á Akureyri Eftir aðskólinn fluttist til Akur- ,eyrar og nefndist Gagnfræöaskól- 'inn á Akureyri og siðar Mennta- skólinn á Akureyri, störfuðu þar einnig sem kennarar ýmsir þjóö- kunnir náttúrufræðingar, sem fetuðu dyggilega i fótspor frum- kvöðlanna á Mööruvöllum. Má þar sérstaklega nefna þá Guð- Einarsson, jarðfræðing, og Stein- dór Steindórsson, grasafræðing. Þótt sumir þeirra væruhér aðeins stuttan tima, virðist sú dvöl hafa orðiðþeim gott vegarnesti, og hér hófu þeir rannsóknaferil sinn og ritstörf. Guðmundur rannsakaði m.a. Tjörneslögin og samdi grundvallarrit um þau og Trausti og Þorkell könnuðu isaldarminjar I Eyjafirði og rituðu um það efni. Steindór var sá eini af þeim, sem og ritað fjölmargt um það efni. Samtimamenn hans, Ingimar Óskarsson og Ingólfur Daviðsson, eruog báöir upprunnir i Eyjafirði jog fengust nokkuð við rannsóknir þar á fyrri árum þótt þeir stað- festust annarsstaðar. Þá ber enn að nefna Ólaf Jónsson, búfræöing, sem fluttist til Akureyrar 1924 og átti þar heima siðan, en hann stundaði landkönnun á öræfum Þingeyjarsýslu og rannsakaði skriöur, berghlaup og snjóflóð og ritaði miklar bækur um öll þessi efni. Vann hann það allt i fri- Istundum sinum frá erilsömu em- [bættisstarfi. Náttúrugripasafnið á Akureyri j er stofnað árið 1951 fyrir for- j göngu Jakobs Karlssonar o.fl. Kristján Geirmundsson, sem lengi hafði fengist við fuglaskoð- un.og uppsetningu á fuglum, var : fyrstisafnvörðurþess, en 1963 tók Helgi Hallgrimsson (þá kennari við M.A.) við af honum. Hóf hann þá að stunda náttúrurannsóknir ' og byggja upp rannsóknaaðstöðu við safnið, meö eflingu rann- sóknasafna, kaupum á rann- i sóknatækjum, fræðiritum o.s.frv. i Um 1970 réðist Hörður Kristins- son grasafræðingur að safninu, og átti á næstu árum mikinn þátt i uppbyggingu þess, til þess er hann réðst prófessor i nýstofnaðri náttúrufræðideild Háskólans i Reykjavik, 1977. Nú eru tveir fastir starfsmenn við safnið, og oftast 1-2 aukamenn. Auk rannsóknastarfanna hefur safnið fastar sýningar á náttúru- gripum, sérsýningar og fyrir- lestra af og til, og stendur að út- gáfu á fræðilegum og alþýðlegum timaritum. Náttúrugripasafnið hefur þannig að vissu leyti tekið viö þvi hlutverki, sem Gagn- fræðaskólinn (Menntaskólinn) á ! Akureyri gegndi áður, að vera miöstöð náttúrurannsókna á Norðurlandi. Þetta rannsókna- hlutverk safnsins hefur nú verið ! viðurkennt m.a. af Rannsókna- ráði rikisins, sem hefur tekið það með i ársskýrslu sina, og talsvert er leitað til safnsins með beiðnir um ýmiss konar athuganir. Komi til stofnunar háskóla á Akureyri, sem nokkuð er umrætt, verður Náttúrugripasafnið eflaust einn af hornsteinum hans. ins og bæjarstjórn Akureyrar, sem geymdur er i verðtryggðum ■ reikningi i Landsbankanum. Til- ! gangur sjóðsins er að safna fé til styrktar nýbyggingu fyrir Nátt- úrugripasafnið á Akureyri og varðveita þaö. Ráögert er að reisa fyrirhugað safnhús i nánd við Lystigarðinn og Menntaskól- ann, enda er til þess ætlast að það geti að einhverju leyti notast þessum þremur stofnunum og annarri skyldri starfsemi, svo sem veðurathugunum og jarð- ',skjálftamæli, sem nú er i umsjá lögreglunnar á Akureyri. Einnig verði þar gert ráð fyrir möguleikum til háskólakennslu i náttúrufræði. I Jónasarhús Stefnt er að þvi að safnhúsið verði byggt á árunum 1985 - 1995 svo að hægt verði að opna það á 150 ára ártið Jónasar Hallgrims- sonar (1995). Sú tillaga hefur komið fram að kenna húsið við Jónasogkalla Jónasarhús.Er þá haft I huga að húsið geti orðið einskonar minnisvarði um þetta ástsæla skáld, og yrði tekið tillit til þess við teikningu og hönnun. Einnig mætti fá þangað náttúru- gripi, sem Jónas safnaði, en þeir eru flestir geymdir i Kaup- mannahöfn. Þar mætti og sýna teikningar hans, handrit o.s.frv. Jónasarhús á að vera musteri náttúruvisindanna á Norðurlandi, þeirra vísinda, sem Jónas taldi „allra visinda indælust” og helg- aði mestalla starfskrafta sina. Til þess að sá draumur megi rætast verða margir að leggja hönd á plóginn og gefa i byggingarsjóð- inn, allteftir efnum og ástæðum. Hér er tilvalið tækifæri fyrir þá, sem vilja minnast einhverra timamóta i ævi sinni eða annarra, eöa verja eigum sinum skynsam- legaeftirsinn dag. Félög og fyrir- tæki ættu einnig að muna eftir byggingarsjóðnum þegar tæki- færi gefast. Markmiðið er að safna svo miklu fé i sjóðinn á næstu árum, að hægt verði að hefja framkvæmdir að þremur árum liönum. I Náttúrugripasafninu liggur nú frammi bók ein mikil, sem ætlast er til að gefendur skrifinöfn sin i. Einniger áætlað að prenta gjafa- bréf, sem menn geta keypt og notað sem kvittun. Sérstök viður- kenningarbréf verðaafhent þeim, sem gefa stórar gjafir. Reikn- ingsnúmer hins verötryggða sparireiknings i Landsbankanum á Akureyri er 613137 og þar fá menn einnig að sjálfsögðu kvitt- anir fyrir innleggi sinu. „Bera bý bagga skoplitinn hvert að húsi heim”, kvað Jónas forðum. Eins og þessir skoplitlu baggar býflugnanna geta myndað heilt vaxkerti þannig geta marg- ar smágjafir orðið til þess að hús Jónasar Hallgrimssonar, skálds_ og náttúrufræöings, veröi aö veru- ‘ leika. —mhg Gagnfræðaskólinn á Möðruvöllum var stofnaður árið 1880. Þar störfuðu m.a. náttárufræðingarnir Þor- valdur Thoroddsen, ólafur Davfðsson og Stefán Stefánsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.