Þjóðviljinn - 10.07.1982, Blaðsíða 31
Helgin 10.-11. júli 1982 ÞJOÐVILJINN — StÐA 31
Grásleppuveiði:
Vertiðin lengd
Sjávarútvegsráöuneytiö hefur
ákveðið að framlengja
grásleppuvertið fyrir Suðvestur-
landi, Breiöafiröi og Vestfjörðum
um 10 daga.
Lýkur þvi grásleppuvertið fyrir
Suðvesturlandi og Vestfjörðum
27. júli en i Breiðafirði 4. ágúst.
— v.
Teater
Sargasso
í Norræna
húsinu
Teater Sargasso sýnir um helg-
ina leikrit sitt, P& flykt frán den
tid — A flótta frá þeim tima -- i
Norræna húsinu, laugardag og
sunnudag, en þangað varð leik-
hópurinn að flytja sig úr Tónabæ
af sérstökum ástæðum.
Ástæða er til að hvetja fólk til
þess að láta sýningu hins
sænsk-islenska leikhóps ekki
framhjá sér fara, en leikritið hef-
ur fengið lofsamlega dóma, m.a.
hér i Þjóðviljanum. Hópurinn
hefur undanfarnar vikur verið á
ferðalagi um Austur- og Norður-
land, en hann feröast hér um á
eigin vegum, og hefur ekki, þrátt
fyrir itrekaðar tilraunir, hlotið
neina styrki til fararinnar.
1 dómi sinum i Þjóðviljanum,
hrósaði Olafur H. Torfason leik-
hópnum fyrir vandaða sýningu og
vönduð vinnubrögð i öllu er að lyti
sjónrænni áferð sýningarinnar.
Sýningar Teater Sargasso
verða sem fyrr segir i Norræna
húsinu bæði laugardags- og
sunnudagskvöld, og hefjast þær
bæði kvöldin kl. 21.00.
— jsj.
Blaðbera
bíó!
í Regnboganum
laugardag kl.l:
Bensi
Mynd í litum.
Isl. texti
Miðinn gildir fyrir
tvo.
DJOÐVIUm
s. 81333.
Verslunarmannafélag Árnessýslu:
Viðræður hafnar við
Kaupfélag Ámesinga
Viðræður milli fulltrúa
Verslunarmannafélags
Árnessýslu og Kaupfélags
Árnesinga hófust í gær um
kaup og kjör skrifstofu-
fólks sem vinnur hjá kaup-
félaginu. Verslunar-
mannafélagið frestaði af-
greiðslu á heildarsam-
komulagi ASi og vinnu-
veitenda þar sem það taldi
nauðsynlegt að knýja á um
leiðréttingu til handa þess-
um ákveðna starfshópi.
„Tildrög þessarar deilu eru þau
að samkvæmt næstu samningum
á undan þeim sem heildarsamtök
vinnumarkaðarins voru að gera,
var verslunarfólki okkar gert
kleift að sækja sérstakt endur-
menntunar- og þjálfunarnám-
skeið. Við þetta hækkaði það i
launum miöaö við þá sem vinna á
skrifstofunum. Við gerðum kröfu
um það við gerð heildar-
samkomulagsins að þarna yrði
komið á jafnræði, en það fékkst
ekki fram. Þess vegna ákváðum
við að fresta afgreiðslu samning-
anna hér i Verslunarmannafélagi
Arnessýslu ef það mætti verða til
að knýja á um lausn málsins”,
sagði Gunnar Kristmundsson for-
maður Verslunarmannafélags
Arnessýslu.
„Við höfum ákveðið að sjá til
fram á mánudagskvöld með und-
irtektir forráðamanna kaupfé-
lagsins, en hafi ekkert gerst þá,
munum við athuga boðun verk-
falla”, sagði Gunnar ennfremur.
„Ég er þó tiltölulega bjartsýnn á
að málið leysist i sátt og samlyndi
og vona að minnsta kosti að ekki
þurfi að koma til vinnustöðvun-
ar”, sagði Gunnar Kristmunds-
son, formaður Verslunarmanna-
félags Arnessýslu að lokum. —v.
B ókagerðarmenn
ígnnida tilboð
vinnuveitenda
Samningaumleitunum
varðandi kaup og kjör á
virkjanasvæðum við
Tungnaá er enn haldið
áfram og er næsti fundur i
deilunni boðaður á mánu-
dag.
„Vinnuveitendur” bókagerðar-
,|manna hafa lagt fyrir þá tilboð
um sams konar launahækkanir og
felast i nýgerðum kjarasamningi
ASl og VSl. Munu aðilar hittast
aftur á þriðjudag, en fundur er i
trúnaðarmannaráði prentara á
mánudaginn.
Farmenn á kaupskipum funda
stift þessa dagana og var fundi
ekki lokið i gær þegar blaðið fór i
vinnslu. Þá er boðaður fundur i
deilu Rafiðnaðarsambandsins og
viðsemjenda þess á fimmtudag i
næstu viku.
Enn er ósamið við þá bygging-
armenn sem ekki áttu aðild að
heildarsamkomulagi byggingar-
manna i siðasta mánuði. Viðræö-
ur standa nú yfir, en þar mun
vera um að ræða húsgagnasmiði
ogbólstrara. v.
í Köben
Frá Gesti Guðmundssyni,
Kaupmannahöfn.
Ráðgjafarþjónusta fyrir ts-
lendinga i Kaupmannahöfn, sem
starfrækt var með góðum árangri
i fyrra, tók á nýjan leik til starfa
1. júni sl. Starfsemin hlýtur styrk
frá islenska félagsmálaráðuneyt-
inu, og að þessu sinni skipta 5 fé-
lagsráðgjafar og sálfræðingar
með sér starfinu. Ein þeirra er
Guðrún ögmundsdóttir, og sagði
hún Þjóðviljanum, að þau fengj-
ust einkum við að leiðbeina fólki
um völundarhús dansks skrifræð-
is og húsnæðis- og vinnumarkað.
Jafnframt getur starfshópurinn
sinnt alvarlegri félagslegum og
sálrænum vandamálum, sem
koma oft upp i framandi landi.
Guðrún sagði að töluvert væri
leitað til ráðgjafarþjónustunnar,
og kæmu yfirleitt 2 - 3 á dag. Yfir-
leitt leysast vandamál fólks fljótt
— menn fá húsnæði, skattakort og
e.t.v. vinnu þegar þeir hafa fengið
að vita hvar þeir eiga að leita.
Ráðgjafarþjónustan verður
starfrækt til 1. okt. ekki sist til að
geta sinnt þeim námsmönnum
sem koma utan i haust. Starfs-
hópurinn hefur aðsetur i Húsi
Jóns Sigurðssobar, östervold-
gade 12,1350 Kbh. K, simi (01) 14
60 35, og hefur opið mánudaga,
miðvikudaga og föstudaga kl. 10 -
I 13 og fimmtudaga 16 - 18.
Húsnæðismiðlun stúdenta tekin til starfa
Sýning Teater Sargasso hefur hlotið lof fyrir allt, sem lýtur að sjón-
rænni áferð sýningar sinnar.
Mikil húsnæðisekla
40% stúdenta við
Háskóla Islands bjuggu i
leiguhúsnæði i fyrravetur
og 34,7 prósent bjuggu i
foreldrahúsum. Fastlega
má reikna með stórum
hluta þessa fólks út á
leigumarkaðinn nú i vetur
og mun það síst til að bæta
ástandið á þeim markaði,
sem mun með eindæmum
um þessar mundir.
Þessar upplýsingar og fleiri
komu fram i könnun á húsnæði
stúdenta, sem gerð var innan
Háskólans sl. vetur og náöi til
3.636 manns. 1 ljósi hinnar miklu
húsnæðisþarfar stúdenta mun
Félagsstófnun reka húsnæð-
ismiðlun fyrir þá fram til 15.
september n.k. eins og gert var i
Aldis Jónsdóttir
fyrrasumar með góðum árangri.
með góðum árangri. Eftirspurn
eftir Garðvist hefur verið langt
umfram framboð og hefur
Félagsstofnun i hyggju að leigja
eitthvert húsnæði t.d. hótel, til að
leysa úr brýnustu þörfinni þar.
Það er hins vegar ljóst, aö
miklum erfiðleikum er bundiö að
komast yfir slfkt húsnæði auk
þess sem eftirspurninni myndi
aldrei verða fullnægt að fullu meö
þessum hætti. Þvi var afráöið aö
fara út i þessa húsnæðismiölun.
Miðlunin mun hafa á skrá leigu-
húsnæði á stór-Reykjavikur-
svæðinu, sem stúdentum í hús-
næðisleit veröur siðan bent á.
Húsnæðismiðlunin verður til
húsa i Félagsstofnun stúdenta við
Hringbraut á annarri hæð. Opn-
unartimi verur alla virka daga i
júlimánuði frá hi. 9 til kl. 12.30
simi 28699. Þeim a%Uum sem hafa
húsnæði (herhwgi eða ibúðir) á
lausu nú eða i ntaustu framtið,
svo og húsnæðiaiausum stúdent-
um, er bent A ab hafa samband
við skrifstofuna.
— ast
Leiðrétting
í blaðinu í gær féll út
mynd, sem átti að vera
með minningarorði um Al-
dísi Jónsdóttur, tón-
menntakennara. Myndin
birtist hérmeð og biðjumst
við velvirðingar.