Þjóðviljinn - 10.07.1982, Blaðsíða 19
Helgin 10.-11. jiili 1982 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 19
Atök I Novu-deilunni hafin á Torfunefsbryggju.
þóknun fyrir smlöaða tunnu. Af
fyrri reynslu vissi Verkamanna-
félag Akureyrar, aö sú greiösla
mundi ekki svara til kauptaxta og
hafnaöi þvi tilboði. Fyrir milli-
göngu eiganda verksmiöjunnar
fékk bæjarstjórnin trésmiða-
félagið, — iönfélag meö hærri
kauptaxta en verkamannafélög,
— til að bjóöast til aö taka aö sér
tunnusmiðina, en þaö tókst að
telja það ofan af þvi. Björninn var
samt ekki unninn. Klofningsfélag
starfaði þá á meöal verkamanna
á Akureyri. Báuöst þaö til aö taka
að sér tunnusmiöina fyrir hina
boðnu lágmarksgreiöslu.”
„Stóö lengi i þessu þófi?”
„Alllengi, fram yfir miöjan
vetur án þess að mál leystust. —
Tunnuefniö kom meö e/s Novu,
sem lagöist aö Torfunefsbryggju
kl. 10 að morgni 14. mars 1933.
Verkamannafélag Akureyrar
ákvað að leyfa ekki uppskipun á
tunnuefninu eöa öörum vörum,
fyrr en bæjarstjórnin hefði samið
við þá um launakjör i tunnuverk-
smiöjunni. Verkamannafélagið
naut stuðnings Verkamanna-
félags Sigluf jaröar, Verka-
kvennafélagsins Einingar og
Verkalýðssambands Norður-
lands.”
„Höfðuð þið mikinn viíjbúnaö? ”
„Verkfallsvörö. Torfunefns-
bryggjan var troðfull af fólki,
þegar e/s Nova lagðist upp aö.
Verkfallsverðinum höfðum viö
skipt i allnokkra hópa. Hindruðu
þeir, að verkamenn, sem til upp-
skipunar höföu veriö ráðnir,
kæmust til vinnu. Viö það sat
fram yfir hádegi. Með ýmsu
fyrirfólki kom bæjarfógetinn á
vettvang kl. 1. Hóf hann upp raust
sina og skipaði verkamönnum i
nafni konungsins að hefja vinnu,
en verkfallsmönnum aö hypja sig
á brott. Að sjálfsögðu var ekki
tekið mark á orðum bæjarfóget-
ans. Skipaði bæjarfógeti þá að
hrekja verkfallsmenn af bryggj-
unni og laust fylkingunum
saman. Verkfallsmenn hrundu
árásinni og héldu ölium stöðvum
sinum. Varð þá nokkurt hlé á
átökum um sinn.”
„Heitt hefur mönnum verið i
hamsi.”
„Bæjarfógetinn fól fulltrúa
sinum að stjórna liði bæjar-
stjórnarinnar og verkfallsbrjóta.
kom honum snjallræði til hugar.
Lét hann sækja kaðal einn mikinn
og fara með hann út á bryggju-
hausinn og bera þvert yfir
bryggjuna. Raðaði fulltrúinn liði
sinu á kaðalinn, svo þétt sem
verða mátti, og seig fylkingin af
stað upp bryggjuna. Þegar verk-
fallsmenn sáu, hverju fram fór,
hlupu þeir til og rööuðu sér á
kaðalinn gegnt hinum. Tókst
þeim að stöðva lið fulltrúans og
siðan að krekja þaö til baka. Er
ekki vist, hvar stöðvast hefði, ef
einn verkfallsmanna heföi ekki
bru.,gðið hnifi sinum á kaðalinn
og skorið hann i sundur. Riðluðust
þá fylkingar, og fulltrúinn hvarf
frá með lið sitt.”
„Hvað tók þá við?”
„Bæjarstjórnin lét e/s Novu
blása til brottferöar. Leysti hún
landfestar, en hún fór ekki langt.
Oti á Pollinum lagðist hún við
akkeri. Verkfallsmenn sofnuðu
ekki á verðinum heldur héldu
vaktir daga og nætur, en hörku-
frost var. Að morgni 18. mars hélt
e/s Nova áleiöis til Siglufjaröar.”
„Kom til átaka þar?”
„Verkamannafélag Siglu-
fjarðar sá til þess, aö e/s Nova
fengi ekki afgreiöslu, fyrr en
skipstjórinn skrifaði undir þá
skuldbindingu, aö vörum til
Akureyrar yrði ekki skipað upp
þar né i annarri höfn i óþökk
Verkamannafélags Akureyrar.
Viö þá skuldbindingu, stóð hann,
enda mun Bergenska gufuskipa-
félagið sem átti e/s Novu ekki
hafa viljaö kalla yfir sig af-
greiðslubann.”
„Hverju vatt fram á Akur-
eyri?”
„Verkfallsmenn fóru fram á
fund i bæjarstjórn Akureyrar um
málið, en beiðni þess var synjaö.
Og með bréfi til mörg hundruö
manna kvaddi bæjarfógetinn út
sérstaka lögreglusveit „aö
tilmælum bæjarstjórnar Akur-
eyrar,” eins og komist var að orði
i bréfinu. Hins vegar létu verk-
fallsmenn engan bilbug á sér
finna. Sá þá bæjarstjórnin sinn
hlut óvænkast, enda varö árangur
af herútboðinu ekki eins mikill og
vænst var. Og svo fór, að bæjar-
stjórnin leitaöi hófanna við verk-
fallsmenn um lausn deilunnar,
áður en e/s Nova kom aftur til
Akureyrar. Lyktir urðu þær, að
25. mars náðist samkomulag á
milli Verkamannafélags Akur-
eyrar og bæjarstjórnarinnar um
tunnusmiðina, og var það undir-
ritað þann dag. Skuldbatt bæjar-
stjórnin sig til að láta smiða tunn-
ur úr öllu þvi efni, sem bæjar-
stjórnin hafði fest kaup á, — en
helmingur þess kom með þessari
ferö e/s Nova, — og að greiða
kaup samkvæmt vetrartaxta
Verkamannafélagsins. Var þaö
um 20% hærra en laun þau, sem
bæjarstjórnin hafði fram til þessa
viljað tryggja verkamönnum við
tunnusmiðina.”
„Urðu nokkrir eftirmálar? ”
„Mér var stefnt fyrir rétt 4.
april ásamt Þóroddi Guðmunds-
syni og Jóni Rafnssyni, en þeir
Jón Rafnsson og Jens Figved
höfðu komið norður til að leggja
verkfallsmönnum lið. Jón neitaði
að svara spurningum réttarins,
og var liann úrskurðaður i gæslu-
varöhald. En fyrir mótmæh pings
Verkalýðssambands Norður-
lands, sem þá sat, og mannsaín-
aðar utan skrifstofu bæjarfógeta,
var hann látinn laus. Málaferli
féllu þá niður.”
„Taka má undir þau orð þin, að
I Nova-deilan hafi verið merkileg
1 fyrirmargrahlutasakir.”
„Ég tel hana vera eina eftir-
minnilegustu og athyglisverðustu
vinnudeilu, sem oröið hefur hér á
landi. Við fjarðarbotninn i faðmi
fannkrýndra fjalla var á þessum
köldu vetrarmorgnum kyntur
eldur bræðralags hins i'átæka
vinnandi fólks undir kjörorðun-
um:
Fjör kenniosseldurinn, frostið
oss herði
Fjöll sýni torsóttum gæðumaðná.
Bægi sem kerúb með sveipandi
sverði
silfurblárÆgiross kveifarskap
irá.
III.
„Égfletti á dögunum blaði ykk-
ar, Verkamanninuin á Akureyri.
Tók ég þá eftir, að strax 1. febrú-
ar 1933, i blaði þvi, sem þið segið
frá valdatöku nasista i Þýska-
landi, hvöttuð þið til samfylking-
ar með Alþýðuflokknum i verka-
lýðshreyfingunni.”
„Á þvi vorum við raunar byrj-
aðir áður. Á fjórða þingi Verka-
lýðssambands Norðurlands, á
Akureyri i janúar 1931, var sam-
þykkt að leita samkomulags við
stjórn Alþýðusambands islands i
verkalýðsmálum noröanlands.
Og eins mikið og atvinnuleysið
var, fundum við, að verkafólk
mátti sin ekki, nema það stæði
saman.” '
„Atti andstaðan við fasismann
ekkihlutaðmáli?”
„Vissulega, sérstaklega eftir að
yfirgangur fasista og striðsundir-
búningur ágerðist, þegar á ára-
tuginnleið.”
„Varð ykkur fljótlega ágegnt i
samfylkingarstefnu ykkar norð-
anlands?”
„Hægt miðaði, en á Húsavik
tókst t.d. haustið 1935 samvinna
með kommúnistum, Alþýðu-
flokksmönnum og Framsóknar-
mönnum um kosningu eins bæj-
arfulltrúa, sem þá stóð íyrir dyr-
um. Og önnur dæmi mætti
nefna.”
„Mig langar til að vikja að
persónulegum högum þinum, áð-
ur en við höldum lengra. Þú munt
hafa verið kvæntur maður á þess-
um árum?”
„Ég giftist 1932 lngibjörgu
Eiriksdóttur, ættaðri úr Húna-
vatnssýslu. Hún er systir Elisa-
be ta r E ir iksdó ttur. ”
„Attuð þiðbörn?”
„Nei, við vorum barnlaus.”
„Þegar ég fletti Verkamannin-
umtók ég ennfremur eftir, að þið
fylgdust vel með alþjóðamálum,
þegar tillit til stærðar blaðsins er
tekið, einkum þó uppbyggingu
sósialisma i Ráðstjónarrikjunum.
Og þið birtuð lika nokkrar grein-
ar og frásagnir frá Kina, af bylt-
ingunniog innrás Japana.”
„Við reyndum að fylgjast meö,
og við bundum miklar vonir við
uppbyggingu Ráðstjórnarrikj-
anna.”
„Og þú fórst til Ráöstjórnar-
rikjanna?”
„Égfór til Ráðstjórnarrikjanna
1934 og var þar i eitt ár. Ég sótti
félagsmálaskóla i Moskvu. Á hon-
um voru allmargir frá Noröur-
löndum, og var okkur aðallega
kennt á þýsku. Okkur var siðan
boðið I ferð um Ráðstjórnarrikin
og komst ég austur fyrir úralfjöll
og suðurá Krim.”
„Og heim kemurðu? ”
„Sumarið 1935”.
IV.
„Hvaða mál léstu helst til þin
taka i bæjarstjórn?”
„Mesta áhugamál verkalýðs-
hreyfingarinnar var að skapa
einhverjar umbætur i atvinnulif-
inu, og þá fyrst og fremst með
framkvæmdum ibænum sjálfum,
gatnagerð, vatnsveitu og raf-
magnsmálum. Við byrjuðum tim-
anlega að bera lram tillögur um
bæjarútgerö, en þær fengu lengi
vel litlar undirtektir. Það var
ekki fyrr en á árum nýsköpunar-
stjórnarinnar, að við gátum kom-
ið þvi til leiðar, að togarar voru
keyptir til Akureyrar. Um þá var
stofnað sérstakt útgerðarlélag,
Útgerðarfélag Akureyringa, sem
bærinn átti verulegan hiut i. En
nú erum við komnir lram i tim-
ann.”
„Þú varðst' fyrsti varaþing-
maöur Kommúnistaflokksins eft-
ir Alþingiskosningarnar 1937?”
„Ég var i framboði fyrir
Kommúnistaflokkinn á Akureyri
þá um sumarið, og varð þá fyrsti
varamaður landkjörinna þing-
iranna hans tveggja, en á þvi
kjörtimabili tók ég ekki sæti á Al-
þingi.”
„Verkalýðsmálin voru sem
sagt aöalviðíangsefni þitt á
þessum árum?”
„Þau voru það.”
„Hvar kreppti skórinn helst að i
verkalýðsmálum á siðari hluta
áratugarins?”
„Verksmiðjur höfðu þá risið
upp á Akureyri. Flest starfsfólk
þeirra var ekki i verkalýðsfélög-
um. Laun þess voru iyrir neðan
allar hellur, i ýmsum tilfellum
allt að 50% lægri en i Reykjavik
fyrir sömu vinnu. Til aö bæta úr
þvi ástandi var stoínaö lélag
verksmiðjuíólks á Akureyri,
Iðja.”
„Viðalmenna þátttöku?”
„Iðja átti erfitt uppdráttar.
Hún var algerlega hundsuð i
fyrstu. Og ekki var látið sitja við
það, heldur var reynt að drepa fé-
lagið meö þvi að stofna svoneínd
starfsmannalelög i einstökum
verksmiðjum, og þau kölluð
gul félög. Leitaði Iðja þá til
Alþýðusambands Islands, og tók
stjórn þess við málinu haustið
1936”.
„Hvernig tók hún á málinu.? ”
„Ar leið án þess að nokkur
árangur sæist. Sýnilegt var, að
atvinnurekendur treystu annars
vegar á aögeröarleysi Alþýðu-
sambandsins og hins vegar á
samtakaleysi verksmiðjufólks
þvi að aðeins litill hluti þess var
kominn i Iðju. Nú varð það, að
Iðja i Reykjavik bjóst til að
hækka enn kauptaxta sina, sem|
hún hafði þá þegar fengið viður-
kennda. Gegn kaupkröfum henn-i
ar voru helstu mótbárur verk-
smiðjueigenda i Reykjavik, að
kaupið i verksmiðjunum væri;
miklu lægra fyrir norðan. Sendi
Iðja þá norður Runólf Péturssoa
og var erindreki Alþýðusam-
bandsins Jón Sigurðsson i för
með honum. Leitaði Jón Sigurðs-j
son eftir stuðningi annarra
verkalýðsfélaga á Akureyri, ef til
vinnudeilu skyldikoma. Hreyfing
komst á mál og verksmiðjufólkið
streymdi inn i Iðju, svo að félaga-
tala hennar hækkaði á skömmum
tima um helming. Fyrir hönd
Alþýðusambandsins leitaði Jón
Sigurðsson þá eftir samningum
við atvinnurekendur, en þeir fóru
undan á flæmingi og tóku ekki
upp viðræður.”
„Hvað tókuð þið til ráða? ”
„Iðja setti þá kauptaxta, sem i
höfuðatriðum var sniöinn eftir
kauptaxta Iðju i Reykjavik og
skyldu kauptaxtarnir ganga i
gildi 23. október 1936. Jafnframt
skrifaði Jón Sigurðsson atvinnu-
rekendum og skýrði þeim frá þvi,
að kauptaxtarnir yrðu knúnir
fram I krafti samtakanna, ef þeir
hefðu ekki gengiö til samninga
fyrirhinntilsetta tima.Enallt sat
við hiðsama.”
„Lengi?”
„Iðja hól' verkíall um mánaöa -
mótin október—nóvember. Verk-
fallsstjórn var mynduð með
tveimur fulltrúum frá öllum þeim
verkalýðslélögum, sem heitið
höfðustuðningi sinum i deilunni, i
verkfallsstjórninni tóku sæti 14
iulltrúar og að auki Jón Sigurðs-
son erindreki. Kom hún upp öfl-
uguliði verklallsvarða.”
„Hvenær hófst verkfallið? ”
„Vinnustöðvun varð i verk-
smiðjunum þriðjudaginn 2.
nóvember. Vandinn var sá, að
nokkur hluti starfsfólks verk-
smiðjanna var enn ekki i Iðju.
Verkfallsvörður að nokkru úr
öðrum félögum, l'ór þess vegna á
vettvang. Var liðinu skipað fyrir
hinar ýmsu dyr verksmiöjanna
og á þann hátt varnað inngöngu
þvifólki,sem kynni að hafa viljað
þóknast atvinnurekendum, en
engir gerðu tilraun til að brjótast
i gegn. Fór allt mjög rólega og
friðsamlega fram. 1 verksmiðj-
um, þarsem vinnustöðvun hófst á
hádegi, en ekki um morguninn,
sátu þó nokkrir inni i matarsal.
Verkfallsvörður var staðinn um
allar verksmiðjurnar daga og
nætur. Um kvöldið héldu verk-
íallsmenn og stuöningsmenn
þeirra lund i Verkalýðshúsinu,
sem varð merkisviðburður i sögu
verkalýðshreylingar Akureyrar,
vonglatt teikn um samhug yngra
og eldra verkalólks, einingartákn
verkafólks, sem um árabil hafði
verið sundrað. Annan fund hélt
Iðja i samkomuhúsi bæjarins 5.
nóbember og sóttu hann um
500—600 manns.”
„Breiddist vinnustöðvunin til
annarra fyrirtækja? ”
„Brúarfoss kom með vörur,
meðan á verklallinu stóð, en skip-
verjar fengu fyrirmæli stéttarfé-
laga sinna um að losa ekki vörur
til verksmiöjanna og eigenda
þeirra, og voru S.l.S. og K.E.A.
að sjálfsögðu helstir þeirra. Sam-
kvæmtbeiðni Eimskips voru vör-
urnar þó losaðar, en teknar i
vörslu verkfallsmanna, og inn-
siglaðar af tollverði. Á sömu leiö
fór, þegar e/s Dettifoss kom litlu
siðar. Stóðu atvinnurekendur sem
sagt ráöþrota frammi fyrir ein-
ingu verkafólksins, eða svo
sýndist.”
„nvernig lauk verkfallinu?"
„Biddu við. Flutningur á vörum
til verslunar K.E.A. hafði einnig
veriö stöðvaður, en stjórn SIS, og
umboðsmenn þess settu þaö að
skilyrði fyrir upptöku samninga-
viðræöna, að þvi væri aflétt.
Verkfallsstjórnin var ekki reiðu-
búin til þess.en með loðnum svör-
um gaf stjórn Alþýðusambands
Islands undir fótinn með það, og
erindreki hennar þreifaði fyrir
sér i verkfallsstjórninni um þá til-
slökun. Að kvöldi miðvikudags 10.
nóvember, þegar verkfallið hafði
staðið i 9 daga, fékk hann þvi til
leiðar komið, að vöruflutninga-
banninu á K.E.A. var aflétt tili
bráðabirgða, að settum þremur
skilyrðum: 1 fyrsta lagi, að i,
vinnu yrði tekið allt verkafólk,:
sem i verksmiðjunum vann, þeg-
Framhald á 20. siðu
Liðin standa andspænis hvort öðru á Torfunefsbryggju. Novu-deilan.
Mannsöfnuður á Torfunefsbryggju I Novu-deilunni 1932.