Þjóðviljinn - 10.07.1982, Blaðsíða 11
Helgin 10.-11. júli 1982 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 11
Fyrir rúmum áratug var Rauð-
sokkahreyfingin stofnuð með
pomp og pragt hér á Islandi og
hafði þegar töluverð áhrif, kom
róti á hugi manna og breytti hug-
myndum margra, sérstaklega
ungs fólks, til heimilis og fjöl-
skyldu. Þó að ég væri karlmaður
fannst mér ég eiga samleið með
þessari hreyfingu og tók virkan
þátt i henni þangað til ég flutti út
áland árið 1972. M.a. áttiég sæti i
starfshóp heilan vetur sem las
saman og ræddi sifjarétt.
Hin siðari ár hef ég fylgst með
Rauðsokkahreyfingunni úr nokk-
urri fjarlægð og verið henni vel-
viljaður — að þvi er ég tel. Ég
fylgdist með hvernig hún hafði
smám saman áhrif viða um sam-
félagið og inn i önnur félög.
Einnig hef ég fylgst með þvi
hvernig stefnumið hennar hafa
þróast og breyst sem m.a. lýsir
sér i siðasta afsprengi hennar,
kvennaframboðunum svokölluðu.
1 byrjun 8. áratugsins var allt
kapplagt á það meðal Rauðsokk-
anna að konur gætu allt sem karl-
menn gætu og karlmenn gætu allt
sem konur gætu að undanskildu
þvi að fæða börn i heiminn og
hafa þau á brjósti. Meðal annarra
orða að konur væru i sáralitlu frá-
brugðnar körlum. Nú sýnist mér
þetta hafa snúist við. Allt kapp er
á það lagt meöal Rauðsokka að
sýna fram á að konur séu frá%-
brugðnar körlum og búi yfir sér-
stakri menningararfleifð sem
þær einar geti sett fram og látið
blómstra. Sem sagt: Fyrir tiu ár-
um vildu konur i hreyfingunni
likjast körlum i einu og öllu: fara
út i atvinnulifið og félagsstörfin á
sama hátt og þeir. Nú telja þær
sig ólika þeim og vilja fara út i at-
Er reynsluheimur karla og kvenna svo óllkur að þau geti ekki átt samleið með sömu áhugamál?
Guðjón
Friðriksson
skrifar
hluta á alþingi en það hefur mest
áhrif á að þessi stefnumið nái
fram að ganga.
Þegar ég gekk til liðs við Rauð-
sokkahreyfinguna á sinum tima
áleit ég að ég væri ekki að hjálpa
konum sérstakiega heldur konum
jafnt sem körlum og ekki sist
sjálfum mér. Eg tel það nefnilega
körlum i hag að sem mest jafn-
ræði sé með hjónum. Samvinna á
jafnréttisgrundvelli gerir það að
verkum að ábyrgð og skyldur
heimilisins dreifast jafnt i stað
þess að það falli með ofurþunga á
annað. Þarna á ég bæði við heim-
ilisstörf, barnauppeldi og fjáröfl-
un. Ég tel það llka mér I hag að
fá að umgangast barnið mitt til
jafns við móðurina og ég tel það
mér i hag að fá að sýsla við
matargerð svo að eitthvað sé
nefnt. Ég tel það lika mér i hag að
konan vinni úti og afli lika fjár til
heimilis og ég tel það mér I hag að
hún taki þátt i félagsstörfum og
menningarlifi jafnt og ég. Það
vikkar hugsun beggja og gerir fé-
lagið sem kallast hjónaband eða
sambúð frjórra.
Ef út i svokallaöan mismunandi
reynsluheim karla og kvenna er
farið þá veit ég að visu að hann er
til staðar en þó er hann ekki eins
ólikur eins og mismunandi
reynsluheimur annarra hópa. Ég
heldt.d. aðreynsluheimur Daviðs
Schevings Thorsteinssonar og
ENGIN HORNKERLING
VIL ÉG VERA
vinnullfið og félagsstörfin á ann-
an hátt en þeir.
Þetta kann að vera eðlileg
þróun þvi að vist er menningar-
arfleifðkvenna önnur en karla þó
að litið hafi verið gert úr þvi fyrir
10 árum. Hitt hefur gengið verr
hjá þeim að skilgreina á hvern
hátt kvennamenning er frá-
brugðin karlamenningu. Yfirleitt
er þessum fullyrðingum slegið
fram án frekari rökstuðnings.
Vist er um það að konur hafa
um aldir frekar sinnt barnaupp-
eldi, matargerð, saumaskap og
vefnaði, svo að eitthvað sé nefnt,
störfum sem yfirleitt voru unnin
inni á heimilum.
Hér á Islandi held ég þó taéplega
að ströng verkaskipting i þessum
efnum standi á gömlum merg og
eigi sér tæpast gróna hefð nema á
þessari öld eítir að þéttbýli tók að
myndast. 1 bændaþjóðfélaginu
gengu karlar t.d. gjarnan til
matargerðar og saumaskapar og
konur til útiverka. Barnauppeldi
var þá lika miklu frekar i beggja
höndum heldur en siðar varð.
Reynsluheimur karla og kvenna
getur þvi ekki hafa verið svo
mjög ólikur i aldanna rás á þvi
kalda landi Islandi. Það eru jafn-
vel mörg dæmi þess að konur hafi
gengíð til róðra eða verið ferju-
menn yfir ströng vötn. Þegar
þorp tóku að myndast gengu
konur jafnt sem karlar á reitinn.
Hitt er annað mál að með breytt-
um atvinnuháttum lokuðust kon-
urnar meira inni á heimilunum og
karlar tóku að sér fyrirvinnuhlut-
verkið. Þá fóru að myndast tveir
heimar.
Lögin voru lika alla tið i þágu
karlmanna, mótuð af erlendum
fyrirmyndum. Þó voru þau fyrst
og fremst i þágu rikra karl-
manna. Fátækir karlar höfðu t.d.
ekki kosningarétt eða kjörgengi
og var þvi reynsluheimur þeirra
allur annar en þeirra riku. Nú
hafa allir kosningarétt sem
komnir eru til ifullorðinsára,
jafnt karlar sem konur.
Ein af leiðtogum kvennafram-
boðsins i Reykjavik, Sigriður
Dúna Kristmundsdóttir skrifar
grein i Dagblaðið & Visi sl. mánu-
dagog kemst þar að þeirri niður-
stöðu aðkonum hafi ekki tekist að
komast til áhrifa á vettvangi is-
lenskra stjórnmála vegna þess að
þar hafi karlar i krafti félags-
legrar yfirburðastöðu sinnar
mótað þær reglur sem unnið er
eftir og þær reglur geri flestum
konum einfaldlega ekki kleift að
starfa að stjórnmálum til jafns
viö karla.
Ekki eru þessar reglur skil-
greindar hjá Sigriðu Dúnu eða þvi
lýst hvað hún á nákvæmlega við.
Mér er þó nær að ætla að hún eigi
við að konur séu svo bundnar
heimilisstörfum (kannski eftir að
vinnudegi utan heimilis lýkur) að
þær hafi ekki tima til að sækja
fundi eða rækja félagsstörf. Ég
get ekki séð að t.d. lög stjórn-
málaflokkanna, félaga eða opin-
berra stjórna svo sem alþingis og
sveitastjórna hamli konum á
nokkurn hátt að taka fullan þátt
eða séu frekar sniðin við hæfi
karla nema e.t.v. að þessu eina
leyti aö konur hafa siður tima.
Sigriður Dúna segir ennfremur
að hugmyndir og viðhorf geti
mótast af kynbundinni reynslu
einstaklinga og kvennaframboðs-
konur leggi áherslu á að aukin
áhrií kvenna i stjórnmálum leiði
til þess að viðhorf kvenna, mótuð
af félagslegri og menningarlegri
sérstöðu þeirra verði gerð gild i
pólitiskri stefnumótun....
Ég hef lesið stefnuskrá kvenna-
framboðsins i Reykjavik og hef
ekki rekist þar á eitt einasta at-
riði sem ekki hefur fyrir löngu
verið gert gilt i pólitiskri stefnu-
mótun hjá öðrum stjórnmála-
flokkum og flest þau stefnumið
sem hæst bera hjá kvennafram-
boðinu hafa verið á oddinum i
stefnumótun bæði Alþýðuflokks
og Alþýðubandalags áratugum
saman og margt af þeim þokast
verulega fram á við þó að þessir
flokkar hafi aldrei haft meiri-
JónsJónssonar iðnverkamanns i
smjörlikisgerðunum sé miklu
ólikari en reynsluheimur Daviðs
og Stefaniu konu hans og miklu
ólikari en reynsluheimur Jóns og
Jónu Jónsdóttur konu hans. Ég
held lika að reynsluheimur
Strandamanna og Arnesinga sé
ólikur og ég held að reynslu-
heimur bóndakonu norður á
Ströndum og menntakonu sem
kennir við Háskólann sé mun
ólikari en reynsluheimur kvenna
og karla almennt.
Ég tel að Islendingar sem eiga
samleið, eigi að vinna saman að
sinum málum og hrepparigur sé
frekar af hinu illu en hitt. Eins tel
ég að karlar og konur eigi að
vinna saman að þeim málum sem
er þeim báðum i hag. Þess vegna
kom það illa við mig að þessi
hreyfing kvenna fór af stað með
karlmanninn i aukahlutverki. Að
þvi leyti get ég tekið undir það
sem Hallgerður sagði forðum á
Bergþórshvoli: Engin hornkerl-
ing vil ég vera.
Utitex, fallegust, best og ódýrust
Verkfæri, fjölbreytt úrval
Norsku vinnufötin, níðsterk og hræódýr
Verslun Sigurðar Fanndal,
Eyrargötu 2, Siglufirði