Þjóðviljinn - 10.07.1982, Blaðsíða 14
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Helgin 10.-11. júli 1982
Klerkar á próminaði. Takið eftir turninum á Hólakirkju. Hann stendur einn og sér en er ekki áfastur kirkjunni eins og venja er
þó hér á iandi. (Ljósm. Guðbrandur Magnússon)
Ályktun Prestastefnu 1982
KIRKJAN HAFI
FRUMKVÆÐI
í FRIÐARMÁLUM
Samþykkt samhljóða.
I.
1. Sá friður sem kirkjan boðar
er friður Guðs, sem hún er
send með út i heiminn tii þess
að fagnaðarerindið fái að
móta mannlifið allt.
2. Vér minnum á að friður er af-
leiðing af réttlæti i samskipt-
um manna og verður aðeins
tryggður á þann hátt, að rétt-
læti riki.
3. Vér minnum á, að hinn kristni
fagnaðarboðskapur á erindi
við manninn á öllum sviðum
lifs hans.
4. Fagnaðarerindið er boðskap-
urum ábyrgð mannsins á öllu
lifrikinu, og þar með einnig
um velferð þjóða og einstakl-
inga.
II.
5. Vérfordæmum geigvænlegan
vigbúnað i heiminum. Vér
Bæn fyr-
ir friði
I meöfylgjandi bæn sam-
einast fólk um allan heim
tvær minútur í einu á hádegi.
Þar er beðið fyrir friði á
jörðu i þeirri von, að rikis-
stjórnir heims hafi hugrekki
og visku tii að bera til að tak-
ast á við afvopnun af alvöru.
Bæn fyrir friði á
jörðu
Leib mig frá dauða til lifs,
frá lygi til sannleika.
Leið mig frá örvæntingu til
vonar, frá ótta til trausts.
Leið mig frá hatri til elsku,
frá striði til friðar.
Lát frið fylla hjörtu okkar,
heiminn okkar, viða veröld.
Amen.
minnum á þá gifurlegu fjár-
muni, sem varið er til vigbún-
aðar meöan stór hluti mann-
kyns sveltur.
6. Vér bendum á, að málefni
friðarog afvopnunar séu ofar
flokkssjónarmiðum stjórn-
málaflokkanna. i málefnum
friðar og afvopnunar hljóta
allir menn aövera kallaöir til
ábyrgðar.
7. Vér æskjum þess, að kirkju-
stjórnin taki höndum saman
við alla stjórnmálaflokka
landsins til umræðu um frið-
armál og beinum þvi til bisk-
ups að hafa forgöngu I þvi
efni.
III.
8. Vér hvetjum söfnuði landsins
til þess að leggja aukna á-
hersluá uppeldi til friöar meö
þvi aö:
a) ástunda slikt uppeldi innan
fjölskyldunnar sjálfrar og í
samskiptum milli heimila á
þann hátt m.a. að sýna sátt-
fýsi, sanngirni, hógværð og
umburöarlyndi,
b) vekja menn til vitundar um
skaðsemi ofbeldis I fjölmiðl-
um, myndböndum, leikföng-
um og á flciri sviöum,
c) vekja til umhugsunar um
sáttaleiðir i deilumálum,
stórum og smáum og minn-
ast gildis hins fórnandi kær-
leika,
d) byggja upp gagnkvæmt
traust milli einstaklinga og
hópa og vinna gegn for-
dómum með þvi að hvetja
menn tii þess að virða skoð-
anir annarra.
9. Vér bendum söfnuðum lands-
ins á eftirfarandi leiöir til
þess aö vinna að uppeldi til
friðar:
a) meö þvi að leggja rækt við
guðsþjónustu safnaðarins og
biðja fyrir friði,
b) með þvi að efna til umræðu-
funda i kirkjum og safnaðar-
heimilum um málefni friðar
og afvopnunar,
c) með friðarsamkomum, frið-
arvökum, guðsþjónustum,
þar sem meginefnið er frið-
ur, sáttagjörð eða skyld efni,
d) vér leggjum til, að haldinn
veröi sérstakur friðar- og
þakkargjörðardagur 14.
sunnudag eftir þrenningar-
hátið á þessu ári.
(14. sunnudagur eftir þrenning-
arhátið er 12 september).
Sr. Sigurður Guðmundsson, vigslubiskup i Hólabiskupsdæmi og hr.
Pétur Sigurgeirsson, biskup tslands, ganga upp tröppurnar að
Hólakirkju. (Ljósm. Guðbrandur Magnússon)
Séra Gunnar Krist-
jánsson, Reyni-
völlum í Kjós:
„Sterk vit-
und um fé-
lagslega
ábyrgð
kirkjunnar”
„Ég tel þaö mikið og
stórt skref fram á við, að
Prestastefna taki afstöðu í
máli, sem tengist svo mjög
hinni pólítisku umræðu.
Þarna kom fram mjög
sterk vitund um félagslega
ábyrgð kirkjunnar, og
jafnframt vitund, sem er
utan við alla stjórnmála-
flokka. Augu æ fleiri eru
að opnast fyrir því, að nú-
verandi stefna stórveld-
anna stofnar öllu lífi í
hættu og gegn henni verður
að sporna — þetta sé sem
sagt mál málanna. Ég er
því sannfærður um, að
mikil umræða mun fylgja i
kjölfar Ályktunar Presta-
stefnunnar.
Þarna fóru fram mjög gagn-
legar umræður um fjölbreytileika
friðarhugtaksins og fyrsti hluti
Alyktunarinnar fjallar um þann
fjölbreytileika. Þar er kirkjan
kölluð til ábyrgðar i þjóðfélaginu.
Þá er þvi einnig beint til biskups
tslands að hann hafi frumkvæði
aö þvi að efna til umræðna um
friðarmál við alla stjórnmála-
flokka landsins. Prestastefnan
fór fram á frumkvæði kirkju-
stjórnarinnar og er það vel.
Þá vil ég einnig benda á, að i
Alyktuninni er lögð mikil áhersla
á uppeldi til friöar og söfnuðir
landsins eru hvattir tu að snúa
sér að þessu uppeldi”.
— ast